Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.2008, Qupperneq 68
68 MIÐVIKUDAGUR 13. FEBRÚAR 2008
Fókus ®V
Ásjáleg „Sýning íslensku
óperunnar nú, sem Jamie
Hays stjórnar, er um margt
ásjáleg og ýmislegt í henni
sem hægt er að hafa ánægju
af. Þetta er fimmta óperan,
sem Hays setur hér upp; af
þeim fyrri fannst mér
Macbeth langbest, enda
brilléruðu Ólafur Kjartan og
Elín Ósk þar í ógæfuparinu
mikla. Sviðsetning hans á La
traviata er ekki eins heilsteypt
verk," segir Jón Viðar Jónsson
meðal annars i dómi sínum
um La traviata.
LA TRAVIATA
NUMERÞRJU
Hvað er það sem getur gert óper-
una svona dásamlega? Eins og þetta
er nú í rauninni fáránlegt leiÚtús-
form og söguefnin oftast þunn. Hvað
er það sem gefur La Traviata, þess-
um tilflnningasama ástarreyfara, þá
töfra að hægt er að njóta hans eft-
ir meira en hundrað og fimmtíu ár,
jafnvel þótt sitthvað megi finna að
því sem fram fer á sviðinu?
f listformi óperunni eru fjórir
þættir sem allir skipta máli, en (nóta
bene) mismiklu máli. Það er í fyrsta
lagi músíkin (hljóðfæramúsíkin), í
öðru lagi söngurinn, í þriðja lagi hin
leikræna túlkun, í íjórða lagi svið-
setningin. Auðvitað vefjast þessir
þættir hver inn í annan, svo þar má
stundum vart á milli sjá, en samt á að
vera hægt að greina þá hvern um sig,
vega og meta með faglegum hætti.
Gagnrýnendur eru, eins og gengur,
misvel að sér í þessum greinum, ég
kem sjálfur að óperunni úr leikhús-
inu, en hef alltaf verið þeirrar trú-
ar að söngurinn sé upphaf og end-
ir óperulistarinnar. Maður hefur séð
gamaldags og klisjukenndar óperu-
sýningar, en samt nánast svifið út úr
leikhúsinu, af því að söngurinn var
svo hrífandi. Ef tilfinningarnar eru
ekki í röddum söngvaranna, hvar
eru þær þá? Jú, jú, auðvitað þarf
hljómsveitin að skila sínu, auðvit-
að er best ef sviðsetningin er í góðu
lagi, frumleg og skemmtileg, eftir
því sem við á, og söngvararnir virka
að minnsta kosti trúverðugir í rull-
unum. En óperan er samt sem áður,
fýrst og síðast, lofgjörð til manns-
raddarinnar, þessa hljóðfæris allra
hljóðfæra, sem tækis til að tjá ógnir
og unaðssemdir mannlegra tilfinn-
inga. Þess vegna hrífst maður með
þeim Tristran og ísoldu, jafnvel þótt
þau séu tvíbreið á sviðinu fyrir aug-
um manns, EF sæla og harmur ást-
arinnar ómar í söngnum. Auðvitað
er ekkert verra ef þau eru líka ung
og sæt - það er bara svo sjaldan sem
maður fær alveg allt í lífinu!
La traviata gistir nú svið íslensku
óperunnar í þriðja skipti, og veri
hún velkomin. Fyrsta sviðsetning
Óperunnar á þessari ódauðlegu
ástartragedíu Verdis, sem samin
er upp úr Kamelíufrú Alexandres
Dumas, var ein af bestu sýningum
Óperunnar á upphafsárum hennar
og þar held ég hafi einkum tvennt
komið til. í fyrsta lagi stílhrein, vönd-
uð og vel hugsuð sviðsetning Bríetar
Héðinsdóttur sem náði óvenjulegu
jafnvægi milli tveggja burðarþátta
verksins, leik- og söngtúlkunar að-
alsöngvaranna tveggja, og kórsins,
sem kemur mjög við sögu í fyrsta
og þriðja þætti leiksins. Og í öðru
lagi var hrífandi túlkun Garðars og
Ólafar Kolbrúnar á elskendunum,
gleðikonunni Víolettu Valery og Al-
fredo Germont, með því besta sem
þau gerðu á veldistímum sínum í
Óperunni.
Sýning íslensku óperunnar nú,
sem Jamie Hays stjórnar, er um
margt ásjáleg og ýmislegt í henni
sem hægt er að hafa ánægju af.
Þetta er fimmta óperan, sem Hays
setur hér upp; af þeim fyrri fannst
mér Macbeth langbest, enda bril-
léruðu Ólafur Kjartan og Elín Ósk
þar í ógæfuparinu miklu. Sviðsetn-
ing hans á La traviata er ekki eins
heilsteypt verk. I fyrsta lagi átta ég
mig ekki á því uppátæki að stað-
færa óperuna yfir á hinn gargandi
þriðja áratug í USA. í leikskrárgrein
kveðst leikstjórinn hafa lagst í lest-
ur og meðal annars lesið The Great
Gatsby. Það má vel vera mín tak-
mörkun, en ég er ekki enn farinn að
ná tengingunni. Af hverju ekki bara
að halda krínólínunum og kerta-
stjökunum, öllum Parísarglamúrn-
um, sem maður fær til dæmis að
njóta í frægri bíómynd Zeffirellis
upp úr óperunni? Drama sögunnar
er hvort eð er tímalaust í eðli sínu og
verður okkur naumast nákomnara,
þótt verið sé að blanda amerískum
dekadens í málið.
í öðru lagi er ég langt frá því að
vera sáttur við notkun hans á kórn-
um. Fyrr má nú gagn gera en að hafa
kórinn skarkandi uppi á svölum og
úti um allan sal með glasaglaumi og
píanóglamri. Óperukórinn syngur
sannarlega vel, það vantar ekki, en
hann leikur ekki alltaf eins vel, með
leyfi að segja. Kvenfólkið var þó
áberandi betra en sumir kallanna,
einkum þegar þeir fóru að fletta sig
klæðum og hafa í frammi kynlífs-
tilburði sem manni skildist loks að
ættu að enda í orgíu - ákaflega penni
orgíu, vægast sagt. Þetta og ýmislegt
annað viðprjón leikstjórans virkaði
ekki, að minnsta kosti ekki á þenn-
an viðtakanda. Hið langa pantóm-
ímíska músíkatriði á milli þriðja
og fjórða þáttar, sem falla saman á
þaulhugsaðan hátt frá hendi Verdis
og Piaves, skapar með miklum svið-
stilfæringum uppbrot sem auðveld-
ar söngvurunum örugglega ekki að
ná þeirri sálrænu tengingu sem þar
er á milli og öllum, sem óperuna
þekkja, augljós.
Og túlkendurnir, hvað er að segja
um þá? Leiklega, svo ég byrji á því,
fannst mér Sigrún Pálmadóttir ekki
alltaf nógu sannfærandi, en ég vil
LATRAVIATA ★★★
eftir G. Verdi og F.M.Piave
HLJÓMSVEITARSTJÓRI: Kurt Kopecky
LEIKSTJÓRI: Jamie Hayes
LEIKMYND: Elroy Ashmore
BÚNINGAR: Filippía Elísdóttir
LÝSING: Björn Bergsteinn Guðmundsson
að einhverju leyti (þó tæpast öllu)
kenna leikstjórn um. Víóletta er
dauðveik og á veikindum hennar
tæpt þegar í fyrsta þætti, en sú Víó-
letta, sem við sjáum þarna, er býsna
hressileg daðurdrós, svo það nánast
kemur á mann, þegar hún tilkynn-
ir Giorgio Germont, föður Alfred-
os, að hún sé fárveik í hinu stóra
atriði þeirra í öðrum þætti. Má vel
vera að þessi lína, sem söngkonan
hefur væntanlega fengið frá leik-
stjóranum, hafi átt sinn þátt í því
öryggisleysi sem var alláberandi
hjá henni framan af. Sigrún er að
sjálfsögðu þrælskóluð og vönduð
söngkona og kólóratúrarnir henn-
ar ekkert smáflottir. Traviatan er
eitt erfiðasta sópranhlutverk óp-
erubókmenntanna, það hefur ver-
ið sungið af nánast öllum dívunum
og margt af því er til hljóðritað, nýrri
sýningar jafnvel á DVD, svo það er
enginn hægðarleikur fyrir söngv-
ara að brilléra með allan þann sam-
anburð. Stundum var eins og rödd
Sigrúnar hefði ekki þann glans, sem
maður vill heyra, þegar hún þurfti
að syngja veild: á háu tónunum, en
þó tókst henni það prýðisvel í sum-
um söngatriðum fjórða þáttar, þar
sem reynir hvað mest á getu söng-
konunnar einmitt til þessa. En þá
voldugu nærveru, sem breiðir úr sér
yfir veisluna í fyrsta þætti, hina innri
baráttu, þegar „hin vegvillta" stend-
ur frammi fýrir einlægri og brenn-
andi ást Alffedos, dýpt örvæntingar-
innar, þegar hún neyðist til að fórna
honum, allt það hefúr maður vissu-
lega séð og heyrt og fundið á stór-
fenglegri hátt annars staðar.
Eg get fúslega tekið undir með
þeim kollegum mínum, sem hafa
þegar tjáð sig um sýninguna, að
Tómas Tómasson var sá sem kom,
sá og sigraði í hlutverki Giorgios
Germonts. Sannarlega tími til kom-
LEIKHUSDOMUR
inn að við fengjum að heyra þessa
blæfögru og voldugu baritónrödd
og þess óskandi að við fáum að njóta
hennar hér oftar, eins þótt Tómas sé
oft vant við látinn í útlöndum. í túlk-
un hans verður faðir Alff edos býsna
refslegur og þó sú leið sé sjálfsagt
verjanleg finnst manni einhvern
veginn að sú fagra tónlist, sem hann
fær að syngja, kalli á meiri ein-
lægni. Iðran kallsins í lokin verður
líka sennilegri og meira grípandi ef
maður hefur trúað á heillyndi hans
fyrr í leiknum. Auðvitað er hann
smáborgari, dauðhræddur við al-
menningsálitið, en hann er líka um-
hyggjusamur faðir, eða því verðum
við að trúa. Mér fannst Jóhann Frið-
geir Valdimarsson gera margt mjög
laglega í hlutverki Alfredos hins
ástsjúka, röddin hljómar vel, en
leikurinn er nokkuð takmarkaður;
svipbrigðaleikur er til dæmis ekki
hans sterka hlið og líkamsburðim-
ir gera honum ekki auðveldara fyr-
ir í hlutverki sem þessu. Leikurinn
hefði ekki heldur tapað neinu á því,
þótt aldursmunur sonar og föður
hefði verið ívið augljósari. Hugsan-
lega mætti meðferð hans á textan-
um vera rytmískari og þýðari sums
staðar; söngleg áferð hljómaði all-
gróf í mestu átökunum, en það er
eitthvað sem Jóhann ætti að geta
unnið betur með „coachinum" sín-
um, því ugglaust hefur hann slíkan
eins og allir góðir söngvarar. Jóhann
Friðgeir sýnir oft fallega einlægni
í nálgun sinni og ég gæti vel trúað
því að sá ástarfuni, sem er líftaugin í
samleik þeirra Sigrúnar, eigi eftir að
glæðast, þegar þau ná að syngja sig
betur inn í hlutverkin á næstu sýn-
ingum. - Önnur hlutverk em miídu
veigaminni en þessi þrjú, en þeim
var öllum vel skilað og ég sé ekki
ástæðu til að gefa þessu kunnáttu-
fólki einkunnir fyrir þau.
Að lokum skal þess getið að ég
sá aðra sýningu leiksins á sunnu-
dagskvöldið, ekki frumsýninguna.
Ástæðan var sú að á föstudagskvöld,
þegar frumsýnt var, var ofsaveður
hér í borginni, svo að almannavarn-
ayfirvöld báðu almenning lengst-
ra orða að halda kyrru fýrir heima
hjá sér. Ég ákvað því að sýna borg-
aralega hlýðni og fara hvergi. Satt
að segja finnst mér ábyrgðarhluti
hjá leikhúsunum að fella ekki niður
sýningar, þegar slíkt neyðarástand
skapast. Það auðveldar ekki hlut-
skipti lögreglu og björgunarsveita
ef stórum hópum fólks er stefnt út
á götur borgarinnar við slíkar kring-
umstæður og alger óþarfi hjá stofn-
unum sem þessum að bæta á þann
vanda - eins þótt það kosti þær
smávegis fjárhagstjón.
Fjalaköttur-
inn lifnarvið
aðnýju
Kvikmyndaklúbburinn Fjala-
kötturinn, sem endurreistur var
í fyrra, byrjar að nýju að bjóða
upp á vikulegar sýningar næsta
sunnudag í Tjarnarbíói með
sýningu heimildamyndarinnar
Joy Division. Sýningar verða á
sunnudögum og mánudögum og
lýkur þeim 24. mars með sérstakri
Franpois Truffaut-helgi, tileink-
aðri franska leikstjóranum. Allt í
allt verða yfir fimmtán kvikmynd-
ir í fjórum meginflokkum sýndar
á tímabilinu, auk sératburða.
Fjalakötturinn einsetur sér að
kynna fyrsta flokks kvikmyndir
sem rata ekki endilega inn í hin
hefðbundnu kvikmyndahús höf-
'yuðborgarsvæðisins.
Kjarval í
Færeyjum
Sýning á tuttugu og tveimur mál-
verkum Jóhannesar S. Kjarval var
opnuð í Listasavni Föroya í Þórs-
höfn síðastliðinn laugardag. Er þetta
í fyrsta sinn sem efnt er til yfirlits-
sýningar með verkum Kjarvals í
Færeyjum. Sýningin er samstarfs-
verkefni Listasavns Föroya og Lista-
safns Reykjavíkur en samtímis þess-
ari sýningu stendur yfir sýning á
verkum Mikiness, eins höfuðmálara
Færeyinga, á Kjarvalsstöðum. Báðir
málararnir voru brautryðjendur
á sviði myndlistar og fyrirmynd-
ir yngri listamanna. Um 250 gest-
ir voru viðstaddir opnun sýningar-
innar í Þórshöfn.
Minningar í
myndum
Guðmundur W. Vilhjálmsson opnar
sýningu sína Minningar í myndum í
Skotinu í Ljósmyndasafni Reykja-
víkur á morgun. Guðmundur hefur
verið ötull við að taka ljósmyndir í
rúm 50 ár en hann var einn af félög-
um í Litla ljósmyndaklúbbnum sem
hélt sýningu árið 1961 sem braut
blað í sögu ljósmyndunar á íslandi
þar sem myndirnar voru óhlut-
bundnar sem ekki var hefð fyrir
hér á landi. Á sýningunni gefur að
líta einstakar litmyndir úr „gömlu
Reykjavík" auk fjölbreyttra ljós-
mynda þar sem formrænar hugleið-
ingar Guðmundar fá notið sín, að
því er segir í tilkynningu. Sýningin
stendur til 8. apríl.
GÍTARTÓNLEIKAR í VATNSMÝRINNI
SÍMON H. (VARSSON gítarleikari spilar á Háskólatónleikunum í Norræna húsinu (dag. Á efnisskránni
eru verk eftir GUNNAR REYNISVEINSSON og MANUEL DE FALLA.Tónleikarnir hefjast klukkan 12.30.
Aðgangseyrir er 1000 krónur, 500 fyrir eldri borgara og öryrkja en ókeypis fýrir nemendur
Háskóla (slands.