Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Side 34
24 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Suöurland DV
Strumpadeild björg-
unarsveitarinna
Mannbjargar i Þor-
lákshöfn er önnum
kafin viö aö safna sér
fyrir feröalagi:
„Það er búið að vera mikið álag á
okkur undanfarna daga," segirÁsgeir
Guðmundsson, formaðurbjörgunar-
sveitarinnar Mannbjargar í Þorláks-
höfn, þegar blaðamaður sótti svet-
ina heim á laugardag. Han segir að
mikið hafl verið um að fólk hafi lagt
á kolófæra vegi, jafnvel á illa búnum
smábílum. „í svona tilvikum er fólk
nattúrlega að hundsa skýr fyrirmæli
lögregluyfirvalda, sem gefin eru út
vegna þess að fólki getur hreinlega
stafað stórhætta af slíkum ferðalög-
um," segir Ásgeir.
Hann segir björgunarsveitirn-
ar þó aldrei geta brugðið sér í hlut-
verk lögreglu og iráleitt sé að ætía
sér að heimta björgunarlaun af fólki.
Þannig sé lagaramminn hreinlega
ekki smíðaður. „Auðvitað eru marg-
ir sem taka hjá okkur reikningsnúm-
er þegar við höfum losað þá úr prís-
undinni, en svoleiðislagað á það til
að gleymast þegar heim er komið,"
bætr Ásgeir við.
Strumparnir
Þegar komið var í höfuðstöðvar
mannbjargar við höfnina í Þorláks-
höfn þá var Strumpadeildin svokall-
aða önnum kafin við störf og leik.
Strumpadeildin er barna- og ungl-
ingadeild björgunarsveitarinnar.
Hana skipa á þriðja tug ungmenna á
aldrinum þrettán til nítján ára.
Unglingarnir safna fé með því að
safna gosdósum og peningarnir eru
ætíaðir í ferðalag sem farið verður á
vegum sveitarinnar. Öll kveðast þau
ætía að taka þátt í starfi Mannbjarg-
ar seinna í lífinu og segja að þau fái
góða þjálfún í útivistinni í ferðalög-
Strumpadeildin Þegar helstu
verkum Strumpadeildarinnar var
lokið á laugardag komu krakkarnir
sér makindalega fyrir á loftinu.
• •
„/ svona tilvikum er fóik nattúrlega að hundsa
skýr fyrirmæli lögregluyfirvalda, sem gefin eru út
vegna þess að fólkigetur hreinlega stafaðstór-
hætta afslíkum ferðalögum."
IBJORGUNARSVEITINA
um með fullorðna fólkinu. Krakk-
arnir sjá um að þrífa björgunarsveit-
arjeppana og sinna örðum þörfum
verkum fyrir sveitina.
Nýr fjallajeppi
„Fjáröflun Strumpanna er al-
veg aðskilin frá okkar fjáröflun,"
segir Ásgeir. „Okkar fjáröflun fer
fyrst og fremst fram með flugelda-
sölunni og svo höfum við starfað í
gæslu fyrir Herjólf í kring um verls-
unarmannahelgi og á örðum dög-
um eins og þurfa þykir. Svo tökum
við grafir. Það er okkar vinna," bætir
hann við.
Mannbjörg hefu nýverið tekið á
móti nýjum og fullkomnum fjalla-
bíl af Nissan Patrol gerð. Bíllinn er
sambærilegur við best búnu jepp-
ana sem Flugbjörgunarsveitin og
aðrar stærri sveitir hafa yfir að ráða.
„Reyndar þurfum við minna að
sækja á jökla en margar aðrar sveit-
ir. Það kemur hins vegar ekki í veg
fyrir að þörfin fyrri stórum og vel
útbúnum bílum komi upp. Reynd-
ar er þetta þannig að eftir því sem
almenningur fær sér stærri og bet-
ur búin fjallatæki, þá þurfum við að
fylgja með í þróuninni til þess að
geta sótt fólk þegar hætta steðjar
að,“ segir Ásgeir.
sigtryggur@dv.is
Formaðurinn ÁsgeirGuð-
mundsson formaður björgunar-
sveitarinnar Mannbjargar
undrast að fólk á illa búnum
bílum leggi á lokaða fjallvegi.