Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 30
X 30 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 Slöast en ekki slst DV Við mælum með... * Nú er Vetur konungur í essinu sínu og blæs kulda sem mest hann má ofan í óvarin hálsmál Islendinga. Orsök þess finnum við í bólgnum hálsum og aumum kverkum. Því hefur sjaldan verið mikilvægara að draga trefilinn upp úr neðstu skúff- unni og vefja honum þéttingsfast um hálsinn. Þannig má íyrirbyggja mein þau sem áður eru nefnd. Trefl- ar eru stórlega vanmemar flíkur, rétt eins og ömmuprjónaðir vettlingar. Þótt engar smáauglýsingar séu til staðar í þessu ágæta dagblaði, er ekki nema sjálfsagt að mæla með þeim. í smáauglýsingum er til dæm- is hægt að gera afbragðs kaup á sjónvarpstækjum. Naumaseggir eru duglegir að skipta út ónotuðum við- tælq'um fyrir háskerpuflatskjá. Það er því lítið mál að eignast fyrirtaks sjónvarp fyrir kúk og kanil, ef þannig má að orði komast. En gættu þín, það að hika er það sama og að tapa. Ekki flokka allt sem þú borðar í hollt og óhollt, sérstaklega ekki ef börn eru á heimilinu. Ef þau eru undir stöðugum áróðri um mettaðar fitu- sýrur og kolvetni er voðinn vís. Um leið og þau sleppa úr augsýn for- eldra sinna fara þau á sætmdafýll- irí. Þú getur bölvað þér upp á það. Eldaðu frekar góðan heimilismat (með sósu) og gættu þess gaum- gæfiiega að gefa þeim ís, sykrað gos eða súkkulaði endrum og ems. Ekki gera sælgæti að bannvöru. SWDKOKN Halldór Aðalsteinsson varð fyrir fólskulegri árás á Laugaveg- inum um hábjartan dag. Halldór var á leið í herrafataverslun Guðsteins þegar árásin átti sér stað. Halldór segist þó vera búinn að ná sér og það þakkar hann jákvæðu hugarfari sínu. IvlAÐUR DAGSINS Ert þú búinn að jafna þig eftir árásina? „Já, já, ég jafnaði mig strax á þessu." Hver er maðurinn? „Ég er bara Halldór Aðalsteins- son." Hvar ólst þú upp? „Ég ólst upp um allt land. Foreldr- ar mínir flutm úr sveitinni til Akureyr- ar en ég varð eftir. Það má því segja að ég hafi verið sjálfs míns húsbóndi frá sjö ára aldri. Það er engin ástæða að hanga í foreldrahúsum fram eftir öllu. Ég var ýmist í sveit eða á sjó en ég flutti til Reykjavíkur þegar ég var fimmtán ára en þá náði Reykjavík nú bara upp að Rauðarárstíg." Hver eru þín áhugamál? „Allt sem ég tek mér fýrir hendur. Ég spila til dæmis bridds alla mánu- daga. Ég hugsa mikið og einbeiti mér að því að vera jákvæður. Svo heim- sæki ég bömin mín sjö og ýmislegt fleira skemmtilegt." Uppáhaldsmatur? „Mér finnst allur matur góður, sérstaklega venjulegi íslenski mat- urinn. En ég er alveg hættur að elda eftir að konan mín lést en hún eldaði ofsalega góðan mat." Á hvað horfir þú helst í sjón- varpi? „Ég horfi á fréttir og fótbolta. Ég held samt ekki með neinu ákveðnu liði, ég hef bara gaman af því að fylgj- ast með því hvemig þeim gengur að leika með boltann." Hefur þú ferðast mikið til útlanda? „Ég gerði það mikið þegar ég var í siglingum. Svo fór ég ásamt konunni minni tvö ár í röð til sólarstranda. Það var flott á Mallorka." Fallegasti staðurinn? „Mér þótti nú alltaf fallegast á Ak- ureyri. Útsýnið þar er svo fallegt." Af hverju ert þú stoltastur? „Ég er nú stoltastur af því að hitta mína elskulegu konu heitina. Hún hugsaði svo vel um börnin, var alltaf prjónandi og hugsaði vel um heimil- ið. Hún var góð kona." Ertu óöruggur á götum úti? „Ég fer aldrei orðið út á kvöldin. En það var sérlega skrýtið að lenda í því um hábjartan dag að ráðist hafi verið á mig." Hafa tímarnir breyst mikið frá því þú varst ungur? „Þeir em algjörlega svart og hvítt og breytingarnar hafa verið til hins verra. Ég hreinlega skil þetta ekki. Allar þessar fólskulegu árásir og þessi árans fíkniefni. Hér áður fyrr sá maður menn etja kappi og þá var hnefahöggum stundum beitt en menn gengu þó ekki svo langt að hálfdrepa hvor annan." Hvað er fram undan? „Ég ætla bara að vera glaður og kátur." ÆTLAR AÐ GLEÐJAST ÞRÁTTFYRIRALLT ■ Benni Hemm Henun og hljómsveit hans em á tónleika- ferðalagi þessa dagana og spila á Pusterviksbaren í Gautaborg í kvöld. í gær sló flokk- urinn upp konsert á VegaíKaup- mannahöfri og á morgun liggur leiðin til Ósló þar sem hljóm- sveitin kemur ff am á Spasibar. Á föstudag troða Benni og félagar $vo upp á „Restless Romance"- kvöldi á klúbbnum Debaser Slussen í Stokkhólmi, en það eru síðustu tónleikar ferðarinnar áður en sveitin snýr aftur til höfuð- stöðva. ■ Þau gleðitíðindi bámst hljóm- sveitinni Soundspell í nótt að hún væri komin í úrslit Alþjóð- legu lagasmíðakeppninnar (e. Intemational Songwriting Contest), en keppnin er p . , O gerðútfrá n Nashville og í dómnefnd Bg sitjaekki minnimenn enTom Waits, Jerry Lee Lewis, Robert Smith og Frank Black, forsprakki Pixies. Það er lagið Pound af nýj- ustu plötu Soundspell, An Ode to The Úmbrella, sem keppir nú við framúrskarandi lagasmíðar alls staðar að úr heiminum. Tilkynnt verður um sigurvegarann í apríl, en strákamir keppa í táninga- flokknum við tólf önnur bönd. Aðdáendur hljómsveitarinnar geta hjálpað tÚ með því að kjósa lagið áfram á heimasíðu keppn- innar: http://www.songwriting- competition.com/winners ■ Hörður Sveinsson, ljósmynd- ari tónlistarfólksins, fagnaði af- mæli sínu á Bamum um síðustu helgi. Haukur S. Magnússon, meðlimur hljómsveitar- innar Reykja- vík!, nýtti sér tækifærið þar sem hann á nú bráðum afmæli og fékk að bjóða nokkrum gestum líka. Hljómsveitin Reykja- vík! spilaði auk þess fyrir sveittan lýðinn en meðal gesta voru meðal annars meðlimir úr hljómsveit- inni Jakobínarína sem hafa verið þöglir sem gröfin varðandi sam- starfsslitin. Bjórinn virðist þó hafa losað um málbeinið um helgina en þeir kepptust víst við að deila því með afmælisgestum að Jakob- ínarína sé hætt. NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DVÁDV.IS DVer aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr.á mánuði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.