Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 5
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 5 Nærtvöþúsund konurífiski Á íslandi stunda tæplega 1.900 konur störf í sjávarútvegi eða sex af hverjum þúsund. Þetta kemur fram í nýrri úttekt sem samgönguráðuneytið hefur látið gera á störfum kvenna á skipum í íslenskri útgerð. Helstu niðurstöður voru þær að konur eru í miklum minni- hluta sjómanna en þær ná því sjaldnast að vera yfir tíu prósent þeirra. Þar kemur fram að helsta ástæða þess að konur eru í mikl- um minnihluta sjómanna er talin vera fólgin í menningarbundn- um þáttum, það er skiptingu vinnunnar í karla- og kvennastörf og takmörkuðum vilja fólks til að haga sér í ósamræmi við ímynd karlmennsku og kvenleika. Svindlaði sér40 sinnum í gegn Karlmaður sem ók 40 sinnum í gegnum Hvalfjarðargöng án þess að greiða gangagjald varð fyrsti maðurinn til að vera ákærð- ur fyrir slíkt brot samkvæmt hegningarlögum, fram að þessu hefur aðeins reynt á ákvæði um- ferðarlaga. Maðurinn er ákærður fyrir fjársvik og til vara nytjastuld. Á vef lögreglunnar segir að beðið sé niðurstöðu dómsins og fróð- legt verði að sjá hana, ekki síst í ljósi þess að brotin séu allt of al- geng og oft um nokkrar fjárhæðir að ræða. Snióflóð féll í Súðavíkurhlíð Minniháttar snjóflóð féll í Súðavíkurhlíð í fyrrinótt. Engan sakaði. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á fsafirði féll flóðið töluvert ffá byggðinni og því skapað- ist ekki veruleg hætta vegna þess. Hh'ðinni var lokað í kjöl- far flóðsins en hún var opnuð aftur í gærmorgun. Víkingamunirá heimsminjaskrá Undirbúningur að raðtilnefn- ingu menningarminja frá tímum víkinga á heimsminjaskrá UN- ESCO er haflnn. Um er að ræða samstarfsverkefni margra þjóða en fsland verður ábyrgðaraðili þess. Frumkvæði að tilnefning- unni átti þýska sambandsríkið og frumkvæði að raðtilnefningunni átti Slésvík-Holstein. Þorgerður Katrfn Gunnarsdóttir mennta- málaráðherra sótti blaðamanna- fund í Kiel í vikunni af þessu tilefni. Stefnt er að því að tilefn- ingarnar verði afhentar innan þriggja ára. Dópaður með óskráðan riffil 36 ára karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í fyrradag dæmdur til greiðslu 400 þúsund króna sektar. Hann var ákærður fyrir ofsaakstur, vörslu fíkniefna og riffils sem hann hafði ekki leyfi fyrir og var óskráður. Hann var stöðvaður í sumar á Suðurlandsvegi við Ingólfsfjall í Ölfusi eftir að hafa mælst á 143 kílómetra hraða undir áhrifum amfetamíns. í kjölfarið gerði lögregla húsleit á heimili mannsins, þar sem smáræði af fíkniefnum og Glennfield-riffill ásamt 50 skotum voru gerð upptæk. Stúlkur klöguðu í eiginkonu manns sem sendi þeim klámmyndir: Styður eiginmann með sýniþörf Héraðsdómur Norðurlands eystra dæmdi í gærmorgun karlmann í 40 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa sent þremur stúlkum klámmynd- ir af sjálfum sér. Maðurinn hefur leit- að sér sálfræðiaðstoðar vegna sýni- þarfar sinnar og til þess hefur hann haft stuðning frá eiginkonu sinni. Lögreglunni á Akureyri barst kæra vegna málsins 14. nóvember síðast- liðinn. Hann hafði verið í sambandi við þijár stúlkur sem voru 16 og 17 ára. Lögreglan lagði hald á tölvu einn- ar stúlkunnar og við skoðun reynd- ust þar vera fimm kyrrmyndir og 18 hreyfimyndir af manninum. Hann var handtekinn 20. nóvember og í fram- haldi af því var gerð húsleit á heimih Frá Akureyri Maðurinn var fundinn sekur um að brjóta gegn þremur stúlkum. hans. Stúlkumar sögðu manninum um úr tölvunni áður en lögregla lagði að þær væru fimmtán ára. Þær höfðu hald á þau. Við yfirheyrslur játaði haft samband við eiginkonu manns- hann að hafa sent myndirnar og var ins og eyddi hann því öllum gögnun- fullur iðrunar. Mitt er þitt "Mitt svæði"er þitt einkasvæði hjá LÍN. Allir sem hafa aðgang að íslenskum heimabanka eða þjónustusíðu RSK geta eftir innskráningu þar komist með öruggum hætti inn á"Mitt svæði"hjá LÍN. "Mitt svæði"er fyrir námsmenn, greiðendur námslána og ábyrgðarmenn þeirra. Samtals má ætla að um 92.000 manns eigi erindi inn á einkasvæði sitt hjá LÍN. Nýjasta þjónustan er fyrir greiðendur námslána. Á"Mínu svæði"geta þeir nú afþakkað greiðsluseðla og þar með fengið seðilgjöld sín felld niður að fullu. LÍN hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér upplýsingar og möguleikana á"Mínu svæði"hjá sjóðnum. Nánari umfjöllun er á www.lin.is. LÍN Lánasjóöur íslenskra námsmanna Borgartúni 21 Reykjavik www.lin.is lin@lin.is \ MITT SVÆÐI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.