Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Blaðsíða 9
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 9
myndir þúsunda stúlkna um allan
heim í stað þess að líta út eins og
þær hafi ekki fengið ærlega máltíð
í mörg ár.
Yfir móðuna miklu
Ein þeirra sýningarstúlkna sem
laut í lægra haldi fyrir lystarstoli
var Ana Carolina Weston. Hún lést
í nóvember 2006 tuttugu og eins
árs og vó aðeins um fjörutíu kíló
þegar hún lést. Ferill Weston hófst
þegar hún var þrettán ára og sigr-
aði í fegurðarsamkeppni í heima-
bæ sínum, Jundiai, í úthverfi Sao
Paulo í Brasilíu. Hún hafði glímt
við hvort tveggja lystarstol og lotu-
græðgi. Ef miðað er við þær mæl-
ingar sem líkamsþyngdarstuð-
ull miðast við hafði Ana Carolina
Weston stuðulinn 13,4.
Luisiel Ramos lést í septemb-
er 2006 þegar hún var að skipta
um föt baksviðs á tískusýningu í
Úrúgvæ. Dánarorsökin var sögð
vera hjartaáfall, en að sögn föður
hennar hafði hún fastað í marga
daga. Dauði Luisiel Ramos er tal-
inn vera kornið sem fyllti mælinn
og varð til þess að á tískusýningum
í Madríd var lagt bann við því að of
horaðar sýningarstúlkur spröng-
uðu um sýningarpalla þar á bæ.
Skopteikningarnar af Múhameð spámanni ekki gleymdar:
Danska öryggisþjónustan hand-
tók í gærmorgun þrjá menn sem
grunaðir voru um að ætía að myrða
einn teiknaranna sem teiknuðu
myndir af spámanninum Múham-
eð sem voru birtar í Jótíandspóst-
inum síðla árs 2005. Mennirnir sem
um ræðir eru tveir Túnisbúar og einn
Dani, sem er af marokkóskum upp-
runa.
Aðgerðir öryggisþjónustunnar
áttu sér stað í Árósum og fréttir voru
upphaflega nokkuð misvísandi og
talið var að fimm menn hefðu verið
handteknir, en það hafði ekki feng-
ist staðfest í gær. Lögreglan sagði
að handtökurnar hefðu verið fram-
kvæmdar til að koma í veg fyrir morð
af hryðjuverkatoga, en vildi ekki
upplýsa hvaða teiknari hefði ver-
ið ætlað skotmark mannanna. Líkur
hafa verið leiddar að því í dönskum
fjölmiðlum að skotmarkið hafi verið
Kurt Westergaard.
Kurt Westergaard er einn tólf
teiknara sem komust í sviðsljósið
árið 2005 eftir að teikningar af spá-
manninum birtust í Jótíandspóst-
inum og í framhaldi af því í tugum
dagblaða og leysti úr læðingi hávær
mótmæli í múslímskum samfélög-
um. Teiknurunum bárust í kjölfar-
Pakistan 2006 Danski fáninn brenndur til að mótmæla skopteikningunum.
ið líflátshótanir og víða í hinum ís-
lamska heimi braust út andóf gegn
Danmörku og ofbeldisfullar aðgerð-
ir gegn dönskum hagsmunum auk
þess sem nokkur lönd kölluðu sendi-
herra sína heim frá Danmörku.
Westergaard hefur margoft feng-
ið líflátshótanir síðan myndirn-
ar birtust og hefur verið undir lög-
regluvernd síðastliðna þrjá mánuði
og þurft, ásamt eiginkonu sinni, að
skipta oft um aðsetur.
Handtökur í Danmörku
Stjórnarandstaðan í Kenía réttir fram sáttahönd:
Reiðubúin í samsteypustjórn
Nýtt tilboð af hálfu lýðræðis-
hreyfingar stjórnarandstöðunnar í
Kenía gæti orðið til þess að hleypa
nýju lífi í samningaviðræður stjórn-
arandstöðunnar og stjórnar lands-
ins sem hingað til hafa borið lítinn
ávöxt. Stjórnarandstaðan lýsti því
yfir í gær að hún væri reiðubúin
til að taka þátt í samsteypustjórn í
samvinnu við Mwai Kibaki, forseta
landsins, sem vann sigur í umdeild-
um kosningum í desember.
Tilboð stjórnarandstöðunnar
er talið geta brotið blað í viðleitni
til að lægja þær öldur ofbeldis sem
brotnað hafa á hluta Kenía vegna
óánægju með niðurstöðu kosn-
inganna sem að margra mati voru
falsaðar. Hingað til hefur stjórn-
arandstaðan með Raila Odinga í
fararbroddi ekki ljáð máls á sam-
steypustjórn nema Kibaki viður-
kenndi að hafa haft rangt við í kosn-
ingunum.
William Ruto hjá Rauðgulu lýð-
ræðishreyfingunni sagði að sá bögg-
ull fylgdi skammrifi að þeir krefðust
þess að nýjar kosningar færu fram
2010. Hann sagði að markmið þess-
arar samvinnu ætti meðal annars
að vera að bæta það tjón sem víða
hefur orðið vegna undanfarinna
átaka. Einnig ætti að koma á lagg-
irnar nefnd sem fengi það hlutverk
að brjóta til mergjar þær deilur sem
hefðu dregið þjóðina inn í ofbeldis-
ölduna.
Samningafulltrúi stjórnarinnar,
Mutula Kilonzo, staðfesti að stjórn-
inni hefði borist tilboð stjórnarand-
stöðunnar og tilboðið yrði reifað til
að sjá hvort það væri aðgengilegt.
Ekki er á hreinu hver afstaða Ra-
ila Odinga, helsta leiðtoga stjórn-
arandstöðunnar, gagnvart þessu
samvinnutilboði er. Á laugardag-
inn var hann ómyrkur í máli þegar
hann sagði við stuðningsmenn sína
að Kibaki yrði að segja af sér, ella
yrði kosið að nýju og það væri ekki
samkomulagsatriði. Á sunnudag-
inn sagði hann að hann væri reið-
búinn til að „gefa og taka", en víst er
að hann er undir miklum þrýstingi
af hálfu stuðningsmanna sinna.
Raila Odinga
Leiðtogi
stjórnarandstöð-
unnar hefur verið
ósveigjanlegur í
afstöðu sinni
hingaðtil.
Minnistöflur
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN
Úrlífshættu
José Ramos-Horta, forseti Austur-
Tímor, er úr lífshættu eftir morðtil-
ræðið sem honum var sýnt síðast-
liðinn mánudag. Árásin var gerð við
heimili forsetans og í kjölfarið var
flogið með hann til Darwin í Ástr-
alíu. Þar var honum haldið sofandi,
en hann hafði hlotið alvarleg skot-
sár. Forvígismaður uppreisnarafla
á Austur-Tímor, Aifredo Reinado
majór, var felldur af öryggisvörðum
í árásinni. Sama morgun var gerð
tilraun til að ráða forsætisráðherra
af dögum, en sú tilraun mistókst.
Neyðarlög voru sett á í kjölfar árás-
anna og að sögn varnarmálaráð-
herrans er ástand í höfuðborginni
Dili stöðugt.
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
2002 í Finnlandi
FOSFOSER
MEMORY
Valið fæðubótarefni ársins