Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.2008, Síða 11
■ÞRIÐXUDlAGuk Í'tóXtólÖbá.Æ
DV Fréttir
KOLBEINN ÞORSTEINSSON
bladamadur skrifar:
Leynirýmið sem breska rannsókn-
arlögreglan uppgötvaði í síðustu
viku kemur heim og saman við frá-
sagnir fjölda fyrrverandi vistmanna
á barnaheimilinu í Haut de la Gar-
enne á Jersey. Þar er að finna stóra
steinsteypta þró og segja mörg fórn-
arlambanna að þeim hafi verið gert
að dúsa þar í ísköldu vatni og þurftu
síðan að þola misnotkun og ofbeldi
af hálfu starfsfólks stofnunarinnar
og utanaðkomandi. Lögreglan hef-
ur fundið þijár leyndar vistarverur
enn sem komið er og fann hlekki í
einni þeirra. Ekki hefur fengist stað-
fest að þeir tengist málinu á nokk-
um hátt.
Sá óhugnanlegi grunur hef-
ur læðst að lögreglunni að undir
byggingunni geti verið að finna net
leyniherbergja og býr hún sig undir
viðamikla leit á sama tíma og þræð-
ir rannsóknarinnar leiða hana víðar
um eyjuna.
Öryggisdeild og
góðgerðarsamtök
Áður hefur verið upplýst að
rannsókn lögreglunnar beinist að
samtökunum Sea Cadets á Jersey.
Sea Cadets em sjálfboðaliðssam-
tök fyrir rmglinga á aldrinum 12 til
18 ára og em með starfsemi um allt
Bretíand. Sea Cadets vom með að-
stöðu í Haut de la Garenne og við
upphaf rannsóknarinnar árið 2006
hnaut lögreglan um tengsl fóm-
arlamba við samtökin. Á heima-
síðu samtakanna segir í orðsend-
ingu Melanie Bowran, talsmanns
þeirra, að þau hafi veitt lögreglunni
fullt liðsinni við rannsóknina und-
anfama mánuði. Að sögn Bowran
leika samtökin lítinn þátt í rann-
sókninni og hún snúi ekki að sam-
tökunum heldur einstaklingum
sem tengdust þeim.
Greenfield-öryggisdeildin á
eynni er einnig undir smásjá lög-
reglunnar. Öryggisdeildin er hugs-
uð fýrir unglinga og böm sem glíma
við hegðunarvandamál og hafa gert
tilraun til sjálfsmorðs. Grunur um
illa meðferða bama á stofnuninni
er ekki nýtilkominn. Á síðasta ári
var Simon Bellwood félagsráðgjafi
rekinn úr starfi við stofnunina eftir
að hafa gagnrýnt þeir aðferðir sem
tíðkuðust þar innan veggja.
Að sögn Bellwoods vom börn,
niður í ellefu ára aldur, sett í sól-
arhrings einangrun eða lengur og
hann áleit að bömum sem vist-
uð vom á stofnuninni væri hætta
búin vegna skorts á meðferðarúr-
ræðum, reynsluleysis starfsfólks,
einangrunar frá umheiminum og
„arfleifðar ótta" sem kom í veg fyrir
að starfsfólk tjáði sig um ástandið.
Bellwood sagði að hann hefði verið
„gagnrýndur fyrir að eiga erfitt með
að umbera refsingu" þegar böm
vom beitt henni.
Yfirgaf staðinn í öngum sínum
Christine Bowker var ung kona
þegar hún vann sjálfboðavinnu
á Haut de la Garenne um tveggja
mánaða skeið árið 1972. Hún sagði
að starfsfólk stofnunarinnar hefði
verið „ískalt" og að börnin hefði
skort ástúð. Hún sagði í viðtali við
BBC að hún hefði yfirgefið staðinn
vegna ótta við hið „illa" sem þar við-
gekkst. Að sögn Bowker var engu
„Efbörnin slökuðu á
eða brugðust við ástúð
minni sendu þeir [starfs-
mennirnir] börnunum
og mér illt augnaráð og
börnin skriðu aftur inn í
skelsína."
líkara en enginn væri við stjóm
á heimilinu, aðeins sex eða átta
starfsmenn sem varla sögðu „siðað
orð" og hefðu verið „kaldranalegir
og yfirvegaðir".
„Þeir hundsuðu mig alfarið og
töluðu ekki mildð saman. Þeir vom
sjúklegir að sjá - starandi augu og
strekktir á taugum. Þetta var óhugn-
anlegt," sagði Christine Bowker. Hún
varð ekki vitni að misnotkun, en
skynjaði að börnin vom óttaslegin.
„Ef börnin slökuðu á eða bmgðust
við ástúð minni sendu þeir [starfs-
mennimir] bömunum og mér illt
augnaráð og bömin skriðu aftur inn
í skel sína." Þegar Bowker reyndi að
segja fólki frá grunsemdum sínum
mætti henni „veggur þagnar" og
hún yfirgaf stofnunina í öngum sín-
um eftir tveggja mánaða dvöl.
Feiti maðurinn
I fyrradag staðfesti lögreglan að
einn þeirra sem nefndur hefur ver-
ið til sögunnar sem níðingur í mál-
inu hafi verið mikils metinn stjóm-
málamaðurog formaður nokkurra
nefiida. Þar er um að ræða Wilfred
Krichefski, sem einnig var kallaður
Feiti maðurinn, en hann lést árið
1974. Að sögn eins fórnarlambs
heimsótti hann Haut de la Garenne
reglulega, til að beita drengi kyn-
ferðislegu ofbeldi, allt til dauðdags.
Fómarlambið staðhæfir að sér
hafi verið nauðgað ítrekað af Krich-
efski á bamaheimilinu árin 1962
og 1963. Fómarlambið, karlmað-
ur á sexmgsaldri, sagði að í hverj-
um mánuði hefði hann og annar
drengur verið færðir í bakherbergi
og þeir misnotaðir af tveimur karl-
mönnum. Hann sagði að við þessi
tækifæri hefði hann verið vakinn af
umönnunaraðila með orðunum:
„Það er einhver sem vill hitta þig."
Hann sagði geðlækni, einum
manna, frá ofbeldinu á sínum tíma
og fékk þau svör að ef hann viðraði
þessar ásakanir aftur yrði hann lok-
aður inni á geðsjúkrahúsi.
Gæta flóttaleiða
Einhveijir núlifandi eistakling-
ar úr stjómkerfi Jersey-eyjar liggja
undir grun um aðild að ofbeldinu,
en lögreglan hefur ekki, af lagaleg-
um ástæðum, viljað gefa upp nöfn
þeirra. Enn sem komið er hefur
einn fýrrverandi starfsmaður Haut
de la Garenne verið ákærður og
vaktar lögreglan flugvöll og hafnir
til að koma í veg fýrir flótta grun-
aðra.
Lögreglan telur sig hafa vissu
fyrir því að einn fyrrverandi starfs-
manna bamaheimilisins hafi hót-
að fyrrverandi vistmanni til að letja
hann til að samvinnu við lögregl-
una. Lenny Harper, sem fer fyr-
ir rannsókninni, sagði að hart yrði
tekið á öllum þeim sem reyndu að
hindra framgang réttvísinnar. Talið
er að rannsókn málsins geti tekið
allt að einu ári.
í dag rennur upp ögurstund í slagnum um útnefningu demókrata-
flokksins til forsetaframboðs í Bandaríkjunum.
Hillary Clinton stóð í ströngu um
síðustu helgi. f dag fara fram for-
kosningar í Texas og Ohio og Hill-
ary hefur róið lífróður í baráttu fyr-
ir útnefningu demókrataflokksins
til forsetaframboðs. Hún jós tugum
milljóna króna í auglýsingaherferð,
enda talið að úrslit í þessum tveimur
fylkjum muni ráða framtíð hennar í
kosningaslagnum. Kosningavél Hill-
ary fór svo mikinn að þess hafa ekki
sést dæmi síðan í upphafi baráttunn-
ar fyrir tveimur mánuðum.
Kosningastjórar Hillary hafa
herjað á keppinaut hennar, Barack
Obama, í málefnum sem tengjast
öllu frá reynsluleysi hans í utanrík-
ismálum til umdeildra tengsla hans
við lóðasölu í Chicago. Innan her-
búða Hillary ríkir enginn uppgjafar-
andi og greinilegt að ef hennar bíður
ósigur mun það ekki gerast án bar-
áttu.
Samkvæmt könnunum í gær
hafði Hillary naumt forskot á Obama
í Ohio og örlítið minna fylgi en hann
í Texas. Það er mikil breyting frá því
sem var fyrir um mánuði, en þá var
hún með traustvekjandi forskot í
Ohio og einhverju minna í Texas. En
sú fullvissa að Hillary myndi vinna
útnefningu demókrataflokksins sem
eitt sinn lifði með stuðningsmönn-
um hennar hefur undanfarið vikið
fyrir voninni einni saman.
Slæmur fyrirboði
Auk aukins krafts í auglýsinga-
áróðri höfðaði Hillary til nafntog-
aðra demókrata. Á meðal þeirra
eru leikarahjónin Ted Danson, sem
gerði garðinn frægan í sjónvarps-
þáttunum um Staupastein, og Mary
Steenburgen. Einnig leiðaði hún
ásjár Jacks Nicholson sem svaraði
kallinu með því að gera auglýsingu
fyrir hana þar sem hann skírskot-
aði til kvikmyndarinnar A Few Good
Men og sagði að það væri fátt kyn-
þokkafyllra en að heilsa kvenkyns
yfirforingja.
Kosningastjórn Hillary segir að
sextíu prósent kjósenda í suður-
hluta Texas séu konur af rómönsk-
um uppruna, og þangað muni Hill-
ary sækja stuðning. En í San Antonio
upplifði Hillary slæman fyrirboða
þegar hún og Obama héldu kosn-
ingafund á sama tíma á föstudags-
kvöldið. Á sama tíma og átta þúsund
manns sóttu fund Obama komu ein-
ungis um tvö þúsund manns á fund
Hillary.
Obama hefur tryggt sér 1.385
kjörmenn, en Hillary Clinton 1.276
og 370 kjörmenn eru í boði í Tex-
as og Ohio og tveimur smáfylkjum
á Nýja-Englandi; Rhode Island og
Vermont. Hillary Clinton nægir ekk-
ert minna en sannfærandi sigur ef
henni á að takast að jafna forskot
Obama. Ef eitthvað er að marka spár
verður mjótt á mununum og ef Hill-
ary innbyrðir ekki afgerandi sigur er
líÚegt talið að Obama fari þess á leit
við hana að hún stígi til hliðar.
Nýr ráðsmaður í Kreml
Vestrænir eftirlitsmenn sem fylgd-
ust með forsetakosningum í Rúss-
landi segja að framkvæmd hennar
hafi verið stórlega ábótavant. Engu
að síður hafa Evrópusamband-
ið, Þýskaland og Frakkland óskað
Dmitry Medvedev til hamingju
með sigurinn og létu í ljósi von
um bætt samband. Medvedev
hlaut um sjötíu prósent greiddra
atkvæða, en sá sem næstur kom,
Gennady Zyuganov, fékk tæplega
átján prósent. Að sögn fréttastof-
unnar Itar-Tass hefur Zyugan-
ov heitið því að leggja fram kæru
vegna kosningasvindls.
Minnistöflur
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
FOSFOSER
MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is