Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Page 37
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 37 Framarar eru á leið í úrslita- leikinn í Eimskipsbikar- keppni karla eftir 27-24 sigur á Akureyringum. Leikurinn var bráðskemmtilegur og týpiskur bikarleikur HLÓGIIAÐ FRÉTTUNUM UM FRAMLENGINGU „Ég fann mig vel í seinni hálfleik en ég var heldur lengi í gang. Það var pínu óöryggi yflr vörninni en um leið og sjálfstraustið kom þá fór þetta að ganga betur," sagði Magnús Erlendsson sem varði 15 skot, mörg hver úr upplögðum marktækifær- um. Hann var maðurinn á bak við 27-24 sigur Framara Norðanmenn byrjuðu leikinn af miklum móð og lömdu á borgar- drengjunum sem halda að mjólk- in komi frá Mjókurbúi Flóamanna. Jónatan Magnússon fór þar fremst- ur í flokki og var gríðarlega gaman að sjá þann pilt í essinu sínu. Hall- dór Sigfússon fékk sérstaklega að kenna á Jónatani og náði sér ekki á strik í fyrri hálfleik. Norðanmenn komust í 2-0 og Framarar voru lengi að átta sig á hlutunum en þeir komust í 6-4. En norðanmenn gáfust ekki upp og breyttu stöðunni í 10-8 sér í vil en staðan í leikhlé var 13-13. Þegar fimm mínútur voru eftir fengu tveir leikmenn að líta rauða spjaldið. Þeir Andri Berg Haraldsson og Nicolaj Jankovic fuku útaf. Niolaj leysti inn, Andri tók á móti, alls ekki neitt gróf- lega en Nicolaj svaraði með einum hægri krók. Þetta sáu dómararnir og ráku þá báða útaf. Skrýtinn dómur þar sem Andri Berg hreyfði hvorki legg né lið, tók höggið eins og hann stæði fyrir utan Sólón í miðbæjar- slagsmálum. Greinilega drengur með granítkjálka. Ekki verður hægt að sjá atvik- ið í sjónvarpi þar sem RÚV og Stöð 2 voru ekki mættir í húsið. Fannst greinilega undanúrslitin í bikar- keppni karla ekki nógu merkileg keppni til mæta með myndatöku- mann eða fréttamann. Það lagað- ist þó í seinni hálfleik þegar báð- ar stöðvarnar voru mættar til að mynda og sjá skemmtilegan síðari hálfleik. Framarar byrjuðu eins og norð- anmenn í þeim fyrri. Börðust allir fyrir einn í vörninni, Magnús fór að verja og auðveld mörk komu. Þrátt fyrir það var aldrei langt í Akureyr- ingana. Magnús varði víti í stöðunni 19-17 og Fram komst í 20-17 með marki úr hraðaupphlaupi. Með seiglu og baráttu minnk- aði Akureyringar muninn í 24-23 en gríðarleg orka fór í það og Fram var sterkari í lokinn. Heimamenn höfðu úr breiðari hópi að velja og því fór sem fór. 27-24 og Framar biðu nú í ofvæni eftir því hverjir mótherjarn- ir yrðu. Þegar svo fréttir bárust að því að framlengt yrði í Víkinni mátti heyra hláturinn duna enda ekki á hverjum degi sem fyrstu deildarlið hangir í íslandsmeisturunum. Eins og í síðasta leik „Þetta var eins og í síðasta leik á móti þeim. Við vorum komnir með gott forskot en þá kemur einhver værukærð yfir okkur og við förum að missa boltann klaufalega og lát- um þá keyra á okkur, við þurfum klárlega að laga þetta fyrir næsta leik," sagði Magnús markvörður eft- ir leikinn. Þegar hann var spurður um óskamótherja sagði hann; „Mér flnnst það ótrúlegt ef það er jafnt í Víkinni. En ég get ekki sagt að það sé einhver draumamótherji. Auðvit- að kitlar það að endurtaka leikinn frá 1998, Fram Valur. Ég gæti trúað að það yrði mögnuð viðureign" Vissum að þetta yrði erfitt Stefán Baldvinn Stefánsson hornamaðurinn knái skoraði 5 mörk í gær og átti góðan leik sem fyrr. „Við vissum að þetta yrði erfitt og þetta var svipað ströggl og á Akureyri en þetta var týpiskur bikarleikur. Sókn- arleikurinn hikstaði nokkuð þar sem oklcur vanntaði nokkra menn, en það sem bjargaði þessu var að við náðum að stríða þeim í vörninni." Sár og svekktur Jónatan Magnússon var að von- um svekktur og sár eftir leikinn. „Við komum til baka í 24-23 en þá eins og svo oft áður í vetur gerist eitt- hvað klaufalegt hjá okkur og það gerðist aftur og enn núna. En jú jú, menn voru að berjast, annað væri nú óeðlilegt þar sem þetta eru und- anúrslit í bikar en því miður þá voru þeir sterkari. Þeir voru með stóru skotinn inni og stóru boltana varða. Nú er ekkert eftir nema að passa það að falla ekki úr þessari deild en eðli málsins samkvæmt þá erum við mjög sárir." benni@dv.is Undanúrslit bikarkeppni kvenna fara fram í kvöld. ALLT EÐA EKKERT Undanúrslitin í Eimskipsbikar- keppni kvenna fara fram í kvöld. Vals- konur fá Fylki úr Arbæ í heimsókn og á Seltjarnarnesi taka Gróttukonur á móti íslandsmeisturum Stjörnunar. Alfreð Finnsson þjálfari Gróttu seg- ir að stígandi sé búinn að vera í liði Gróttu og sé hann því töluvert bjart- sýnn. „Ég tel okkur eiga ágæta mögu- leika. Fyrirfram er Stjarnan kannski sigurstranglegri en þær hrjá þó ein- hver meiðsli og vonandi nýtist það okkur. Það er búin að vera þokkalegur stígandi í þessu hjá okkur og ef mín- ar stelpur verða ekki tílbúnar í þenn- an leik geta þær sleppt því að vera í þessu. Öllum langar að vera með í bikarúrslitaleik og langflestir leik- menn mínir hafa verið þar áður. Þær vita hvað þarf og þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að vinna titil á leiktímabilinu. Við ætluðum okkur stóra hluti áður en leiktímabilið byrj - aði en við höfum ekki alveg náð þeim markmiðum sem við settum okkur. Það hafa verið hörkuleikir á milli þessarra liða í vetur en við höfum ekki náð að sigra. Vonandi er kom- ið að okkur að klára þessa leiki. Við þurfum fyrst og fremst að hafa góð- an móral í hópnum og ná að fækka tæknimistökum, þá fer þetta vel," Aðalsteinn Eyjólfsson, þjálfari Stjörnunar, segir íýrri leiki skipta engu þegar að bikarkeppni kem- ur. „Þetta er gríðarlega mikilvægur leikur íyrir bæði lið því það vilja all- ir komast í höllina. Rakel er enn frá hjá okkur ásamt Hörpu Eyjólfsdóttur. Bikarkeppni er alltaf sérstök því hún hefur sína eigin sál. Það sem áður hefur gerst í vetur eða síðustu tíma- bil hefur ekkert að segja þegar í bik- arkeppnina er komið. Bikarleikir snúast um dagsformið og því hafa oft orðið mjög óvænt úr- slit. Oftar heldur en ekki hefur liðið sem verður íslandsmeistari ekki náð að landa bikarnum." vidar@dv.is, Breytt markmið hjá Liverpool Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, viðurkennir að félagið verði ekki enskur meistari á þessari leiktíð. Hann segir markmiðið nú sé að tryggja sér 4. sætið en það tryggir sæti þeirra í meistaradeildinni á komandi leiktíð. Liverpool er nú I 5. sæti 19 stigum á eftir Arsenal sem er á toppi deildar- innarog þremur stigum á eftir erkifjendunum í Everton sem sitja í 4. sæti. „Það ermikil áskorun að ná að enda í fjórða sætinu. Við getum gleymt titlinum um sinn. Mörg af þeim liðum sem eru í kringum okkur spila vel og það er okk- ur mikilvægt að halda dampi," segir Gerrard sem var ánægður með leik liðsins í markalausu jafntefli gegn Chelsea um helgina. Mun Ronaldo leggja skóna á hilluna? Meiðslavandræði Ronaldos, leikmanns AC-Milan, virðast engan enda ætla að taka og nú er svo komið að kappinn fhugar að leggja skóna á hilluna að lokinni þessari leiktíð ef marka má fréttirfrá Ítalíu. Ronaldo byrjaði einungis einn leikfyrirjól, en útlit var fyrir að hann væri á réttri leið fyrir skömmu er hann skoraði tvívegis í 5-2 sigri á Napólí. Einnig lék hann vel gegn Udinese í vikunni á eftir en hann þurfti að draga sig í hlé í hálfleik gegn Siena um liðna helgi, vegna meiðsla. Miklar líkur eru á því að hann geti ekki tekið þátt í leikjum AC-Milan við Arsenal í Meistaradeild- inni 19. febrúar næstkomandi. Ronaldo er31.árs. Lucas valdi Liverpoool fram yfir inter Lucas Leiva, miðjumaður Liverpool, sagði í nýlegu viðtali að síðasta sumar hefði honum gefist kostur á að fara tillnterMilanen valið að fara til Liverpool í staðinn. Leiva sem er21 árs kom til Liverpool síðasta sumarfrá Gremio í Brasilíu fyrir 12 milljónirevra eða 1,2 milljarða íslenskra króna.„Ég var í góðri stöðu hjá Gremio og hafði náð árangri, því langaði mig að fara lengra. Ég hefði getað farið til Spánar og ítalíu en valdi að fara til Englands. Liverpool er stórt félag og um leið og ég heyrði af þeirra áhuga vissi ég hvert ég vildi fara," segir Leiva. Hann er þess fullviss að hann sé hjá rétta félaginu jafnvel þó gengið hafi ekki verið eins og væntingar stóðu til.„Ég myndi aldrei velja Interef ég væri í sömu sporum núna og ég var í sumar," segir Leiva. Reo-Coker ósáttur vifi leikara- skap Nigel Reo-Coker, leikmaður Aston Villa, hefurfengið sig fullsaddan af leikmönnum sem gera of mikið úr því w þegar brotið er á þeim. Hann segirsuma leikmenn einungis hugsa um að fá andstæðinga sína bókaða og slíkt sé óheiðarlegt. Sjálfur hefur hann fengið 8 áminningar en segir að það sé ekki síst vegna leikaraskaps. „Martin O'Neill vill að ég sé agaðri á leikvelli og ég er að vinna í því. Það er hins vegar óþolandi aðfágula spjaldið (hvert skipti sem ég snerti leikmann. Leikmenn eru farnir að leika allt of mikið I von um að fiska gul spjöld. Þú rétt snertir leikmann og hann veltir sér í 20 hringi emjandi. Þetta er erfitt fyrir dómara og leikmenn ættu að líta í eigin barm," segir Reo-Coker

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.