Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Sport DV ÍÞRÓTTAMOLAR ISLENSKA BADMINTONLANDSLIÐIÐ KEPPIRIHOLLANDI I næstu viku keppir (slenska landsliðið á alþjóðlegu móti í Hollandi. Alls hafa 57 liö skráð sig til leiksi Evrópukeppni karla og kvenna, 30 karlalið og 27 kvennalið. Islenska kvennalandsliðið leikur (riöli með Þýskalandi, Wales og (talíu þar sem þýsku stúlkurnar eru með röðun og fyrirfram taldar sterkastar í riðlinum. Islenska karlalands- liöið leikur í riðli með Rússlandi, Tyrklandi og Spáni þar sem Rússar eru með röðun og fyrirfram taldir sterkasta liö riðilsins. Keppni fer þannig fram að leiknir eru þrír einliðaleikir og tveir tvíliðaleikir i hverri keppni milli tveggja þjóða. Allir leika við aila í riðlinum en aðeins efsta lið hvers riðils kemst áfram í útsláttarkeppni um Evrópumeistaratitil- inn sjálfan. KRISTINN A DÓMARARAÐSTEFNU ÞEIRRA BESTU Kristinn Jakobsson dómari er sem stendur á á dómararáðstefnu á vegum UEFA. Ráðstefnan fer fram á Kýpur og er hún ætluð fyrir bestu dómara Evrópu, en Kristinn fékk það verkefni að vera fjórði dómari í Evrópukepni landsliða næsta sumar sem fram fer í Sviss og Austurríki Á ráöstefnunni ertekið þrekpróf auk þess sem farið er yfir helstu áherslur dómara (Evrópukeppninni næsta sumar. Kristinn mun áfram dæma í UEFA- keppninni en hann mun dæma sfðari leik Hamborgar og FC Ziirich (32 liða úrslitum sem fara fram 21. febrúar. FRAMARAR STYRKJA SIG Knattspyrnufélagið Fram hefur fengið til liðs við sig nýjan leikmann fýrir átökin ( Landsbankadeildinni næsta sumar. Sá heitirSamTlllen og lék síðast með Brentford í ensku fjórðu deildinni. Tiilener22áraog er að upplagi vinstri bakvörður þótt hann geti einnig leikið sem hægri bakvörður og kantmaður. Hann á að baki 83 leiki með Brentford og hefur skorað eitt mark.Tillen ólst upp hjá Chelsea en færði sig um set þegar ekki var von á mörgum tækifærum. Hann á meðal annars að baki leiki fyrir U-17 ára landslið Englands. LÝSTILEIKMEÐ QsjAlfumsér nomlo fróttin oA Korn í crnni or of Heimir KarLsson er .Jcvenmannsiaus‘‘: _ Nyr þattur þar sem enska urvalsdeildin er skoöuö frá ýmsum óvæntum hliðum Gamla fréttin að þessu sinni er af Heimi Karlssyni. Hún birtist 6. febrú- ar árið 1988. Þar var harm í viðtali við DV um íþróttaþáttinn Sportpakkann sem var bylting fyrir íþróttaáhuga- menn á íslandi. Þátturinn var þrek- virki þar sem Heimir sá alfarið um ailar íþróttafréttir stöðvarinnar sam- hliða því að vera með sérþætti ým- iss konar. Heimir segir þennan tíma skemmtilegan en að sama skapi hafi hann á endánum fengið nóg af álag- inu. „Þetta var tveimur árum eft- ir að stöðin byijaði. Við vorum með Sportpakka sem var svakalega vin- sæll. Fram að því var einungis Bjami Fel með fótboltann á RÚV en aðr- ar íþróttir áttu ekki upp á pallborðið. Við kynntum alls kyns íþróttagreinar eins og kraftbátakeppni svo dæmi sé nefnt. Við vorum með þriggja klukku- tíma þættí á sunnudögum þar sem komið var víða við. Þessi þáttur var undanfari VISA-sportþáttarins sem var fyrsti íþróttaþátturinn sem höfð- aði tíl breiðs hóps og var sýndur á besta tíma. f þættinum sýndum við viðtöl við fræga kappa samhliða því sem við sýndum frá furðulegum íþróttagrein- Alltaf í vinnunni Heimir segir að þótt vinnan hafi verið skemmtileg hafi hann fengið nóg af álaginu. „Það fór mikill tími í þessa þætti. Maður vaknaði klukkan átta á morgnana og dreif sig í vinnuna. Maður var alltaf einn sökum þess að ekki var til fjármagn til þess að ráða aðstoðarmann í fullt starf. Eftír vinnu fór ég á æfingu um hálf sex og að sumri tíi fór maður eftír hana á leiki í íslensku 1. deildinni í knattspyrnu. Síðan hljóp maður með spóluna upp á Stöð 2 beint eftír leik- inn, klippti efitíð og sýndi bestu færin. Það fór svo í loftið klukkan hálf ellefu. Þannig gekk þetta í einhver ár. Ég man þegar ég hittí Hemma Gunn einu sinni eftír leik með spólu í hend- inni á leiðinni upp á Stöð 2 og hann sagði við mig að ég þyrftí að passa mig á því að ofkeyra mig ekki. Ég svaraði því til að mér þætti þetta algjört drauma- starf og ég skildi ekki hvað hann átti við. Ég hafði unun af því að lifa og hrærast í íþróttum. Hann sagði við mig að hann hefði eitt sinn verið sama sinnis en síðan fengið algjört ógeð á þessu. Svo gerðist það einmitt nokkrum árum síðar að ég fékk algjört ógeð og ætlaði mér aldrei aftur á þennan vettvang." GAMLA c, FrETTIIM Ka?faon'érrnumfínrHeimir ^Þiðrætisturþessu“ oymn9fynrfslenska sPortfíkla. Lýsti leik með sjálfum sér Heimir segist hafa lent í mörgu sniðugu á sínum ferli sem íþrótta- fréttamaður og lumar á ýmsum sögum. Hér er ein þeirra „ Ég var að spila með Val í efstu deild að kvöldi til og eftir leikinn var þáttur með helstu atvikum leiksins. Ég var sóknarmaður og svo vildi til að ég átti meira og minna öll fær- in í leiknum auk þess sem ég skor- aði sigurmarkið. Svo gerist það að aðstoðarmaður minn, sem mig minnir að hafi verið Adolf Ingi Er- lingsson, veikist. f kjölfarið varð ég að fara sjálfur upp í vinnu og klippa leikinn áður en hann var sýndur. Ég man að ég hugsaði með sjálf- um mér, á ég að fara Bjarna Fel leiðina og þykjast ekki þekkja sjálf- an mig eða á ég að slá þessu upp í kæruleysi og hrósa sjálfum mér í hástert, sem ég gerði á endanum. Það hlýtur að vera einsdæmi í sög- unni að íþróttafréttamaður lýsi leik með sjálfum sér," segir Heimir og hlær. Heimir segir að menn hafi sýnt þessu mikinn skilning. „Það var eng- inn sem setti neitt út á þetta. Stöðin var nýbyrjuð og fólk vissi að maður stæði einn í þessari vinnu. Ég gerði bókstaflega allt á íþróttadeildinni. Keypti, klippti og talaði inn á efni. Ég gerði allt nema taka myndir af atburðunum," segir Heimir. Heimir er að nýju kominn í íþróttir í sjónvarp- inu en hann og Guðni Bergsson eru með þátt um enska boltann. „Ég fékk nóg á sínum tíma og ætlaði mér aldrei aftur í sjón- varp. En enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Nú er maður kom- inn aftur og þetta er svo skemmti- legt. Maður er aftur kominn inn í búnings- klefahúmor- inn í þætt- inum og vonandi skilar hann sér í stofu," segir Heimir. Leikmenn heimsóttir, gömlu stjörnurnar leitaðar uppi og svipmyndir af æðinu Kristinn Björgúlfsson er kominn heim úr atvinnumennsku: fyrir enska boltanum um heim allan. Farið yfir öll mörkin og helstu atvikin í Rétt ákvörðun að fara í IR leikjum síðustu umferðar í Coca Cola deildinni 19:30 ENGLISH PREiVIIEfí LEAGUE Ný og hraðari útgáfa af þessum vinsæla þætti þar sem öll mörkin og helstu atvik umferðarinnareru sýnd frá öllum mögulegum sjónarhornum.Viðbrögð þjálfara, stuðningsmanna og sérfræðinga. Þáttur sem er ekkert minna en bylting í umfjöllun um enska boltann á íslandi. Tvieykið, Heimir Karlsson og Guðni Bergsson, stendur vaktina ásamt vel völdum sparkspekingum, og saman skoða þeir allt sem tengist leikjum siðustu helgar 23:3S MAN. CITY * ARSENAL Handknattleiksmaðurinn Kristínn Björgúlfsson er aftur kominn heim eftír dvöl í atvinnumennsku. Hann var hjá Runar í Noregi þar sem hann lék við góðan orðstír en hélt svo á vit ævintýranna þegar hann skrifaði und- ir hjá gríska liðinu PAOK og varð því fyrsti íslenski handknattleiksmaður- inn sem hefur leiidð þar í landi. Kristni gekk einnig vel hjá PAOK en ósætti við þjálfarann endaði með því að hann fékk sig lausan frá Griklqunum og fór aftur heim tíl síns uppeldisfélags, ÍR í Breiðholtínu, sem leikur í 1. deild. „Ég hætti hjá PAOK eftir ósættí við þjálfarann og hans aðfcrðir. Liðið gat lítíð annað gert en að leyfa mér að fara. Ég áttí fund með forseta og fram- kvæmdastjóra liðsins þar sem ég út- skýrði stöðuna. Ég taldi mig ekld geta unnið meira með þjálfaranum eftír það sem hafði gengið á. Tíminn var samt mjög góður og ég sé ekki eftír neinu að hafa farið tíl Grikklands. Það er aðeins meira en að segja það að vera í landi þar sem mað- ur sldlur ekki staf og lærir ekki tungu- málið. Þetta er nokkuð sem herð- ir mann og var skemmtileg reynslá. Þama spilaði ég líka sextíu mínútur í hvetjum einasta leik og gekk mjög vel. Ég skoraði kannski ekki ti'u mörk í leik fyrr en undir lokin en spilaði samt alltaf vel," sagði Kristinn brattur þeg- ar DV talaði við hann í gær. Svarið var ekki ílókið þegar hann var spurður af hverju hann gekk til liðs við ÍR sem leikur í næstefstu deild. „Það var einfaldlega rétt ákvörðun að fara í ÍR," sagði Kristinn sem er mik- ill ÍR-ingur en markmiðin hjá Breið- hyltingum eru skýr, það er að vinna deildina. Orðrómur hafði verið uppi um að Kristínn ætlaði að taka sér frí fram á næsta haust. „Ég ætlaði aldrei að hætta. Málið var að það vaAtorðið ansi knappt á tí'ma að ganga frá allri pappírsvinnu til að ganga frá félaga- skiptum mínum yfir í ÍR. Ég mætí svo á mína fyrstu æfingu í kvöld [í gær] en ég kom nú bara heim í gær [fyrradag]. Það var eitthvað klúð- ur með flugmiðann og annað en ég átti að koma heim fyrr. Á föstudaginn er leikur gegn Selfossi og ef ég kemst í hópinn ætla ég að spila. Ég reikna ekk- ert með því að rölta beint inn í liðið en ef ég kemst í hópinn mun ég hita upp og vonandi spila." tomas.@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.