Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Síða 50
50 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008 Suðurland DV LANGAFLAMESTU ÁRNAR í Rangá var slegið íslandsmet í fyrra og eru Ytri Rangá og Eystri Rangá aflamestu ár landsins. Stefán Sigurðsson, sölu- stjóri Lax-ár ehf, þakkar öflugu laxeldi árangurinn. „Við settum íslandsmet í íyrra," segir Stefán Sigurðsson, sölustjóri hjá Lax-á ehf, um veiðina í Rangá á síðasta ári. „Við slógum öll met á landsvísu," segir Stefán en Ytri Rangá og Eystri Rangá voru langaflamestu laxveiðiár landsins á síðasta ári. Stef- án segir mikla vinnu liggja að baki metinu en engan lax var að finna í ánum fyrir 20 árum. Ótrúlegar tölur Á tímabilinu 1. júlí til 10. október veiddust 7.525 fiskar í Eystri Rangá og 6.377 í Ytri Rangá en athygli vekur hversu mikið meira veiðist í Rangán- um miðað við næstu ár á listanum. „Næst á eftir kom Kjarrá í Borgarfirði en hún var með 2.435 fiska," segir Stefán en fiskarnir 13.902 sem veidd- ust í Rangánum á síðasta ári voru veiddir á 34 stangir. „Við erum með 18 stangir í Eystri og 16 í Ytri," segir Stefán en mikið er Frábært umhverfi Náttúran í kringum aflamestu á landsins er skartar sínu fegursta. m* ■ um að vera í Rangánum á sumrin og þegar mest er að gera eru um 20 leiðsögumenn á svæðinu. „Við erum með tvö veiðihús, eitt fyrir Ytri og annað fyrir Eystri. Þau eru bæði um 700 fermetrar á stærð og með 18 her- bergi," en það er að frátöldum her- bergjum starfsmanna. Vel heppnað fiskeldi Eins og áður kom fram var engan fisk að finna í Rangá fyrir 20 árum og því er aílinn öflugu fiskeldi að þakka. „Það er vel heppnuðu fiskeldi í Rang- ánum að þakka að þetta eru aflamestu ár á landinu," segir Stefán sem er í skýj - unum yfir afrakstrinum. „Þetta hefiir tekið nokkuð langan tíma en núna er þetta orðið alveg hreint magnað." Stefántekurþó fram að Rangáflokk- ist ekki undir svokallaðar stórlaxaár þó svo að veiðin sé góð. „Stærstu laxam- ir sem eru að veiðast hjá okkur eru í kringum 20 pund," en misjafnt er eft- ir árum hversu mikið veiðist af smærri og stærri laxi. „Það var mikið af smá- laxi í fyrra en þó mjög vænum fiski." Undirbúningur hafinn Stefán og samstarfsfólk hans eru löngu farin að huga að næsta veiði- tímabili og fer nú undirbúningur að hefjast af fullum krafti. „Á þessum tíma er aðallega í gangi sala veiði- leyfa. Hvað úr hverju fer undirbún- ingurinn á fullt, þá förum við að manna húsin með starfsfólki og ráða leiðsögumenn." Veiðileyfi í Rangánum kosta allt ff á 10.000 krónum upp í 130.000 krón- ur að sögn Stefáns og ættu því flest- ir sem hafa áhuga að hafa efni á því að komast í ána. Hægt er að fá nánari upplýsingar um Rangá á ranga.is. asgeir@dv.is Minnum á eitt landsins mesta úrval af skóm, fatnaði og metravöru Erum að taka upp mikið af nýjum vörum á næstu dögum r ^lnavörubúðin Jgreiðftmörk - Hveragerði Sími 4834517

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.