Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Með GSM á sjónum Trillusjómaður frá Vestmanna- eyjum tilkynnti símafyrirtækinu Vodáfone að hann væri hættur að nota NMT-símann á sjónum, hann næði nú GSM-sambandi í þrjáttu mílna fjarlægð frá Eyjum. Vodafone vinnur nú að því að fjölga sendum vítt og breitt um landið og verða fimmtíu sendar teknir í notkun í þessari lotu. Gert er ráð fyrir að uppsetningu send- anna verði að fullu lokið á fyrri- hluta þessa árs og verði þá koniiö GSM-símsamband á megniö af há- lendinu og miðunum. Fundað um þjóðlendur Árni Mathiesen fjármálaráö- herra ætlar að mæta til aðalfundar með l.andsamtökum landeigenda sem haldinn verður á morgun. I.andsamtökin gera ráð fyrir nýju útspili ráðherrans í deilu um þjóð- lendukröfur ríkisins. I'jármálaráð- herra hyggst kynna þjóðlendu- kröfur ríkisins fyrir vestanvert Norðurland nú í mánuðinum. Stjórn I.andsamtaka landeig- enda efnir til fundaraðar vegna þjóðlendukrafna og er áætfað að funda í Kangárvallasýslu. Landsam- tökin berjast fyrir því að eignarrétt- ur landeigenda sé virtur og að ríkið fari að stjórnarskrá og mannrétt- indasáttmála í kröfum sínum. Rögnvaldur Jóhannesson, eigandi Bílasölu Selfoss og einn þekktasti bílasali landsins, talar um bílabæinn Selfoss, menninguna og hvaö er svona sérstakt við Selfoss. Ertu Selfyssingur í húð og hár? „Ég fluttist til Selfoss aðeins tveggja ára að aldri og er því ekkert annað en Selfyssingur í húð og hár." Hvað er svona sérstakt við Selfoss? „Það sem er sérstakt við Selfoss er meðal annars það að Selfoss er bíla- bær með meiru þar sem allir keyra í hringi og eru með strípur." Vita allir allt um alla? „Það verður eiginlega að viður- kennast að á stað sem þessum þekk- ir maður ansi marga. Tilfinningin er stundum sú að hér viti nánast allir alltumalla." Er hin þekkta bílamenning á Selfossi enn við völd? „Bílamenningin er án efa enn við völd hér á Selfossi. Þetta virðist bara vera í blóðinu á okkur svo smitum við eldri og reyndari lfklega þá yngri og óreyndari af þessari dellu!" Hvernig heldur þú að bíla- menningin sé til komin? „Ég hef satt best að segja oft velt þessu fyrir mér, það er kannski ákveðin flatneskja í gangi á svona litl- um stað sem verður til þess að svona menning verður til. Svo eru bara svo miklir töffarar hérna á Selfossi." Skapar bíllinn manninn? „Sem bílasali og bílaáhugamað- ur verð ég að svara þessari spurn- ingu játandi því á vissan hátt skapar bíllinn manninn. Bíllinn getur án efa sagt margt um manninn." Hvaða bílar eru vinsælastir þessa stundina? „Audi Q7 hafa verið mjög vinsæl- ir upp á síðkastið enda um klassabíla að ræða." Finnur þú fyrir því að farið sé að harðna í ári? „Við höfurn fúndið fyrir örlitlum samdrætti en alls engri kreppu, það er alltaf fullt að gera hjá okkur héma á bílasölunni." Uppáhaldsbíllinn þinn? „Porsche 911." Ferð þú oft á rúntinn? „Já, það er ekki annað hægt, á góðum dögum tek ég rúnt á Corv- ettunni minni." Árshátíflir Sviðamessa dags. 23/02 2008 Allthitt Fundir og ráðstefnur frá 2- 200 manns Heill dagur á Strandarvelli. Gisting í tveggja manna herbergi. 4 rétta hátíðarmatseðill. Árshátíðir. Brúðkaupsveislur. Afmælisveislur. Fermingaveislur. Gerum tilboð í veislur og veitingar. Dinnertónlist o'g dansleikur. Brunch. Pinnamatur/brauðtertur/snittur/hlað- borð/a la carte/kökuhlaðborð/hádegis verður/kvöldverður og fleira. Salur fyrir allt að 240 manns. Föstudag til laugardags. kr. 8.400.- Laugardag til sunnudags. kr. 9.400. Bjóðum upp á fordrykk í Sögusetrinu. kr. 950.- Óvissuferðir/Jeppaferðir/Njáluferðir/ strandferð með hertrukklfjórhjólaferðir/ hestaferðir Verð án gistingar kr. 4.900. Verð með gistingu kr. 8.400. Gisting í tveggja manna herbergi. Aðalréttir Svið, reykt og ný; sviðasulta, sviðalappir og 3 rétta kvöldverður. aðrir réttir. Eftirréttahlaðborð Morgunverður. Kvöldið byrjar kl. 19:00 með fordrykk í Á leiðini heim: Komið við á Strandavelli og tekinn einn hringur. Sögusetrinu þar sem verður messað yfir fólki. kl. 20:00 byrjar borðhald með ýmsum skemmtiatriðum. Verðkr. 11.000,- ^ Veislustjúri verður Árni Johnsen Eftir borðhald og skemmtiatriði er dansleikur. Verð án gistingar kr. 3.900.-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.