Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Side 26
26 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV Bæjarstjórn Hvera- gerðis fyrirhugar að reisa svokallað mjúkhýsi og er það hluti af uppbygg- ingu íþróttamann- virkja í bænum. Húsið getur fallið saman á 10 mínút- um, segir Herdís Þórðardóttir, bæjar- fulltrúi minnihlut- ans. „Ný hugsun sem gerir minni bæjarfélögum kleift að uppfylla kröfur nútímans til íþrótta- iðkunar/4 segir Al- dís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri. „Við í Hveragerði þurfum að fara í uppbyggingu á íþróttamannvirkj- um en uppblásin hús eru ekki lausn sem okkur hugnast," segir Herdís Þórðardóttir, bæjarfulltrúi minni- hlutans í Hveragerði. „Á kynningu sem framleiðendur héldu fyrir bæj- arstjórn kom í ljós að ef gat kemur á gúmmíið getur húsið fallið saman á tíu mínútum," segir hún. Gæti hentað minni bæjar- félögum Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, segir hugmyndina bera vott um nýja hugsun á íslandi. „Þetta er algjörlega ný hugmynd hér heima en hefur verið notað víða er- lendis. Svona mjúkhýsi eru notuð í Bretlandi, í Bandaríkjunum, aust- antjaldslöndunum og á Norður- Gervigrasvöllur Rekstrarkostnaður jafnast á við upphitunarkostnað á gervigrasvelli utanhúss, segir bæjarstjóri Hveragerðisbæjar. löndum svo dæmi séu tekin. Ýmist sem knattspyrnuhús, frjálsíþrótta- hús eða jafnvel sundlaugar," segir Aldís sem bindur vonir við að fram- kvæmdin verði samþykkt af bruna- málastofnun og rannsóknarstofnun byggingariðnaðarins. „Þetta er lausn sem gæti gert minni bæjarfélögum kleift að upp- fylla kröfur nútímans til íþróttaiðk- unar," segir Aldís en kostnaðurinn er margfalt minni en við byggingu venjulegs íþróttahúss. „Við reiknum með að kostnaðurinn við að reisa mjúkhýsi og inni í því hálfan gervi- grasvöll nemi um 200 milljónum króna," segir Aldís en það er einung- is þriðjungur eða helmingur þeirra upphæða sem nýlegar íþróttahallir á íslandi hafa kostað. Kostnaðinn við rekstur hússins segir Aldís óverulegan. „Rekstrar- kostnaðurinn er sambærilegur við það að hita upp venjulegan gervi- grasvöll, án yfirbyggingar. Við telj- um kostnaðinn því vel yfirstíganleg- an." Tilraunaverkefni á börnum Minnihlutanum í bæjarstjórn líst afar illa á þessa hugmynd, að sögn Herdísar. „Við óttumst að þetta hús muni ekki standast íslenskt veður- Herdís Þórðardóttir baejarfulltrúi Minnihlutanum hugnastekki uppblásið íþróttahús. far auk þess sem auðveldlega mætti vinna skemmdir á húsinu með ófyr- irséðum afleiðingum. Við viljum ekki að bæjarstjórnin í Hveragerði standi að tilraunaverkefni á börn- unum okkar," segir hún og bætir við að Brunamálastofnun hafi nú þegar Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði Segir að mjúkhýsi geti orðið framtíðarlausn fyrir minni sveitarfélög. hafnað þessari hugmynd. „Bæjarstjórnin hefur nú þegar fengið höfnun frá Brunamálastofn- un á þeirri forsendu að það sé bann- að að setja upp skemmtitjöld til lengri tíma en mánaðar í senn. Það Mjúkhýsi Minnihlutinn efast um að húsið standist (slenska veðráttu. segir allt sem segja þarf. Við þurfum að byggja alvöru íþróttamannvirki en ekki uppblásið hús," segir Her- dís og bætir við. „Það þarf að vinna að uppbyggingu íþróttamannvirkja á metnaðarfullan hátt, en ekki til bráðabirgða". Hætta á tjóni Girða þarf húsið allan hringinn til að verja það fyrir hugsanlegum tjónvöldum. Aldís segir að vissulega sé hægt að vinna skemmdir á hús- inu ef einbeittur brotavilji ráði för. „Það er auðvitað hægt að skemma allt mögulegt. Hér í Hveragerði eru til dæmis mörg gróðurhús sem auð- veldlega er hægt að skemma. Þrátt fýrir það hafa þau fengið að vera í friði," segir hún og blæs á gagnrýni minnihlutans. „Gagnrýni þeirra hefur aðallega snúist um útlit húss- ins. Ég get ekki séð að þetta sé verra en þær íþróttahallir sem reistar hafa verið hingað til," segir Aldís en hug- myndin að þessari lausn kom frá Knattspyrnusambandi fslands. „Við fengum ábendingu um að þetta gæti verið sniðug lausn og því viljum við athuga hvort hún er raunhæf. Ef til- skilin leyfi fást ekki til uppsetning- ar á þessu húsi nær það ekki lengra. Svo einfalt er það," segir hún að lok- um en mjúkhýsið er á fjárhagsáætl- un þessa árs. TIU ÞUSUND FINGUR Meira en tíu þúsund fingur hafa leikið fagra tónlist á þetta píanó, síðan það kom í Húsið á Eyrarbakka, árið 1871. Það var flutt á seglskipi til landsins, í árabáti upp í fjöru, þaðan sem fjórir menn báru það heim í grenjandi rigningu. En þú getur snert það núna í Húsinu á Eyrarbakka. Qpið alla daga frá 15. maí til 15. sept. rnilli kl 11 -18. fl öðrum tímum eftir samkomulagi. sími 483 1504 | husid@south.is | www.husid.com Sími 899-2910 Staöurinn sem kemur til þín Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 14. feb 15. feb Flúðir 16. feb Reykholt 21. feb Laugarvatn 22. feb Árnes 23. feb Borg 28. feb 29. feb Flúðir 1. mars Reykholt Staöurinn sem kemur til þín Opiö frá kl: 18:00-21:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.