Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 06.02.2008, Blaðsíða 23
DV Fókus MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2008 23 Sum leikrit eru þannig vaxin að þau eiga allt sitt undir leikurunum. Þau þurfa ekki að vera miklar bókmenntir, hvorki írumleg né djúp, en ef leikendurnir eru skynsamlega valdir og ná réttum tökum er hægt að hafa af þeim verulega ánægju. Hver man ekki eftir Fjórum hjörtum Ólafs Jóhanns í Loftkastalanum á sínum tíma? Ekki er nú hægt að segja að það hafi verið verk sem „skildi mikið eftir" - og samt... hversu dásamlegar voru ekki gömlu stjörnurnar okkar sem kallarnir við spilaborðið: Rúrik, Bessi, Árni og Gunnar. Þarna stóðu þessir meistarar allir saman á sviðinu í síðasta skipti og minningin um leik þeirra yljar manni enn um hjartarætur. Þetta var ein af þeim fágætu leikhússtundum þar sem stjörnuleikurinn varð samleikur - og öfugt. Franska leikritið Hetjur, sem var frumsýnt á Nýja sviði Borgarleikhússins fyrir helgi, fjallar líka um gamla menn. Persónurnar eru þrír aldraðir herramenn á frönsku eiliheimili, sem allir eiga það sameiginlegtaðhafabaristífyrriheimsstyrjöldinni. Verkið er sem sagt skrifað fýrir þrjá roskna karlleikara. Þetta er kannski ekki stórbrotið skáldverk, en það er manneskjulegt og hlýlegt. Þessir menn hafa lent í hrikalegri lífsreynslu ungir að árum og hún hefur markað líf þeirra sfðan. Þeir eru að vissu leyti fastir í fortíðinni, samt reyna þeir að halda áfram. Sársaukinn hverfur aldrei, en það gerir vonin ekki heldur, eins þótt leiðinn og lúinn sæki nú að þeim af fullum þunga. Það bjargar líka miklu að hafa húmor. Stundum liggur við að manni dettí Beckett í hug - án þess ég sé að jafna höfundi þessa leiks við hann. Gerald Sibleyras, vel á minnst, hver er hann eiginlega? Um hann er ekki staf að finna í leikskránni. Þar eru ítarlegar æviskrár leikara og „listrænna stjómenda", en ekkert um LEIKDOMUR eftir Gerald Sibleyras Þýðandi: Pétur Gunnarsson Leikstjóri: Hafliði Arngrímsson Leikmynd og búningar: Júrgen Höth og Brit Daldrop Ljós: Kári Gíslason Hljóð: Ólafur Örn Thoroddsen Jon Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi þann sem skrifaði verkið! Ekki heldur á heimasíðu Leikfélags Reykjavíkur í Borgarleikhúsinu. Skipta umbúðirnar meira máli en innihaldið - jafhvel í leikhúsinu?! StórigallinnáuppsetninguLeikfélagsReykjavíkur er sá að tveir leikendannaerualltof ungir. Það er leitt að þurfa að segja það, en þetta fer með sýninguna. Þeir Sigurður Skúlason og Guðmundur Ólafsson eiga tíu, tuttugu ár - að mirmsta kostí - í það að geta leikið öldunga á trúverðugan hátt. Þó að Theódór Júlíusson sé auðvitað einnig maður á besta aldri er hann einn nógu öldurmannlegur til að orka nokkum veginn sannur í sínu hlutverki. Bæði Sigurður og Guðmundur lenda hins vegar í yfirborðsleik, jafnvel ofleik; á köflum er á mörkunum að þeir haldist í því stírðlega hreyfimunstri sem þeir hafa reynt að tíleinka sér. Svona leikendaval gætí gengið í gamanleik, í markvissum kómískum tilgangi, en í þessu tilviki er það fráleitt. Bæði Guðmundur og Sigurður em vandvirkir listamenn, hvomgur þeirra gerir neitt vanhugsað eða út í bláinn, en hér em þeir ekki á heimavelli - pent orðað. Leikmyndin á Nýja sviðinu er kapítuli út af fyrir sig. Hún er mjög stílfærð og, þannig séð, í ósamræmi við realisma leiksins. Holurnar og gjárnar í henni eiga líkast til að vísa í skotgrafirnar sem mennirnir máttu eitt sinn dúsa í; kannski sár fortíðarinnar, hvað veit ég. Nú skal skýrt tekið fram að ég hef, almennt séð, ekkert á móti stílfærðum eða symbóiískum leikmyndum, jafnvel í mjög realískum verkum. Spurningin er bara, alltaf og ævinlega, hvernig leiksvið og leikur vinna saman. Þar kemur til kasta leikstjórans sem - ef allt er með felldu - á að ráða grunntilhögun sviðsins ásamt leikmyndateiknaranum. En hér var eins og leikstjórinn hefði aldrei tekist á við verkefnið, reynt að leysa þrautina sem er að vísu, það skal fúslega viðurkennt, ekki auðveld viðfangs. Verkið sjálft er nefnilega svo kyrrstætt, svo lítil hreyfing á leikendum, að það getur verið erfitt að kalla hana eðlilega fram án þess að Ienda í tilgerð. I raun og veru er þetta verk ekkert síður fyrir útvarp en svið. Það leiðasta við þetta allt saman er að við eigum leikara sem hefðu vel getað notíð sín í leik sem þessum. Gunnar Eyjólfsson hefur ef til vill aldrei verið betri en nú síðustu árin, blómstrað í hverju hlutverkinu á fætur öðru. Erlingur Gfslason er í ágætu formi, eins þótt Þjóðleikhúsið hafi vannýtt hann af miklum dugnaði árum saman. Pétur Einarsson hefði líka mjög vel komið til greina og ekki einu sinni þurft að sækja hann út fyrir Leikfélagsstabbann. En nei, nei... þessir augljósu og ágætu kostir eru ekld teknir, kannski af því að leikstjórinn hefur viljað prófa eitthvað annað en hið sjálfsagða. Það er bara stundum þannig að hið sjálfsagða er best. mmm KRISTIN KRISTJÁNSDÓTTIR fóró Vitcibar HRAÐI: VEITINGAR VIÐMÓT: UMHVERFI LOFTNET Myndlistarmennirnir MARGRÉTH. BLÖNDAL, RÁÐHILDURINGADÓTTIR og TUMI MAGNÚSSON opna sýninguna Loftnet í sýningarýminu Co-Lab við Norre Sogade 17 Kaupmannahöfn á laugardaginn kemur. Co-Lab hefur verið starfrækt í tæpt árog einblínirá spennandi samtímalist. Sýningin stendurtil 9. mars. Leiðrétting Mistök urðu í myndbirtingu með leikdómi Jóns Viðars í blaðinu í gær um sýninguna Óþelló, Desdemóna og Jagó. DV biðst velvirðingar á því. Hildigunnur opnar í Nýló Nýlistasafitíð fagnar þrítugsaf- mæli sínu í ár og mun standa fýrir veglegri dagskrá á næstu mánuð- um þar sem hlúð verður sérstak- lega að merkilegri safneign þess. Samhliða því munu valdir lista- menn eiga eins konar samtal við. safheignina og mun Hildigunn- ur Birgisdóttir ríða á vaðið með einkasýrtíngu sinni „Tilgangsleysi allra hluta". Verk Hildigunnar byggjast gjaman á leikjum með tilheyrandi leikkerf- um og á sýningu sinni í Nýlista- safninu vinnur Hildigunnur með grafík og postulín. Sýrtíngin verður opnuð á föstudag- inn kemur klukkan 17.00 og stend- . ur yfir næstu þrjá mánuði. . Tískan á Sirkus Vera Pálsdóttir opnar sýninguna Tvö-þúsund-og-átta á Safnanótt á föstudaginn. Sýningin verður á Veggnum í Þjóðminjasafitínu og hefst klukkan 20.00. Sýning- in samanstendur af ljósmyndum sem Vera tók af fatatísku nútím- ans og em módelin fastagestir á skemmtístaðnum Sirkus sem nú stendur tíl að rífa. Það var einmitt kveikja sýningarinnar en allir sem að verkefitínu koma em fastagestir staðarins. HAMMARIA HEIMSMÆLIKVARÐA I SkYXDI Vegur hamborgaraunnandans er vandrataður og margt sem þar ber að varasL Blautir, örbylgjusoðnir svampborg- arar em þar efstir á lista og ættu helst ekld að fara inn fyrir varir nokkurs manns. Flipp-borgarar em líka varasamir. Því þó það lítí vel út á pappímum að bauna bemaise- sósu og eplum á borgarann drífur það ekki upp í murm og ofan í maga átakalaust. Við viljum ekki átök þegar hamborgarinn okkar er annars vegar, heldur óþynnta nautn og gleði. Þar kemur að besta hamborgarastað Reykjavíkurborgar og þó víðar væri leitað: Vitabar á homi Vitastígs og Bergþómgötu. Þangað er notalegt að koma á grámóskulegum sunnudögum og fá sér ljúffenga hambósteik. „Gleym mér ei" er í uppáhaldi, en borgarinn sá er hlaðinn safaríku grænmetí og gráðostí sem gefur honum karakter. Kartöflurnar sem fylgja með em eðalfínir, myndarlegir bátar í skinninu og á kantínum sletta af kokteilsósu. Þjónustan á Vitabar er heiðarleg og einkennist hvorki af uppskrúfaðri kurteisi né dónaskap heldur þægilegu viðmótí fólks sem þekkir sinn borgarara og sitt fólk. Eg hef komið þama nógu oft tíl þess að vita að gæðastaðall Vitabars er óhagganlegur og staður sem klúðrar aldrei kvöldmáltíð á greiða leið að hjarta mínu. Háskóla- tónleikar Djass-rokksveitin BonSom, leikur ffumsamin verk á há- skólatónleikum í Norræna hús- inu á hádegi í dag. BonSom samanstendur af þeim Andr- ési Þór Gunnlaugssyni, Eyjólfi Þorleifssyni, Scott McLemore og Þorgrími Jónssyni. Það kostar 1000 krónur inn á tónleikana, en helmings afsláttur er veittur eldri borgumm. Ókeypis er inn fyrir nemendur Háskóla íslands. * ■9

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.