Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 2008 Feröir DV Óskar Guðjónsson stundar háskólanám í Malasíu í þrjátíu og fimm gráðu hita: LITLA ÍSLAND í MALASÍU Hvað ert þú að gera í Malasíu? „Ég er að klára B.A. gráðu í margmiðl- unarhönnun í skóla sem heitir Limkok- wing - University of Creative Technol- ogy. Ég heyrði af þessum skóla fyrir tveimur árum og gældi við þessa hug- mynd þar til ég ákvað bara að slá til. Vala, kærastan mín, fann mjög góðan skóla rétt hjá mínum og það ýtti aðeins á eftir okkur að skella okkur bara. Hún er að taka Master í Management Psy- chology. Skólinn hennar er breskur og heitir The University of Nottingham. Það virðast margir skólar vera með útibú hérna írá mismunandi löndum en jafngildar gráður, þar sem flestir af þeim fljúga kennarana inn frá aðal- bækistöðvum skólanna." Af hverju valdir þú Kúala Lúmpúr? „Þar sem ég og kærastan mín fórum í sitt hvom skólann, ákváðum við að reyna að vera mitt á milli skólanna okkar til að auðvelda samgöngur. Úthverfl Kúala Lúmpúr, Puchong, varð fyrir valinu. Það er um það bil þrjá- tíu mínútna akstur ffá miðbæ Kúala Lúmpúr. íslensk vinkona okkar bjó í mjög fínni blokk hérna svo við ákváð- um bara að taka íbúð á sama stað. Einnig kom annað par frá Islandi með okkur og þau fengu sér íbúð héma líka. Svo við emm búin að koma okkur upp litíu íslandi hérna. Furðulegt hvernig það virðist alltcif gerast þegar maður er erlendis." Er dýrt að vera þarna? „Hér er alls ekki dýrt að vera ef mað- ur miðar við Vesturlandaborgir. Út að borða hérna á fínum stöðum kostar á bilinu hundrað og tuttugu tíl tvö hundr- uð og fjörutíu krónur fyrir stóra máltið með drykk. fbúðin sem við erum með á leigu er þriggja herbergja með tveim- ur baðherbergjum, auk stórrar stofu og tvennum svölum. Hún kostar okkur sautján þúsund á mánuði. Það hlýtur að teljast mjög ódýrt miðað við ísland. Ef maður vill halda uppi hefðbundnu íslensku námsmannalífi héma og fara út að skemmta sér við og við verður reikningurinn hins vegar hár. Þjóðar- trú Malasíu er nefnilega íslam og því er bannað að drekka hér. Þó er hægt að kaupa bjór hér og þar en verðið á hon- um er rétt undir verðinu í Vínbúðinni á fslandi." Hvað skoða ferðamenn helst þegar þeir koma til Malasíu? „Hér getur fólk séð allt ffá glæsilegum tvíburaturnum til mMlar fátæktar í skógum landsins. Endalausar parad- ísareyjar þar sem fólk getur leigt sér einkastrendur fyrir j afnmikið og súper- dós kostar í Hagkaupum. Þessar eyj- ar em ennþá með strákofana en ekki keðjuhótel eins og gerist oft á svona stöðum. Þó er verið að koma upp stór- um og fínum hótelum núna sums staðar, en fólk sækist þó meira í að fá „Survivor"-reynsluna - allavega ég.“ Hverju mælir þú með að skoða? „Þar sem ég hef bara verið hérna í einn mánuð hef ég ekki náð að skoða mik- ið. Hef hins vegar farið nokkuð oft til Kúala Lúmpúr og mæli hiklaust með því að fólk fari þangað, en það verður samt þreytt eftir nokkra daga. Héðan er síðan stutt að fara út um alla Suður- Asíu og ódýrt að ferðast. Hægt er að fá flugmiða á fimmtán hundruð krónur til flestra staða sem em með um það bil tveggja tíma flugi. Þeirra á með- al em Indónesía, Víemam, Kambód- ía, Taíland og ótal fleiri staðir. Það er á planinu hjá okkur að kíkja á sem flesta af þeim. Svo erum við að fara einmitt næsm helgi á malasíska eyju sem heitir Pulau Tioman (www.tioman.com.my) þar sem við ætlum að fagna kínversku áramótunum." Hvað hefur þér komið mest á óvart við borgina? „Kúala Lúmpúr er miklu minni en ég hélt. Það er í rauninni bara miðbærinn Flottur í hitanum Það eru þrjátíu og fimm gráður í Malasíu allt árið um kring. Óskar kennir hitanum um þegar hann segir fólk í Malasíu vera áberandi latt. þar sem öll háhýsin eru, svo þegar frá þeim er komið, taka við gömul niður- m'dd hús sem er samt mjög skemmti- legt að skoða. Hins vegar er fátæktin mikil hjá sumum og oft erfitt að horfa upp á greyið fólkið sem hefur ekkert að gera eða fara." En við menninguna? „Hér er mikill seinagangur og leti, flest- ir sem búa héma virðast ekki nenna miklu. Ég ætía að skella sökinni á hit- ann, enda er um þrjátíu og fimm gráðu hiti hérna allt árið. Flestir héma virðast festa sig mikið við fólk sem kemur frá Vesturlöndun- um, enda erum við álitín eiga mjög mikla peninga og þess vegna líklegri til að gefa þá. Engum er treystandi fýr- ir neinu, allir reyna að svindla á öllum og á endanum er þetta allt saman einn stór svindlhringur sem enginn græðir á. Maður passar sig bara á að láta ekld svindla of mikið á sér og þetta lærist með tímanum." Úskar og Vala halda úti bloggsíðu þar sem hægt að fýlgjast með þeim í máli og myndum á: www.vala-oskar.blog- spot.com BÚSETT í ÚTLÖNDUM DV hafði sámband viö þrjá íslendinga sem búa nu tímabundið erlendis og bað þá um aö segja stuttlega frá upplifun sinni. F.inn er í Japan, annar á Spáni og sá þriöji í Malasíu. • Tviburaturnarmr i Kuala | Lúmpúr Þessirturnar voru ’ eitt sinn þeir hæstu (heimi. Sunna Diðriksdóttir hóf japönskunám í Tókýó síðastliðið haust. Það sem hefur komið henni mest á óvart er hversu Jap- anir snertast lítið. ÓTRÚLEGUR MANNFJÖLDI Hress og kátur i Barcelona Óttar M. Norðfjörð dvelur nú í Barcelona og skrifar bók. Hann segist afar sáttur við borgina sem lumar á ýmsum földum perlum. Óttar M. Norðfjörð rihöfundur er nú búsettur í Barcelona þar sem hann vinnur að næstu skáldsögu. ÓLÍKAR BORGIR í HVERJU HVERFI Hvað ert þú að gera íTókýó? „Ég er í Tókýó að læra japönsku við Tokai University." Af hverju valdir þú þessa borg? „Ég hef alltaf verið mikið borgar- barn og Tókýó því tilvalin enda með stærstu borgum í heiminum." Er dýrt að vera þarna? „Bæði og, ef þú vilt lifa hátt, borða á fi'num veitíngahúsum og kaupa merkjavörur getur þú eytt gríðarleg- um upphæðum. En í Tókýó er líka fullt af góðum og skemmtilegum veit- ingastöðum og flottum búðum, sér- staklega „second hand"-verslunum." Hvað skoða ferðamenn helst þegar þeir koma til Tókýó? „Ferðamenn skoða helst Disney World og Tokyo Tower sem er eftir- mynd af Eiffelturninum. Myiazaki- safnið er líka mjög vinsælt en það er safn sem sýnir verk og listaverk eft- ir Miyazake - föður „anime"-teikni- myndanna." Hverju mælir þú með að skoða? „Ég mæli með því að fara í Yoyogi- garðinn að sjá japönsku rokkabillí- dansarana og fólkið sem klæðir sig upp í alls kyns föt. Einnig mæli ég með því að fara upp í Tokyo Tower að kvöldlagi og'sjá útsýnið yfir Tókýó." Japönskunemi íTókýó Sunna segist vera mikið borgarbarn og því hafi henni fundistTókýó tilvalin enda ein stærsta borg í heimi. Hvað hefur komið þér mest á óvart við borgina? „Ég vissi nú hversu margir bjuggu þarna áður en ég fór en gerði mér ekki grein fyrir því hversu rosalega mikill fjöldi þetta er. Einnig kom mér á óvart hversu snyrtilegt heimilis- lausa fólkið er." En hvað kom þér mest á óvart við menninguna? „Það sem kom mér mest á óvart er hvað japanskt fólk snertir hvert ann- að lítið. Ég kyssti til dæmis japanska vinkonu mína afmæliskossi þegar hún átti afmæli og hún fór alveg í kerfi!" Hvað ert þú að gera í Barceiona? „Vinna að skáldsögu sem kemur út um næstujól." Af hverju þessi borg? „Vegna þess að kærastan mín er í meistaranámi héma." Hvernig er verðlagið í borginni? „Það er dýrt að leigja og kaupa íbúð, en verð á bjór og mat er með skárra móti." Hvað skoða ferðamenn helst þegar þeir koma til Barcelona? „Sagrada Familia, Römbluna, Guell- garðinn, dómkirkjuna, Eið Smára." Veist þú um einhverja falda perlu? „Það eru svo sem nóg af þeim, tíl dæmis öll „hin" hverfin í borginni sem túristar fara ekki að sjá, eins og Raval og Poble Sec, bæði virkilega falleg, og svo Sant Antom-bókamarkaðurinn á sunnudögum. Mæli líka með Bom og Graciu." Hvað hefur komið þér mest á óvart við borgina? „Hvað hverfi hennar eru ólík, eiginlega ólíkar borgir í hverju hverfi fyrir sig." En hvað hefur komið þér mest á óvart við menninguna? „Hvað Katalónar eru rosalega ólíkir öðrum Spánverjum."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.