Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Fréttir DV Cibeles-tískusýningin hófst i Madrid á Spáni á mánudaginn. Nú hafa þrjár sýningarstúlkur verið sendar til síns heima eftir að hafa verið úrskurðaðar of horaðar til að taka þátt. Á sýning- unni er þeim meinuð þátttaka sem eru með líkamsþyngdarstuðul (BMI) undir 18, en þyngdarstuðull stúlknanna var undir 16. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeiniwdv.is Enn einu sinni láta Spánverjar að sér kveða í umræðunni sem kennd er við stærð núll. Forráðamenn Cibeles-sýningarinnar í Madríd gáfu út þá yfirlýsingu að einung- is sýningarstúlkur sem hefðu til að bera heilbrigt útlit fengju að taka þátt í sýningunni. Nú þegar hafa þrjár stúlkur verið sendar til síns heima eftir að í ljós kom að lík- amsþyngdarstuðull þeirra mæld- ist (BMI) undir 16. Viðmiðið sem stúlkurnar þurfa að standast er 18 samkvæmt þeim stuðli. Næringarfræðingurinn Susana Monereo, sem sá um að vigta þær sjötíu stúlkur sem taka munu þátt í sýningunni, sagði að líkams- þyngdarstuðull 16 væri afar lágur: „Heilsa þeirra er kannski í lagi, en þær eru afskaplega horaðar," sagði Monereo. Skipuleggjendur sýning- arinnar neituðu að gefa upp nöfn stúlknanna, en báru til baka um- mæli Monereo sem hafði sagt að þær væru breskar. Þeir sögðu að hún hefði dregið þá ályktun eftir að hafa heyrt þær tala ensku. „I raun eru þær franskar, ítalskar og pólsk- ar,“ sagði talsmaður sýningarinnar. Ekki í fyrsta sinn Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Cibeles-sýningin grípur til þessa ráðs. f september 2006 var of hor- uðum sýningarstúlkum meinað- ur aðgangur að sýningarpöllum sýningarinnar. í Mflanó og víðar var farið að fordæmi skipuleggj- enda Cibeles-sýningarinnar sem höfðu heilbrigði sýningarstúlkna að leiðarljósi og einnig áhyggjur af því að útlit þeirra væri hvati að lystarstoli meðal unglingsstúlkna. Nokkrar sýningarstúlkur dóu úr hor árið 2006 í Brasilíu og Úrúgvæ og í kjölfarið varð hávær umræða um holdafar þeirra og næringu eða næringarleysi. Nú hafa skipuleggjendur Tísku- vikunnar í Lundúnum verið hvattir til að fara að fordæmi Spánverja. En þar á bæ eru menn ekki reiðubún- ir að grípa til slíkra örþrifaráða enn sem komið er. Margir í breska tísku- geiranum óttast landflótta sýning- arstúlkna ef þær verða neyddar til að stíga á vigtina eða bæta á sig ein- hverjum grömmum til að fá leyfi til að stíga á pall. Bresku tískusamtökin lögðu í september til nokkrar tillögur og meðal þeirra var að stúlkum und- ir sextán ára aldri yrði bannað að taka þátt í tískusýningum. Frá og með september á næsta ári verður sýningarstúlkum skylt að reiða fram heilbrigðisvottorð góðri heilsu sinni til staðfestu. Samkvæmt skilgrein- ingu Heilbrigðisstofnunar Sam- einuðu þjóðanna (WHO), er sá of horaður sem er með líkamsþyngd- arstuðul undir 18,5. Sporgöngumenn á Spáni Fyrir ári ákváðu stjórnvöld á Spáni að ekki væri nóg gert í for- vörnum vegna lystarstols. Sam- fara ákvörðun tískugeirans um að standa fyrir aðgerðum til að berj- ast gegn lystarstoli gerðu stjórnvöld og stórar tískukeðjur með sér sam- komulag um að fita þyrfti gínur í gluggum verslana og þær klæddar fötum af stærð 38 eða stærri. Á næstu árum verður grindhor- uðum gínum í verslunargluggum skipt út fyrir gínur sem geta borið fatastærð 38. i**§asi / Enn fremur var ákveðið að stærð 46 yrði flokkuð sem eðlileg stærð til að taka meira tillit til raunverulegr- ar fatastærðar viðskiptavina. Elena Saigado, heilbrigðisráðherra Spán- ar, fagnaði samkomulagi síðasta árs og sagði það sigur á þeim viðhorf- um sem tískuiðnaðurinn ýtti und- ir og hefðu í för með sér að stúlk- ur sæktust eftir holdafari sem væri blátt áfram hættulegt heilsu þeirra. Ef forvfgismenn fleiri tískusýn- inga tileinkuðu sér viðhorf Cibel- es-sýningarinnar er hætt við að eft- Hún lést í nóvem- ber2006 tuttugu og eins árs og vó aðeins um fjörutíu kíló þegar hún lést. irsóttar sýningardömur á borð við Lily Cole, Erin O'Connor og Evu Herzigova yrði brugðið, en hver veit nema þær yrðu heilbrigðar fýrir-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.