Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Sport PV Boro naestum öruggt mefi úrvalsdeildarsæti Jermaine Aliadiere, sóknarmaður úr Middlesbrough, er fullur sjálfstrausts og telur að liöið sé næstum öruggt um að bjarga sérfrá falli. Engu að síðurer félagið einungis fimm stigum fyrir ofan fallsæti. Aliediere telur liðið vera að bæta sig og vendipunkturinn hafi komið þegar Middlesbrough vann Arsenal á heimavelli í desember. „Næsti leikurer okkur afar mikilvægur. Ef viðvinnum hann og við verðum að gera það, náum við að færa okkur enn frekar frá liðunum sem eru fyrir neðan okkur. Við erum ( erfiðri stöðu en ef við náum sigri tel ég okkur vera búna að bjarga okkur. Margir spáðu okkur falli fyrir tímabilið en við höfum afsannað þessar hrakspár að undanförnu," segir Aliediere. Friedel skrifar undir samning Brad Friedel skrifaði undirnýjan samning við Blackburn Rovers í gær og verður hjá liðinu til 2010. Bandaríkja- maðurinn hefði orðið samningslaus ( lok leiktímabilsins en nú er Ijóst að hinn 36áraFriedel verður áfram hjá félaginu. „Blackburn er heimilið mitt. Þettaermitt félag og það er sérstakurandi hérna. Þv( var auðveld ákvörðun að ákveða að vera hérna áfram," segir Friedel sem ekki hefur misst af nokkrum leik það sem af er leiktíðar hjá Blackburn. (nóvember siðastliðinn sló hann metTims Sherwood yfirflesta leiki spilaða (ensku úrvalsdeildinni fyrir Blackburn. O'Neill hefur áhyggjur af hópnum Martin O'Neill, framkvæmdastjóri Aston Villa, hefur áhyggjur af því að ekki sé næg dýpt í hópi liðsins til þess að ná að gera almennilega atlögu að fjórða sætinu (ensku úrvalsdeildinni. Þótt meiðsli Agbonlahorséu ekki alvarleg þarf O'Neill að horfast í augu viðað liðiðer fámennt.„Við misstum Gabby Agbonlahor ( hálfleik gegn Fulham og náðum aldrei að koma okkur inn (leikinn eftir það. Kannski erum við ekki nægilega sterkir á vissum sviðum leiksins og þurfum að huga að þv( að bæta í hópinn í sumar" segir O'Neill. Kuyt efast um saeti sitt í EM- hópnum Dirk Kuyt, framherji hjá Liverpool, viðurkennir að hann efist um það að vera valinn (hóp Hollendinga fyrir EM í ■ knattspyrnu næstkomandi sumar. Kuyt var ekki valinn í síðasta leikmannahóp MarcosVan Basten landsliðþjálfara og hann var vonsvikinn yfir þeirri niðurstöðu.„Ég þarf t(ma til þess að komast yfir þessi vonbrigði sem fýrst. Ég hef spilað (39 af síðustu 42 leikjum mfns lands og ég verö að bæta mig til þess að komast (hópinn," segir Kuyt. Hann hefur skoraö sjö mörk það semafer leiktíðar (ensku knattspyrnunni. Það þykir Marco Van Basten ekki nægilega gott fyrirhollenska landsliðið enda með marga frábæra framherja til kallaða. Ber þar fyrst að nefna Ruud van Nistelrooy hjá Real Madrid sem og Klaas-Jan Huntelaar sem þykir einn efnilegasti sóknarmaður heimsins en hann spilarmeð Ajax. V H lynur Bæringsson, Snæfelli, var kosinn besti leikmaður umferða 9-15 í Iceland Express- deild karla en valið var tilkynnt í gær. Þjálfari Skallagríms, Ken Webb, var kosinn besti þjálfarinn og Kristinn Óskarsson besti dómarinn. TÓMAS ÞOR ÞÖRÐARSON skrifar frá Þrándheimi: tomas&dv.ls Yfir veglegum hádegisverði í gær tilkynnti körfuknattleikssamband Islands úrvalslið umferða 9-15 í Iceland Express-deild karla. f úrvals- liðinu voru þrír erlendir leikmenn. Þeir Adama Darboe, Grindavík, og Brenton Birmingham, Njarðvík ásamt Darrel Flake úr Skallagrími. Hregg- viður Magnússon úr IR var einnig í liðinu og Hlynur Bæringsson úr Snæfelli en Hlynur var einnig valinn besti leikmaður umferðanna. Besti þjálfarinn var valinn Ken Webb úr Skallagrími. Skallagrímur vann fimm leiki og tapaði tveimur á þessu tímabili en var í miklum meiðslavandræðum og var samróma álit þeirra sem kusu að Ken skyldi hljóta verðlaunin. Besti dómarinn var valinn Kristinn Óskarsson frá Keflavík. Farinn að leika stærra hlutverk í sókninni Það kom engum á óvart þegar Hlynur Bæringsson var kosinn besti leikmaður umferðanna. Hlynur er búinn að leika stórkostíega síðustu vikur og að mörgum talinn besti leikmaður deildarinnar. Hann var hógværðin uppmáluð að vanda þegar DV talaði við hann eftir viður- kenninguna í gær. „Ég er búinn að vera allt í lagi síðustu vikur. Ég var að glíma við meiðsli fyrir áramót og náði mér ekki alveg á strik þá. Aðallega er þetta samt að liðið hefur verið að skána mikið en ég er með mikið sjálfstraust núna og er í fi'nu formi. Liðinu er byrjað að ganga betur og við komumst í bikarúrslitaleikinn en með því kemur smá athygli. Ég hef tekið meira hlutverk í sókninni eins og þjálfarinn bað mig um og er farinn að skjóta meira. Ætli þetta séu ekki einhverjar afleiðingar af því. Snæfell hefur unnið tvo stórsigra á Njarðvík eftir áramót. „Ef við skoðum liðin, fyrst okkur og svo Njarðvík, þá ætti Njarðvík ekkert að henta okkur vel til að spila við hvað varðar menn- ina sem eru í liðunum. Það hefur þó gert það í vetur en við höfum verið í basli með önnur lið eins og BCR. Þetta tak á hinum og þessum er samt of- metið. Við spiluðum einfaldlega vel í þessum leikjum gegn Njarðvík. Nú er að halda áfram að spila vel og við þurfum við að skila bikarnum í hús. Við þurfum að byggja okkur svo upp svo við verðum samkeppnishæf- ir þegar úrslitakeppnin byrjar. Það er kannski ekki gott að toppa núna en ég vil að þegar úrslitakeppnin byrjar að við getum sett raunhæft markmið að hirða titilinn. Það er enginn dauða- dómur að vera ekki með heimavallar- réttindi í úrslitakeppninni þó það sé augljóslega betra. Ég treysti okkur fullkomlega til að vinna hvaða lið sem erenefviðspilumeinsogvið gerðum fyrir áramót getum við einnig tapað fyrir hverjum sem er," sagði Hlynur. Getum unniðalla Hinn einkar geðþekki þjálfari Skallagríms, Ken Webb, var kos- inn besti þjálfarinn. Hann var mjög ánægður með viðurkenninguna og segir síðustu vikur hafa byggt mik- inn karakter fyrir sitt lið. „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningar fyrir sín störf en leikmennimir eiga nú mest- an heiður skilinn. Þetta em búnar að vera erfiðar vikur með meiðslin sem við lentum í. Aðrir leikmenn þurftu því að stíga upp sem og þeir gerðu og við kláruðum þá leiki sem við þurft- um að klára. í gegnum tíðina hafa lið sem ég tek við alltaf verið betri eftir jól á fyrsta ári. Nú em menn að ná því almennilega sem ég er að leggja upp í varnarleiknum og svo í sókninni höfum við frábæran leikmann í Darrel Flake sem við getum byggt í kringum. Nú fömm við líka að fá leikmenn til baka úr meiðslum og þá hafa hinir sem hafa spilað síðustu vikur öðlast ómetanlega reynslu. Þessar vikur hafa byggt upp mikinn karakter hjá okkur sem við þurfum að nota á næstu vikum því við eigum erfiða leiki framundan. Ég er á því að við getum unnið öll lið hvaða dag sem er. Til þess þurfum við samt að verða aðeins stöðugri í okkar leik. Við verðum lflca að komast yfir tapið í bikarnum. Það var erfitt að kyngja því en ég tek hatt minn ofan fyrir Fjölni, þeir vom frábærir í þeim leik. Það er mikilvægt fyrir okkur að stjóma okkar eigin örlögum og halda áfram að bæta okkur. Við þurfum að bæta okkar spilamennsku með hverjum leik og sjá hvar við stöndum þegar úrslitakeppnin byrjarþannig við getum sett okkur endanlegt markmið þá," sagði Webb við DV í gær. BESTIR KenWebbog HlynurBæringsson. Fjöldi fólks fagnaði Superbowl-meisturunum New York Giants við heimkomuna: • • RISAFOGNUÐUR Það var mikill fögnuður í New York þegar hetjur borgarinnar, New York Giants, keyrðu á opinni rútu um Broadway-hverfið í borginni. Tilefnið að sjálfsögðu ein óvæntustu úrslit í NFL-sögunni þegar Giants lagði NewEngland Patriots, 17-14, í Superbowl á sunnudaginn. Patriots hafði ekki tapað leik allt tímabilið og hafði áður en það tapaði sigrað í átján leikjum í röð. Giants sem var hvergi spáð sigri eyðilagði því leit New England að hinni fullkomnu leiktíð. Það var við hæfi að fremstir í flokki færu ungi leikstjórnandinn Eli Manning og varnarjaxlinn Michael Strahan. Hinn hlédrægi Eli lét hvern manninn á fætur öðrum éta allt það slæma ofan í sig sem hafði verið sagt um hann fyrir úrslitakeppnina. f úrslitakeppninni blómstraði hann W* Gleði, gleði Risarnir frá NewYork fengu höfðinglegar móttökur. og var enginn erftirbátur stóra bróður síns, Peytons Manning, sem vann Superbowl með Indianapolis Colts árið áður. Strahan, 36 ára reynslubolti, hefur leitt vörn New York í gegnum súrt og sætt, þó aðallega sætt undanfarnar vikur. Ekki hefur verið farin svona rútu- ferð um bæinn síðan hafnaboltalið- ið New York Yankees varð meistari árið 2000. Fólk í gluggum borgarinn- ar lét rigna yfir skrúðgönguna papp- írsdóti í bláum og hvítum lit en talið er að um fimmtíu tonn af rusli verði eftir á götunum þegar svona veislu- höldum er lokið. New York-búum finnst ekkert leiðinlegt að vera ofan á í baráttu við lið frá Boston en mikill rígur er á milli borganna. Fólkið á götunum öskraði 18-1 í gríð og erg og minnti þannig granna sína á að þeir hefðu eyðilagt fyrir þeim tfmabilið. Þegar amerískir fjölmiðlar spurðu fólk í áhorfendaskaranum af hverju það væri svona gaman að stríða Boston- búum var svarið: „Það er einfalt, þeir eru svo rosalega hrokafullir og því er gott að hafa eyðilagt allt fyrir þeim." tomas@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.