Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Derek Conway, þingmaður breska íhaldsflokksins, er flæktur x eitt stærsta spillingarmál siðari ára í breskum stjórnmálum. Dagblaðið Daily Mail kom upp um stórfellt Qármálamisferli þingmannsins sem jós tugum milljóna í syni sína og eiginkonu. Á sama tíma sagði hann kjördæm- isritara sínum að hann gæti ekki borgað henni full laun. Derek Conway í rigningunni Það rignir eldi og brennisteini á Derek Conway þessa dagana. DÆLDIOPIN- BERU FÉ í KONUNA OGSYNIN 2 Derek Conway, þingmaður breska íhaldsflokksins, varð uppvís að stór- felldri spillingu eftir að breska dag- blaðið Daily Mail komst á snoðir um að hann hefði greitt sonum sín- um tugi milljóna fyrir störf sem virð- ast ekki hafa verið unnin á árun- um 2001-2008. Eiginkona Conways starfar sem einkaritari hans og naut góðs af bónusörlæti eiginmannsins líkt og synirnir. Þá lækkaði Conway laun annars ritara í starfsliði sínu um helming á sama tíma og hann réð besta vin sonar síns til starfa í enn eitt draugastarfið. Almenningur og þingheimur í Bretlandi eru hvumsa yfir stærðar- gráðu óhreinindanna í pokahorni Conways og Scotland Yard er kom- ið í málið. Derek Conway hefur ver- ið rekinn úr fhaldsflokknum af leið- toga flokksins, David Cameron. Tvö ár eru enn eftir af kjörtímabilinu og mun Conway því sitja í skammar- króknum út þann tíma sem óháður þingmaður með rúmar 15 milljónir króna í laun. 192 milljónir króna Upphaflega kom í ljós að Conway hafði greitt eiginkonu sinni og tveim- ur sonum sínum tæpar 48 milljónir króna fyrir lítil sem engin störf fyr- ir hann sjálfan síðan árið 2001 þeg- ar dagblaðið Daily Mail fékk gögn í hendurnar og fór að rannsaka mis- ferli þingmannsins. Við það gaf Con- way út yfirlýsingu um að hann myndi ekki sækjast eftir þingsæti í næstu kosningum eftir tvö ár til að hans eig- ið spillingarmál eyðilegði ekki mögu- leika fhaldsflokksins. „Þótt ég hafi upphaflega ekki smtt David Camer- on [leiðtoga íhaldsflokksins] trúi ég því að hann hafi sýnt þá hæfileika og þann karakter sem til þarf sem forsætisráðherra. Því vil ég ekki að mín persónulegu mál dragi athygli frá því sem raunverulega skiptir máli í stjórnmálum þessa lands," sagði Conway er hann tilkynnti ákvörðun sína fýrir fjölmiðlum og flokksfélög- um. Daily Maii greindi frá því á dög- unum að undanfarin sex ár hafi skattborgarar Bretlands blætt rúm- um 192 milljónum króna fyrir Con- way og fjölskyldu hans, en fýrir þessu segjast Daily Mail-menn hafa örugg- ar heimildir og skjöl undir höndum. Þau skjöl sýni að eiginkona hans Colette, sem vinnur þó löglega sem ritari hans, og synir hans tveir hafi fengið tæpar 48 milljónir króna í laun og bónusa síðan 2001. Synirnir í draugastörfum Synir Conway, hinn 25 ára Henry, og Freddie, sem er 22 ára, sinntu að sögn Daily Mail einhvers konar þingrannsóknarstörfum, en svo virðist sem eitthvað hafi verið lítið um vinnuframlag frá drengj- unum. Pólitískir andstæðingar Conways krefjast þess að lögregl- an rannsaki hvernig standi á því að drengirnir tveir hafi fengið rúm- ar 10 milljónir króna í laun úr al- mannafé fýrir litla sem enga vinnu. Hinn 22 ára Freddie Conway fékk greiðslur upp á 6,4 milljón- ir króna fyrir rannsóknarstörf sín fyrir föður sinn, en upp komst að hann var engu að síður skráður í fullt nám í háskólanum í Néw- castle. Upp komst um drenginn á Facebook-netsamfélaginu þar sem hann upplýsti að hann væri nem- andi við skólann. Henry Conway þáði fyrir störf sín tæpa 4,1 milljón króna og var sömuleiðis háskólanemi hluta tímabilsins. Derek Conway var sjálfur ekki á neinum lúsarlaunum frá hinu op- inbera því hann kostaði skattborg- ara rúmar 148 milljónir í laun og út- gjaldakostnað frá því árið 2001. David Cameron, leiðtogi Ihalds- flokksins, hefur rekið Conway úr flokknum og mun hann ekki geta boðið sig fram að nýju undir for- merkjum hans. Conway mun að auki sitja sem óháður það sem eft- ir lifir kjörtímabilsins eða 2 ár. Samt sem áður mun Conway þiggja rúm- ar 15,3 milljónir króna í laun á þeim tveimur árum sem hann situr í skammarkróknum og er með öllu valdalaus. Lækkaði laun ritarans Málum var þó ekki lokið þarna. Daily Mail hélt áfram að grafast fyr- ir um hans mál og komst að því að hann skar nú líka niður í fjárútíátum embættis síns. Hinn smánaði þingmaður skar niður laun kjördæmisritara síns um helming og gaf þær ástæður að hart væri í ári og lítið til af peningum. Rit- arinn, Lisa Rayson, fékk þau skila- boð frá Conway að hann sæi sér að- eins fært að greiða henni helming launa hennar, eða rúma milljón, í árslaun. Þetta gerði Conway á með- an hann lét fé óspart úr hendi rakna til sona sinna og jafnvel vina þeirra í formi yfirvinnugreiðslna og bón- usa. Nokkrum vikum áður en hann tilkynnti Rayson þessa launalækkun hafði hann verðlaunað háskólanem- ann son sinn Freddie Conway með rúmum 220 þúsund krónum í bón- usgreiðslur fyrir sama sem ekkert. Þremur mánuðum eftir að Con- way lækkaði laun ritara síns veitti hann nánum vini eldri sonar síns, Henrys, starf við rannsóknarstörf ÞINGMAÐURINN OG FJÖLSKYLDAN 2008: 37 milljónir Freddie Conway, 22 ára sonurog rannsóknarmað- ur. Laun og bónusgreiðslur: 6 milljónir Henry Conway, 25 ára sonur og rannsóknarmaður. Laun og bónusgreiðslur: 4 milljónir sem hinn 23 ára Michel Pratte þáði fyrir tæpar 1,5 milljónir á ári. Einstæð móðir á bótum Þess ber að geta að fröken Ra- yson, sem samþykkti að taka á sig launalækkun, er einstæð 34 ára þriggja barna móðir sem nú þarf að þiggja bætur til að framfleyta sér og börnum sínum. Ogmeð DerekCon- way á útleið úr stjórnmálum eftir kjörtímabilið stepdur hún frammi fyrir því að verða atvinnulaus í of- análag. Spillingunni virðist fá takmörk sett hjá Conway-fjölskyldunni og bruðl þingmannsins með almannafé hefur vakið mikið fár og reiði meðal bresks almennings. Gögn sem Daily Mail hefur und- ir höndum sýna að Lisa Rayson fékk fýrir 35 klukkustunda vinnuviku á bilinu 1,7 -2 milljónir króna í árslaun á árunum 2002 til 2006, þangað til laun hennar voru lækkuð í maí á síð- asta ári sem nam einni milljón. Á sama tíma var Henry Conway með tæpar 1,3 milljónir króna fýr- ir 18 klukkustunda vinnuviku auk umtalsverðra bónus- og yfirvinnu- greiðslna. Freddie Conway þáði tæpar 1,5 milljónir króna í árslaun auk fj ögurra bónusgreiðslna á þriggja ára tímabili sem námu á bilinu 166 til 640 þúsund krónum í hvert skipti. Freddie hefur verið áberandi í partíhöldum í Lond- on undanfarin misseri og hélt nýlega heljarinnar teiti sem bar þá viðeig- andi yfirskrift: „Fuck off, I'm Rich." I ljósi uppljóstrana Daily Mail undan- farið þykir málið líta ansi illa út, ekki bara fyrir Freddie, heldur ekki síður fyrir föður hans Derek. Þetta fengu synirnir í sinn hlut þótt þeir væru skráðir í háskóla á tímabilinu og engin ummerki hafa fundist um raunverulegt vinnuffam- lag þeirra fyrir föður sinn. Besti vinur Henry Conway, Mich- ael Pratte, byrjaði að vinna hjá hinu opinbera í september á síðasta ári þar sem hann fékk tæpar 1,5 milljónir króna fyrir rúmlega 17 tíma vinnuviku samhliða framhaldsnámi sínu við London School of Economics. Mál Dereks Conway er komið í hendur Scotland Yard sem íhugar nú hvort lögreglurannsókn eigi að fara fram á framferði hans í embætti. SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON bladamadur skrifar: mikael@dv.is Birkiaska UmboÖs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Minnistöflur Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is FOSFOSER MEMORY Valiö fæóubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Gott til endurvinnslu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.