Dagblaðið Vísir - DV - 21.02.2008, Qupperneq 20
20 FIMMTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2008
Ættfræöi 2>V
TIL
HAMINGJU
MEÐ
AFMÆLIÐ
UMII.ISHAIiV DAGSINS
I
30 Ara afmæli
■ Monika Dabkowska
Hjallabraut 35, Hafnarfíröi
■ Sonja Hvidbro Andreasen
Hjaröarhlíð 3, Egilsstööum
■ Jóhann Teitur Maríusson
Sæviðarsundi 102, Reykjavlk
■ SigþórViðar Ragnarsson
Hafnarstræti 29, Akureyri
• Ása Dóra Garðarsdóttir
Bæheimum, Borgarnesi
■ Sveinn Oddur Sigurðsson
Marbakkabraut 15, Kópavogi
■ Atli Björn Eiríksson
Hverfísgötu 92, Reykjavlk
■ Eva Björk Sveinsdóttir
Þórsvöllum 3, Reykjanesbæ
■ Valgeir Einar Ásbjörnsson
Lónsá, Akureyri
■ Þorgeir Símonarson
Glitvöllum 19,Hafnarfírði
■ Elva Rósa Skúladóttir
Eikjuvogi 29, Reykjavlk
m Eiður Magnússon
Ormskoti, Hvolsvelli
■ Róbert Bragason
Laugavegi 27, Reykjavlk
■ Charlotta Björk Steinþórsdóttir
Melabraut29, Seltjarnarnesi
• Helga Ágústsdóttir
Miðholti 17, Selfossi
40 ára afmæu
■ GarðarTryggvason
Hamrahllð 17, Reykjavlk
■ Ingi Berg Ingason
Lágholti2, Stykkishólmi
■ Ingibjörg M Ingibergsdóttir
Öldutúni 8, Hafnarfírði
■ óðinn Sigtryggsson
Hraunbæ 109, Reykjavlk
■ Guðmundur Örn Óskarsson
Erluási 7, Hafnarfírði
■ Bergþóra Eirlksdóttir
Brunnstlg 3, Reykjanesbæ
m Hildur Sigurðardóttir
Klappakór ld, Kópavogi
m Vigdís Klara Aradóttir
Selvogsgötu 20, Hafnarfíröi
m Einar Einarsson
Kristnibraut 2, Reykjavlk
■ Haraldur Sigurðsson
Núpskötlu 2, Kópaskeri
m Inga Lára Sigurjónsdóttir
Löngumýri 18,Akureyri
m Svandis Ragnarsdóttir
Reyrengi 1, Reykjavlk
m Jón Þorvaldur Heiðarsson
Vanabyggð 11, Akureyri
50 ÁRA AFMÆLI
■ Ján Francovic
Lækjargötu 10, Siglufirði
m Róbert Schumy
Þernunesi 13, Garðabæ
■ GunnarHaraldsson
Kistuholti 5b, Selfossi
m Matthildur Guðmannsdóttir
Birkihvammi 11a, Kópavogi
m Sigríöur Róbertsdóttir
Fjörubraut 1226, Reykjanesbæ
■ Jóhanna Kristinsdóttir
Birkivöllum 31, Selfossi
m Sigrún Hólmfriöur Pálsdóttir
Reykjabyggð 32, Mosfellsbæ
m Sveinn Haukur Sigvaldason
Vallengi 1, Reykjavlk
m Jón Ketilsson
Mýrargötu 16, Reykjavlk
m Heimir Freyr Hálfdanarson
Reynimel 92, Reykjavlk
m Guðrún Helga Magnúsdóttir
Dalbraut 11, Dalvlk
60 ÁRA AFMÆLI
■ Carol Anne Butler
Kirkjubraut 4, Akranesi
m Þórdfs Sigurðardóttir
Gullberastöðum, Borgarnesi
■ Óskar Magnússon
Dalbraut 50, Bíidudal
■ Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir
Valiargötu 14, Sandgerði
BRYNJA BENEDIKTSDÓTTIR
LEIKSTJÓRI, HÖFUNDUR OG LEIKARI
Brynja Benediktsdóttir, leikstjóri,
höfundur og leikari, varð sjötug í
gær.
STARFSFERILL
Brynja fæddist að Reyni í Mýr-
dal í Vestur-Skaftafellssýslu og ólst
þar upp til sjö ára aldurs en síðan í
Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi
frá MR 1958, stundaði nám við verk-
fræðideiid Hf í teknískri teikningu,
lauk prófi frá Leiklistarskóla Þjóð-
leikhússins 1960, stundaði nám við
Látbragðslistaskóla Jacques Lecoq
í París 1960-61, sótti leikstjórnar-
námskeið hjá British Drama Legue
í London 1965-66, við Berliner En-
semble og Burgtheater í Berlín, hjá
Strehler og Daríó Fó á Ítalíu og leik-
stjóranámskeið í Ósló. Þá sótti hún
ýmis önnur námskeið, s.s. við Dra-
matiska Institutet í Stokkhólmi og
Sænska sjónvarpið 1985, hjá Stjóm-
unarfélagi fslands 1986 og í ljósa-
hönnun í Helsinki 1988.
Brynja stundaði teiknistörf hjá
Húsameistara ríkisins og á verk-
fræðistofu með skólanámi, var
flugfreyja hjá Loftleiðum sumrin
1958-63, var fastráðinn leikari og
leikstjóri við Þjóðleikhúsið 1962-
92, kenndi stærðfræði við Iðnskól-
ann í Reykjavík 1963-65, hefur kennt
við Leiklistarskóla Þjóðleikhússins
og Leiklistarskóla ríkisins og ýmsa
framhaldsskóla um árabil frá 1966,
var formaður og framkvæmdastjóri
Grímu 1966-67, kenndi leiklist og
leildistarsögu við MA 1977-78, var
leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar
1977-78 og hefur stjórnað leiklistar-
starfsemi í Skemmtihúsinu, vinnu-
stofu sinni og Erlings Gíslasonar á
Laufásvegi 22, ffá 1996.
Brynja hefúr leikstýrt á annað
hundrað leikstjórnarverkefnum,
þar af mörgum frumuppfærslum
íslenskra leikrita hjá Þjóðleikhús-
inu, Leikfélagi Reykjavflcur, Leikfé-
lagi Akureyrar, Nemendaleikhúsinu,
Grímu, í fjölda landa, víða um heim,
í útvarpi, sjónvarpi, hjá áhugaleikfé-
lögum og í framhaldsskólum. Hún
hefur farið leikferðir til fjölda landa,
m.a. með leikflokkinn Inúk til tut-
tugu landa í Evrópu og Mið- og Suð-
ur-Ameríku og nú síðustu árin með
Ferðir Guðríðar, sem hefur verið flutt
á íslensku, ensku, frönsku og þýsku,
víðs vegar um Evrópu og Suður-
Ameríku. Auk þess hefur henni ver-
ið boðið með önnur verk til fjölda
landa.
Brynja var ritstjóri leikskrár LA,
hefur skrifað greinar í blöð og tíma-
rit, samið þætti fyrir ríkisútvarp og
Stöð 2, samið nokkur leikrit ein og
með öðrum, s.s. Inúk, Flugleik og
Gosa fýrir Þjóðleikhúsið og leikrit og
leikgerðir fyrir áhugafélög, Revíuleik-
húsið og fleiri aðila. Hún hefúr skrif-
að handrit og leikstýrt kvikmyndinni
Inúk - saga úr leikhúsi, gert mynd-
bönd og leikstýrði stuttmyndinni
Símon Pétur fullu nafni.
Brynja var forseti Bandalags ís-
lenskra listamanna 1989-91, hefur
setið í dómnefndum, m.a. fýrir Leik-
listarskóla íslands, Kvikmyndasjóð
og Félag kvikmyndaleikstjóra, Lista-
hátíð í Reykjavík og leikritavalsnefnd
Þjóðleikhússins, hefur setið í stjórn
fagfélaga, s.s. FLf og L.Þj. og hefur
setið í ýmsum opinberum nefndum,
s.s. formaður Barnamenningarsjóðs
á vegum menntamálaráðuneytis
til 1996. Hún þáði starfslaun lista-
manna 1992-94 og var sæmd ridd-
arakrossi fálkaorðunnar fyrir störf að
íslensku leikhúsi árið 2007.
Út hafa komið eftir Brynju bæk-
urnar Gosi, útg. 1989, og Brynja og
Erlingur fýrir opnum tjöldum eftir
Brynju, Erling og Ingunni Þ. Magn-
úsdóttur sagnfræðing, útg. 1994.
FJÖLSKYLDA
Eiginmaður Brynju er Erlingur
Gísli Gíslason, f. 13.3. 1933, leikari.
Hann er sonur Gísla Ólafssonar, f.
21.11. 1898, d. 11.4. 1991, bakara-
meistara í Reykjavík, og k.h. Krist-
ínar Einarsdóttur, f. 26.9. 1899, d.
12.12.1992, húsmóður.
Sonur Brynju og Erlings er Bene-
dikt, f. 31.5. 1969, leikstjóri, leikari
og leikskáld, en kona hans er Char-
lotta Böving, f. 15.8. 1964, leikkona
og er dóttir þeirra Anna Róshild-
ur Benediktsdóttir Böving, f. 27.2.
1999.
Stjúpsynir Brynju og synir Er-
lings eru Guðjón, f. 15.12. 1955,
tölvuverkfræðingur í Svíþjóð en
kona hans er Berta Ragnarsdóttir
og eiga þau þrjá syni; Friðrik, f. 4.3.
1962, rithöfundur og tónlistarmað-
ur og á hann einn son.
Foreldrar Brynju: Benedikt Guð-
jónsson, f. 3.3. 1909, d. 12.4. 1982,
kennari og skólastjóri í Mýrdal og
síðar kennari í Reykjavík, og k.h.
Róshildur Sveinsdóttir, f. 21.2. 1911,
handavinnu- og jógakennari.
ÆTT
Benedikt var sonur Guðjóns, b. í
Auðsholti Jónssonar, b. í Syðra-Seli
í Ytrihreppi Jónssonar. Móðir Bene-
dikts var Kristjana, leikkona á Eyr-
arbakka, systir Olgeirs sögumanns
þar. Kristjana var dóttir Jóns, for-
manns í Grímsfjósum, sonar Adolfs
Petersen, hreppstjóra í Steinakoti.
Móðir Jóns var Sigríður Jónsdóttir,
ríka af Bergsætt.
Róshildur var systir Páls sand-
græðslustjóra og Runólfs sand-
græðslustjóra, föður Sveins land-
græðslustjóra. Róshildur var dóttir
Sveins, b. á Norður-Fossi í Mýrdal
Sveinssonar, pr. á Ásum Eiríksson-
ar. Móðir Sveins á Norður-Fossum
var Guðríður, systir Páls málleys-
ingjakennara sem fjöldi leikara eru
komnir frá, s.s. Róbert Arnfinns-
son, Guðrún Ásmundsdóttir og
Sigrún Edda, dóttir hennar. Móðir
Sveins í Ásum var Sigríður Sveins-
dóttir, náttúrufræðings Pálssonar.
Móðir Sigríðar var Þórunn Bjarna-
dóttir, landlæknis Pálssonar. Móðir
Þórunnar var Rannveig Skúladóttir,
landfógeta Magnússonar.
Bára Agnes Ketilsdóttir
HJÚKRUNARFRÆÐINGUR OG FRAMKVÆMDASTJÓRI
Bára fæddist í Reykja-
vík og ólst þar upp í
Breiðholtinu. Hún var
Breiðholtsskóla, lauk
stúdentsprófi frá MR 1988,
stundaði síðan nám í
hjúkrunarfræði við HÍ og
laukþaðan prófi 1995 og
lauk MA-prófi í mann-
auðsstjórnun frá við-
sldpta- og hagfræðideild
Hf 2005. Þá laukhún prófi
sem einkaþjálfari 2007.
Bára var hjúkrunar-
fræðingur á Landspítala
- Háskólasjúkrahúsi 1992-
2007, var þróunar- og gæðastjóri
hjá embætti Tollstjórans í Reylqa-
vík um skeið, var hjúkrunarfræð-
ingur hjá World Class á árinu 2007
en stofhaði eigið fýrirtæki, Gallerí
Heilsu, haustið 2007 sem hún starf-
rækir ásamt manni sínum.
Bára sat í stjórn Félags maraþ-
onhlaupa 2004-2007, var formaður
Maestro, Félags meistara-
nema í viðskipta- og hag-
fræðideild HI2002-2003.
Hún er mikill áhugamaður
um hlaup og fjallgöngur.
FJÖLSKYLDA
Maður Báru eru Örn
Gunnarsson, f. 9.8.1961,
framkvæmdastjóri Amar-
seturs. Sonur Báru og Amar
er Hilmir Arnarson, f. 20.1.
2005.
Sonur Báru frá fyrra
hjónabandi er Amar Jóns-
son, f. 16.11.1989.
Stjúpsonur Bám og sonur Arnar
er Gunnar Máni Arnarson, f. 27.8.
1992.
Foreldrar Bám em Ketill Arnar
Hannesson, f. 4.12.1937, hagfræð-
ingur í Reykjavík, og Auður Ásta
Jónasdóttir, f. 21.3.1939, húsmóðir.
Bára verður á Tenerife með stór-
fjölskyldunni á afmælisdaginn.
Hjálmar Heimisson
ATVINNUBÍLSTJÓRI Á FÁSKRÚÐSFIRÐI
40
Hjálmar fæddist á
Fáskrúðsfirði, ólst þar
upp og hefur átt þar
heima lengst af. llann
var í Barnaskóla Fá-
skrúðsfjarðar.
Hjálmar fór fimm-
tán ára til sjós og var
þá fyrst á togaranum
Kambaröst frá
Stöðvarfirði en var
síðan á ýmsum
bátum og togurum frá
Austfjörðum. Hann var
til sjós í tuttugu og tvö
ár en kom endanlega
í land árið 2004. Þá hóf hann
akstur, var bílstjóri á námutrukk og
hefur síðan ekið olíubflum, nú hjá
Olíudreifingu ehf.
FJÖLSKYLDA
Eiginkona Hjálmars er Krist-
ín Hanna Haulcsdóttir, f. 6.5.1973,
verkakona á FásJcrúðsfirði.
Börn Hjálmars og Kristínar
Hönnu em Bryndís Hjálmars-
dóttir, f. 16.12.1992; Áslaug
Stefanía Hjálmarsdóttir, f. 19.2.
2001; Fannar Haukur Hjálmars-
son,f. 6.11.2002.
Hálfbróðir Hjálmars, sam-
feðra: Albert Svanur Heimis-
son, f. 1965, skrifstofumaður í
Reykjavík.
Alsystkini Hjálmars em
Jónína Heimisdóttir, f. 1969,
verkakona á Fáskrúðsfirði;
Heimir Ástþór Heimisson, f.
1980, starfsmaður IKEA í Kaup-
mannahöfn; Eydís Ósk Heimis-
dóttir, f. 1984, nemi í Kaupmanna-
höfn.
Foreldrar Hjálmars eru Heimir
Hjálmarsson, f. 8.3.1946, verka-
maður á Fáskrúðsfirði, og Áslaug
Jónsdóttir, f. 10.12.1948, verkakona
á Fáskrúðsfirði.
Hjálmar verður í vinnunni á af-
mælisdaginn.
Róbert Bragason fékk fyrsta aldursbömmerinn tíu ára: 0
Óþægileg áminning
Róbert Bragason, svifflugmaður og áhuga-
ljósmyndari, er þrítugur í dag. f tilefni dagsins
ætlar Róbert að bjóða sínum nánustu f kaffi um
helgina og bjóða upp á smárétti og jafnvel tvær
tertutegundir. „Ég er nú ekki mikið afmælisbarn
og held alla jafita ekki upp á afmælið," segir Róbert
sem ákvað þó að slá til þetta árið enda áfanginn
stór. „Mér finnst afmælisdagar vera óþægileg
áminning um hvað tíminn líður hratt.
Þegar Róbert er beðinn um að rifja upp eftir-
minnilegasta afmælisdaginn segir hann: „Ætli
það hafi ekJd verið þegar ég var tíu ára. Þá fékk ég
fyrsta aldursbömmerinn, fékk hálfgert sjokk við
að vera kominn upp í tvær tölur og áttaði mig þá í
fýrsta skipti á að ég væri dauðlegur," segir Róbert
dramatískur þó að hæðnin leyni sér nú ekld.
Hann er alveg með það á hreinu, hann Ró-
bert, hvað hann langar helst að fá í afmælisgjöf.
„Prófessjonal ljósmyndavél en ég hef mjög gam-
an af því að taka ljósmyndir úr lofti þegar ég er í
svifflugi," segir Róbert sem er greinilega ævintýra-
maður mildll en á döfinni hjá honum er að fara
í fallhlffarstöklcskóla í Bandaríkjunum. DV óskar
Róberti til hamingju með daginn.
Þrítugur í dag
Róberti þykja afmælisdagar óþægileg
áminning um hvað tfminn Ifður hratt.