Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Qupperneq 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 4. MARS 2008
Fréttir DV
NIELS RUKKAR
RAÐHERRA
Skipstjórinn Níels Ársælsson segir íjármálaráöherrann Árna Mathiesen skulda
sér hálfa milljón í ferða- og launakostnað eftir að hann bar vitni fyrir hann árið
2002. Ekkert bólar þó á peningunum að sögn Níelsar.
VALUR GRETTISSON
blaðamaður ikrifar:
|P
„Ég sendi honum póst og lét hann vita
að ég nennti þessu ekki, síðan varaði
ég hann við að þetta yrði sent í inn-
heimtu yrði þetta ekki borgað," seg-
ir skipstjórinn Níels Ársælsson um
meintan ferðakostnað sem hann fékk
aldrei greiddan af hálfu fjármálaráð-
herra fslands. Níels bar vitni í meið-
yrðamáli árið 2002 fyrir hönd Árna
Mathiesen, þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra, en þá hafði Magnús Þór
Hafsteinsson þingmaður, stefnt Áma
fyrir ummæli sem hann lét falla í sjón-
varpsfréttum. Að sögn Níelsar fékk
lögmaður ráðherrans, Árni Grétar
Finnsson, hann til þess að bera vitni
gegn því að vinnutap og ferðakostn-
aður yrðu greidd. Nú sjö árum síðar
vill Níels meina að kosmaðurinn, sem
nemur hálfri milljón, hafi ekki verið
greiddur.
Brottkastsmálið
Upptök málsins má rekja til brott-
kastsmálsins ffæga sem fór í hámæli
árið 2001. Þá sýndi Magnús Þór Haf-
steinsson, þáverandi fréttamaður
RÚV myndbandsupptökur af gríðar-
legu brottkasti á sldpum. Meðal ann-
ars voru slíkar myndir teknar upp á
báti Níelsar. Árni Mathiesen var þá
sjávarútvegsráðherra en hann vildi
meina að upptökumar væm sviðsett-
ar auk þess sem hann sakaði Magnús
um hlutdrægni í fréttaflutningi. Þessu
vildi Magnús ekki una og stefndi ráð-
herranum fyrir Héraðsdóm Reykja-
ness. Hann vann málið þar en tapaði
fyrir Hæstarétti fslands og var Ámi
sýknaður að lokum.
Hugsaði lítið um kostnaðinn
Nokkur vitni voru kölluð fyrir hér-
aðsdóm og meðal annars Níels. Sjálf-
ur segist hann ekki hafa viljað bera
Níels Ársælsson Vakti landsathygli
þegar hann var dreginn fyrir dóm fyrir
brottkast.
vitni í málinu til að bytja með en gerði
það þó að lokum, þá aðallega til þess
að skjalfesta eigin afstöðu í málinu.
Hann vill meina að lögffæðingur
Áma Mathiesen hafi lofað að borga
laun afieysingamanns á skipi sem Ní-
els stýrði og ferðakostnað til Reykja-
víkur svo hann gæti vitnað. Á það var
fallist að sögn Níelsar.
„Ég var nú h'tið að hugsa út í þetta
til að byrja með. Síðan leið eitt og hálft
ár áður en ég athugaði með kostn-
aðinn," segir Níels um meinta skuld
Árna.
Þolinmæðin brestur
Að lokum brast þohnmæði Níels-
ar og hann hringdi að eigin sögn í lög-
mann ráðherrans sem var Árni Grét-
ar Finnsson. Að sögn Níelsar tók Ámi
Grétar vel í erindi hans og mun hafa
kannast við það. Hann lofaði að láta
ráðherrann vita afþessuogmáliðyrði
ieyst þar með.
„Síðar eru liðin um fjögur ár,“ seg-
ir Níels en ekkert hefur bólað á ferða-
kosmaðinum eða launum afleys-
ingamannsins. Sjálfur telur Níels
kosmaðinn nema um hálffi milljón
króna.
Bíður eftir svari
Þrautseigja Níelsar er nokkur því
hann hefur undanfarið sent Áma
Mathiesen allnokkra pósta til þess að
minna hann á skuldina sem hann tel-
ur sig eiga inni hjá ráðherranum.
Hann hefur engm svör fengið.
Að lokum sendi Níels á hann
tölvupóst þar sem hann
sagðist ekki nenna að eltast
svona við meinta skuldar-
ann. Hann sagði næsta
mál á dagskrá að senda
málið í innheimtu. Hann
svarar því þó aðspurður
algjörlega óljóst hvað
hann geri nú en held-
ur þó öllum möguleik-
um opnum. Hann
hefur sem sagt ekki
tekið ákvörðun hvort
hann leiti ráða hjá
lögffæðingi vegna
málsins.
Engin viðbrögð
Og enn bíð-
ur Níels eftir við-
brögðum frá ráð-
herranum sem
hann býst ekkert
sérstaklegavið.
Það sem Ní-
els biður um er að fá
kostnað þeirra þriggja
daga sem hann gisti í
höfuðborginni greidda
til baka. Auk kosmaðar
vegna afleysingamannsins.
Þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir náðist ekki í Áma
Grétar Finnsson né fjár-
málaráðherrann.
,Ég var nú lítið að
hugsa út í þetta til
að byrja með. Síðan
liðu eitt og hálft ár
áður en ég athugaði
með kostnaðinn.“
Skortur á dómtúlkum, mótmæli dómara og Mannréttindasáttmáli Evrópu setja strik í reikninginn:
Líkamsárás fimm sinnum fyrir dóm
Ákæra á hendur tveimur karl-
mönnum og einni konu vegna al-
varlegrar líkamsárásar var tekin
fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í
þriðja sinn á dögunum. Málið hef-
ur ennfremur tvisvar komið fyrir
Hæstarétt.
Ástæður þess að málið hefur
flakkað á milli dómstiga eru tví-
þættar. Annars vegar eru skiptar
skoðanir á því hvort skýrslur vitna
á íslensku hafi verið þýddar fyr-
ir sakborninga á viðeigandi hátt.
Hins vegar er umdeilt hvort dóm-
arar sem áður hafa dæmt sakborn-
inga seka skuli sitja áfram við end-
urupptöku.
Ein kona og tveir karlar; Du-
angnapha Wisetrit, Kamphoung
Lomain og Somsak Phuangmalai,
eru ákærð fyrir stórfellda líkamsár-
ás í apríl 2004. Þau eru sökuð um að
hafa ráðist á mann í Þingholtsstræti
með höggum og spörkum. Auk
þess hafi Duangnapha og Somsak
slegið hann í andlit og höfuð með
glerflöskum þannig að hann hlaut
skurði á hægri augabrún, vinstra
gagnauga og hnakka, auk þess sem
hann nefbrotnaði.
Fyrsta aðalmeðferð var vand-
kvæðum bundin vegna þess að eng-
inn löggiltur dómtúlkur í taílensku
starfar hér. Engu að síður voru þau
þrjú sem um ræðir fundin sek.
Það er ekki nýmæli að Hæsti-
réttur vísi málum aftur heim í
hérað en sjaldgæft að það sé gert
þegar um sakfellingu er að ræða.
Hæstiréttur taldi málsmeðferðina
í andstöðu við Mannréttindasátt-
mála Evrópu vegna skorts á viðeig-
andi túlkun og því óhjákvæmilegt
annað en að ómerkja meðferðina.
Héraðsdómarar rituðu í kjöl-
farið bréf til Hæstaréttar, en fá ef
nokkur fordæmi eru fyrir slíku.
Þar mótmæltu þeir úrskurðinum
og héldu fast við að málsmeðferð
hefði verið réttmæt.
Guðrún Sesselja Arnardótt-
ir, verjandi Duangnapha, segir
að þegar sakborningar hafi verið
fundnir sekir sé það þeim í óhag
að sömu dómarar dæmi málið á
ný. Hún segir algengara að mál-
um sé vísað aftur í hérað þegar
um sýknudóm sé að ræða en sak-
fellingu. í þessu tilviki voru aukn-
ar líkur á óvilhallri málsmeðferð.
Verjendur sakborninga héldu
því fram að héraðsdómarar væru
vanhæfir og óskuðu eftir að þeir
vikju.
Aftur fór málið fyrir Hæstarétt
og var það álit allra þriggja dóm-
ara þar að héraðsdóm-
ararnir ættu að víkja.
Tveir komust að þeirri
niðurstöðu vegna
þess að þeir höfðu
áður dæmt sakborn-
inga seka. Sá þriðji, Jón
Steinar Gunnlaugsson,
skilaði séráliti og telur
þá óhæfa vegna hinna
óhefðbundnu bréfaskrifta
þar sem þeir tóku efnislega
afstöðu. Nýir dómarar taka
því við málinu.
Skilaði séráliti Jón Steinar
Gunnlaugsson er einn
hæstaréttardómaranna sem
komust að þeirri niðurstöðu
að héraðsdómararnir væru
vanhæfir.