Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Side 28
28 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Suöurland DV
Fæddur Sunnlendingur „Ég held að sambands-
menn hafi ekki gáð að sér. Þeir voru auðvitað að
fikta við hluti sem Baugur tók svo upp," segir Guðni.
Þriöji þingmaður Suðurlands er fæddur á Brúna-
stöðum í Hraungerðishreppi. Hann segir Fram-
sóknarflokkinn þurfa landvinninga á höfuðborgar-
svæðinu ef vel eigi að takast til i næstu kosningum.
Hins vegar tilheyri stór hluti Suðurlandsins höfuð-
borgarsvæðinu í krafti bættra samgangna. Guðni
er andsnúinn Evrópusambandsaðild og vill halda
samvinnuhugsjóninni á loft á ný.
FRAMSOKNARMENN
„Ég þekki Suðurlandið út og inn, fæddur á
Brúnastöðum í Flóa. Brúnastaðir eru efst í Fló-
anum upp við Hvítá. Við vorum sextán systkinin
og erum fimmtán á lífi. Það verður með Ágúst
á Brúnastöðum eins og JÓn Arason biskup að
eftir fimm hundruð ár verða allir fslendingar
út af honum komnir og minni göfúgu móður,
Ingveldi Ásgeirsdóttur," segir fyrrverandi land-
búnaðarráðherra, Guðni Ágústsson, formaður
Framsóknarflokksins.
Guðni starfaði hjá Mjólkurbúinu fyrir þing-
mennsku og var út um sveitir að vinna með
bændum. Hann segir það hafa verið jafnvel
skemmtilegra starf en þingmennskuna. Hann
segir einnig að það yndislegasta við pólítísk
störf sé að kynnast fólkinu í kjördæmunum.
„Mér fannst gaman að finna hvað höfuðborgar-
búar stóðu vel með mér í mörgum málum sem
snéru að sveitinni enda er nú svo komið að flest-
ir þéttbýlisbúar eiga sér með einum eða öðrum
hætti athvarf í náttúrunni, heilsárshús eða jarð-
arskika."
Kynnin við umbjóðendurna í landinu virðast
þó fjarlægari eftir því sem kjördæmin stækka.
„Reyndar eru norðurkjördæmin sennilega hvað
erfiðust í þessu tilliti. Suðurkjördæmið er í raun-
inni auðvelt yfirferðar. Þrír fjórðu íbúanna eru í
innan við kluldaistundar færi ff á höfuðborginni,
Suðumesin, Suðurlandsundirlendið og Vest-
mannaeyjar."
Áfall kosninganna
„Framsóknarmenn hafa haft sterka stöðu í
öllum landsbyggðarkjördæmum í gegnum tíð-
ina. Við höfum það reyndar ennþá, bæði á Norð-
urlandi eystra og vestra og Suðurlandi, þótt alls
staðar hafi dregið úr í áfalli síðustu kosninga.
Sjálft suðurkjördæmið er vítt og breitt og nær nú
ffá Hornafirði og heim að Straumsvík. Við höf-
um alltaf verið mjög sterkir í hinu gamla suður-
kjördæmi og eigum þar gott vígi," segir Guðni
og virðist ekki svartsýnn þrátt fyrir slakt gengi
Framsóknarflokksins í síðustu kosningum.
„Við fórum náttúrulega áberandi verst út úr
kosningunum á höfuðborgarsvæðinu og mis-
stum okkar fulltrúa í Reykjavík. Á síðustu árum
höfum við staðið í innri átökum og verið í vondri
umræðu, oft ranglega bendlaðri við spillingu og
sitthvað. Þetta hefúr gert það að við höfum misst
frá okkur gott fólk," segir Guðni. Hann segir það
brýnast fýrir Framsóknarflokkinn að vinna höf-
uðborgarsvæðið að nýju. „Ég þykist merkja það
að átökin séu að baki og nú taki við tími upp-
byggingar. Það eru aðrir flokkar sem eiga í meiri
innbyrðis erjum um þessar mundir."
Suðurlandið og borgin
„Málið er það að Suðurlandið tilheyrir að
miklu leyti höfuðborgarsvæðinu, eins og málin
hafa þróast. Ég bý á höfúðborgarsvæðinu af því
að ég bý á Selfossi," heldur Guðni áfram. Hann
segir Framsóknarflokkinn eiga jafnt erindi við
þéttbýlisbúann og bóndann.
„Við þurfum að átta okkur á því að höfúð-
borgarsvæðið nær í raun frá Holtavörðuheið-
inni í norðri og alla leið austur á Hvolsvöll. Fólk
vill geta búið í dreifbýli eða byggðarkjörnum
í sveitinni og sótt flest sem þarf til höfuðborg-
arinnar. Núna blasir við að vegurinn um Hell-
isheiði verði tvöfaldaður. Þetta er jafnmikið
hagsmunamál fyrir Sunnlendinga og það er fýr-
ir höfuðborgarbúa og í raun þarf að tryggja að
stofnæðar verði tvöfaldar frá Selfossi og alla leið
í Borgarnes."
„Ég hef meiri áhyggjur af byggðinni sem nær
frá Markarfljóti og austur að Hornafjarðarfljóti.
Þarna eru dreifðar byggðir á þtjú hundruð laló-
metra vegarkafla sem stjórnvöld þurfa að vaka
yfir og taka á með."
Heiðarlegir framsóknarmenn
Guðni lætur ekki skína í að hrakfarir Fram-
sóknarflokksins á undanförnum árum valdi
honum hugarangri. „Það er öllum hollt að vera
í stjórn í einhvern tíma og svo náttúrulega í
stjórnarandstöðu. Sjálfstæðisflokkurinn hef-
ur haft yfirburðastöðu hér síðustu árin og get-
að valið sér annan flokk til samstarfs. Á meðan
eiga engir aðrir möguleika. Nú er Sjálfstæðis-
flokkurinn bráðum búinn að sitja í tuttugu ár að
kjötkötíunum. Við sjáum þess merki að hann á
orðið ráðuneytin og verkefnin og situr þarna og
drottnar. Þetta er hættuleg vegferð."
Guðni kveðst greina þreytumerki hjá gamla
samstarfsflokknum og segir að fyrir Framsókn-
arflokkinn liggi tækifæri í því að tapa í kosning-
um og taka út áfallið. ,yið getum núna hreins-
að okkur af því sem reynst hefur okkur erfitt og
ég kvíði ekki því verkefhi. Framsóknarmenn eru
yfirhöfuð heiðarlegt fólk og við viljum heiðarleg
vinnubrögð. Þannig er okkar sigling."
Samvinnan
Guðni er ánægður með árangur sveitarfélag-
anna á Suðurlandi. „Það hefúr verið mikilll upp-
gangur í stóru sveitarfélögum kjördæmisins,
reyndar sérstaklega í Reykjanesbæ og Árborg
þar sem fólksfjölgun hefur verið hlutfallslega
mest á síðustu árum. Framsóknarmenn hafa
verið í meirihluta í Árborg og auðvitað erum við
stolt af okkar verkum þar" segir Guðni.
Hann bendir á að sveitarfélögum í örum
vexti sé oft þröngur stakkur sniðinn hvað varð-
ar tekjustofna. „Stærri sveitarfélögin telja sig
gjarnan ráða við stærri og meiri verkefni og telja
auðvitað betra að þau séu unnin heima fyrir en
á vegum ríkisins. Smærri sveitarfélögin þjást svo
af því að þau telja sig ekki fá þær tekjur sem þarf
frá einstaklingunum til þess að reka öfluga þjón-
ustu. Allir vija öfluga þjónustu." Sveitarfélögin
verði hins vegar fyrst og fremst að líta á starf sitt
sem samvinnuverkefhi með ríkisvaldinu á hverj-
um tíma. Einnig getí sveitarfélög tekið að sér
stærri verkefni með því að taka höndum saman
við önnur byggðarsamlög um þau verkefni sem
hagkvæmt sé að vinna í sameiningu.
„Ég held að fátt sé mMvægara en að valdið
og ákvarðanatakan færist nær fólkinu og þama
er leiðin fær. Auðvitað hafa ekki öll sveitarfélög
ráð á að hafa leikskólann gjaldfrjálsan. Þarna er
munur á milli sveitarfélaganna. Það þarf engu
að síður að hlúa að leikskólum og grunnskól-
um."
Regnhlífar auðjöfra
Og Guðni ræðir áfram um samvinnuhug-
sjónina. „Núna þegar við sjáum alla þessa eigna-
tilfærslu þar sem tvær valdablokkir eiga nánast
alla hlutí fer alþýðan að hugsa sinn gang. Hún
vill ekki ávallt vera undir regnhlíf einhverra auð-
jöffa. Hún vill almenningseign og þess vegna á
samvinnan sennilega meiri vaxtarmöguleika
þegar horft er til framtíðar."
Guðni segir að samvinnuhugsjónin hafi far-
ið illa út úr átökum síðustu áratuga. „Ég held að
sambandsmenn hafi ekki gáð að sér. Þeir voru
auðvitað að fikta við hluti sem Baugur tók svo
upp, eins og til dæmis lágvöruverslanir. Á Sel-