Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Qupperneq 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 9 myndir þúsunda stúlkna um allan heim í stað þess að líta út eins og þær hafi ekki fengið ærlega máltíð í mörg ár. Yfir móðuna miklu Ein þeirra sýningarstúlkna sem laut í lægra haldi fyrir lystarstoli var Ana Carolina Weston. Hún lést í nóvember 2006 tuttugu og eins árs og vó aðeins um fjörutíu kíló þegar hún lést. Ferill Weston hófst þegar hún var þrettán ára og sigr- aði í fegurðarsamkeppni í heima- bæ sínum, Jundiai, í úthverfi Sao Paulo í Brasilíu. Hún hafði glímt við hvort tveggja lystarstol og lotu- græðgi. Ef miðað er við þær mæl- ingar sem líkamsþyngdarstuð- ull miðast við hafði Ana Carolina Weston stuðulinn 13,4. Luisiel Ramos lést í septemb- er 2006 þegar hún var að skipta um föt baksviðs á tískusýningu í Úrúgvæ. Dánarorsökin var sögð vera hjartaáfall, en að sögn föður hennar hafði hún fastað í marga daga. Dauði Luisiel Ramos er tal- inn vera kornið sem fyllti mælinn og varð til þess að á tískusýningum í Madríd var lagt bann við því að of horaðar sýningarstúlkur spröng- uðu um sýningarpalla þar á bæ. Skopteikningarnar af Múhameð spámanni ekki gleymdar: Danska öryggisþjónustan hand- tók í gærmorgun þrjá menn sem grunaðir voru um að ætía að myrða einn teiknaranna sem teiknuðu myndir af spámanninum Múham- eð sem voru birtar í Jótíandspóst- inum síðla árs 2005. Mennirnir sem um ræðir eru tveir Túnisbúar og einn Dani, sem er af marokkóskum upp- runa. Aðgerðir öryggisþjónustunnar áttu sér stað í Árósum og fréttir voru upphaflega nokkuð misvísandi og talið var að fimm menn hefðu verið handteknir, en það hafði ekki feng- ist staðfest í gær. Lögreglan sagði að handtökurnar hefðu verið fram- kvæmdar til að koma í veg fyrir morð af hryðjuverkatoga, en vildi ekki upplýsa hvaða teiknari hefði ver- ið ætlað skotmark mannanna. Líkur hafa verið leiddar að því í dönskum fjölmiðlum að skotmarkið hafi verið Kurt Westergaard. Kurt Westergaard er einn tólf teiknara sem komust í sviðsljósið árið 2005 eftir að teikningar af spá- manninum birtust í Jótíandspóst- inum og í framhaldi af því í tugum dagblaða og leysti úr læðingi hávær mótmæli í múslímskum samfélög- um. Teiknurunum bárust í kjölfar- Pakistan 2006 Danski fáninn brenndur til að mótmæla skopteikningunum. ið líflátshótanir og víða í hinum ís- lamska heimi braust út andóf gegn Danmörku og ofbeldisfullar aðgerð- ir gegn dönskum hagsmunum auk þess sem nokkur lönd kölluðu sendi- herra sína heim frá Danmörku. Westergaard hefur margoft feng- ið líflátshótanir síðan myndirn- ar birtust og hefur verið undir lög- regluvernd síðastliðna þrjá mánuði og þurft, ásamt eiginkonu sinni, að skipta oft um aðsetur. Handtökur í Danmörku Stjórnarandstaðan í Kenía réttir fram sáttahönd: Reiðubúin í samsteypustjórn Nýtt tilboð af hálfu lýðræðis- hreyfingar stjórnarandstöðunnar í Kenía gæti orðið til þess að hleypa nýju lífi í samningaviðræður stjórn- arandstöðunnar og stjórnar lands- ins sem hingað til hafa borið lítinn ávöxt. Stjórnarandstaðan lýsti því yfir í gær að hún væri reiðubúin til að taka þátt í samsteypustjórn í samvinnu við Mwai Kibaki, forseta landsins, sem vann sigur í umdeild- um kosningum í desember. Tilboð stjórnarandstöðunnar er talið geta brotið blað í viðleitni til að lægja þær öldur ofbeldis sem brotnað hafa á hluta Kenía vegna óánægju með niðurstöðu kosn- inganna sem að margra mati voru falsaðar. Hingað til hefur stjórn- arandstaðan með Raila Odinga í fararbroddi ekki ljáð máls á sam- steypustjórn nema Kibaki viður- kenndi að hafa haft rangt við í kosn- ingunum. William Ruto hjá Rauðgulu lýð- ræðishreyfingunni sagði að sá bögg- ull fylgdi skammrifi að þeir krefðust þess að nýjar kosningar færu fram 2010. Hann sagði að markmið þess- arar samvinnu ætti meðal annars að vera að bæta það tjón sem víða hefur orðið vegna undanfarinna átaka. Einnig ætti að koma á lagg- irnar nefnd sem fengi það hlutverk að brjóta til mergjar þær deilur sem hefðu dregið þjóðina inn í ofbeldis- ölduna. Samningafulltrúi stjórnarinnar, Mutula Kilonzo, staðfesti að stjórn- inni hefði borist tilboð stjórnarand- stöðunnar og tilboðið yrði reifað til að sjá hvort það væri aðgengilegt. Ekki er á hreinu hver afstaða Ra- ila Odinga, helsta leiðtoga stjórn- arandstöðunnar, gagnvart þessu samvinnutilboði er. Á laugardag- inn var hann ómyrkur í máli þegar hann sagði við stuðningsmenn sína að Kibaki yrði að segja af sér, ella yrði kosið að nýju og það væri ekki samkomulagsatriði. Á sunnudag- inn sagði hann að hann væri reið- búinn til að „gefa og taka", en víst er að hann er undir miklum þrýstingi af hálfu stuðningsmanna sinna. Raila Odinga Leiðtogi stjórnarandstöð- unnar hefur verið ósveigjanlegur í afstöðu sinni hingaðtil. Minnistöflur Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN Úrlífshættu José Ramos-Horta, forseti Austur- Tímor, er úr lífshættu eftir morðtil- ræðið sem honum var sýnt síðast- liðinn mánudag. Árásin var gerð við heimili forsetans og í kjölfarið var flogið með hann til Darwin í Ástr- alíu. Þar var honum haldið sofandi, en hann hafði hlotið alvarleg skot- sár. Forvígismaður uppreisnarafla á Austur-Tímor, Aifredo Reinado majór, var felldur af öryggisvörðum í árásinni. Sama morgun var gerð tilraun til að ráða forsætisráðherra af dögum, en sú tilraun mistókst. Neyðarlög voru sett á í kjölfar árás- anna og að sögn varnarmálaráð- herrans er ástand í höfuðborginni Dili stöðugt. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 2002 í Finnlandi FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.