Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008 Fréttir DV Forsætisráöherra kaus aö aka 679 metra leið í gegnum miöbæinn á leið sinni á fund um bætta imynd ís- lands. Ef hann heföi valið að ganga í góða veðrinu hefði það tekið hann fjóra og hálfa mínútu. Gönguleiðin að Hafnarhúsinu, þar sem Listasafn íslands er til húsa, er um 370 metrar. GAKKTU GEIR BALDUR GUÐMUNDSSON bladamadur skrifar baldur«‘dv.is Geir H. Haarde forsætisráðherra var ekið frá Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg, að Hafnarhúsinu í Tryggvagötu í vikunni. Þar sótti hann fund um ímynd íslands. Bein lína á milli húsanna er 330 metr- ar en styrsta gönguleiðin, fram hjá Bæjarins bestu, telur 370 metra. Þar sem gatnamótin á milli Kolaports- ins og Bæjarins bestu eru lokiuð, er styrsta mögulega akstursleiðin 679 metrar. Krókaleið um miðbæinn Hjá forsætisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að Geir hefði farið með bflstjóra forsætisráðherra frá Stjórnarráðinu að Hafnarhúsinu í Tryggvagötu á mánudaginn. Rík- isstjórnin hafi verið á fundi í ráðu- neytinu og því hafi ráðherrann far- ið þaðan á fundinn. Ef litið er á kort af miðbænum og tekið er mið afyf- irstandandi vegaframkvæmdum við Kolaportið, sést að styrsta færa leiðin er um Lækjargötu, Kirkju- stræti, Aðalstræti og Naustina. Sú vegalengd er 679 metrar en myndir af vettvangi gefa sterklega til kynna að bfll ráðherra hafi komið þá leið. Hin færa leiðin liggur 800 metra um Lækjargötu og Geirsgötu en bflnum var þannig lagt að ólíklegt er að sú leið hafi verið farin. Ein með öllu Ekki er auðvelt að reikna út hversu langan tíma það hefur tek- ið að aka þessa leið, sem sýnd er á kortinu. Ekið er um þröngar göt- ur og umferð þar stundum mikil, auk þess sem hámarkshraði á þess- um götum er ekki hár. Þetta hefur væntanlega tekið nokkrar mínútur. Það liggur hins vegar fyrir að ef Geir hefði gengið á fimm lalómetra hraða á klukkustund, frá ráðuneytinu og stystu leið að Hafti- arhúsinu, hefði það tekið hann um fjórar og hálfa mínútu. Örlítið leng- ur ef hann hefði gripið með sér eina með öllu og kók af Bæjarins bestu. Þar sem samgönguráðherra var með í för hefði Geir getað nýtt fé- lagsskapinn og valið aðrar, kannski fallegri gönguleiðir. Hann hefði til dæmis getað gengið um Austur- stræti með viðkomu á Ingólfstorgi, eins og sjá má á kortinu. Það hefði lengt leiðina um 50 metra. Upp á gangstétt Á meðan Geir sat inni á fund- inum skrifaði stöðumælavörður sekt á ráðherrabflinn fyrir að leggja ólöglega. Hann var hálfur upp á gangstétt. Lögreglan upplýsti síð- ar að sektin næmi 1500 krónum, ef hún yrði greidd innan þriggja daga. Ekki er vitað nákvæmlega úr hvaða vasa sá peningur kemur en yfirleítt er ábyrgðarmanni bflsins gert að greiða hana. Hún rennur í Bflastæðasjóð borgarinnar, að sögn lögrelgu. ímynd Geirs Ekki er allt búið enn. Á meðan Geir sat fundinn um ímynd Islands, létu vörubflstjórar á sér kræla, sem aldrei fyrr. Þeir fylktu liði og söfnuð- ust saman fyrir utan Hafnarhúsið, með þeim afleiðingum að ráðherra- bfllinn lokaðist inni og komst ekki burt þegar fundurinn kláraðist. Það hefði ekki gerst ef Geir hefði nýtt góða veðrið og gengið . í rúmar fjórar mínútur, í stað þess að þiggja far með einkabflstjóra. Hann hefði auk þess bætt ímynd sína og mætt ferskari á fundinn, án þess þó að því sé haldið fram að hann hafi ekki verið hinn hressasti. Hann hefði líka sloppið við sektina. Leggja hefði átt til leyfi til hjónabands samkynhneigðra segir Hjörtur Magni fríkirkjuprestur Missa af einstöku tækifæri Islensk stjórnvöld misstu af ein- stöku tækifæri til að brjóta blað í sögu mannréttinda á heimsvísu með því að leyfa aðeins staðfesta sambúð samkynhneigðra en ekki að samkyn- hneigð pör fengju að ganga í hjóna- band eins og gagnkynhneigð pör. Þetta segir séra Hjörtur Magni Jó- hannsson, prestur Fríkirkjunnar í Reykjavík. Séra Hjörtur Magni fagnar ný- framkomnu frumvarpi forsætisráð- herra um að prestar fái að blessa stað- festa samvist samkynhneigðra para. Honum finnst hins vegar of skammt gengið. „Um leið og ég fagna því að merkum áfanga skuli vera náð tel ég dapurt að skrefið skuli ekki stigið til fulls og samkynhneigðum leyft að ganga í hjónaband rétt eins og gagn- kynhneigðum." Hann telur að best Brúðhjón Samkynhneigðir fá ekki að ganga í hjónaband en fá staðfesta samvist blessaða hjá þeim prestum sem það vilja. hefði verið að fella niður lagabálkinn um staðfesta samvist og gera ein lög sem gætu orðið fyrirmynd fyrir lög- gjöf annarra ríkja. „Við hefðum getað orðið frum- kvöðlar í mannréttindamálum en missum af því tækifæri með þessu. Það getur verið skaðlegt að stíga skrefið bara til hálfs," segir séra Hjörtur Magni. Hann telur að helsta ástæðan fyrir því að ekki sé gengið lengra sé fyrirstaða þjóðkirkjunnar. „Biskups sérstaklega held ég." Kirkj- unnar menn samþykktu á þingi sínu að þeir gætu sætt sig við að prest- ar gætu, en væru ekki skuldbundnir til að blessa staðfesta samvist. Hall- dór Ásgrímsson, fyrrverandi forsæt- isráðherra, sagði á sínum tíma að hann vildi taka tillit til Þjóðkirkjunn- ar og það virðist Geir H. Haarde, nú- verandi forsætisráðherra, gera. Hjörtur Magni jafnar því tæki- færi sem íslendingar höfðu til að láta til sín taka núna við forgöngu þeirra sem unnu að afnámi þræla- halds og upptöku kosningarétt- ar kvenna á sínum tíma. „Með ná- kvæmlega sama hætti gætum við núna sem þjóð verðið í framvarðar- sveit og frumkvöðlar að því að móta merkilega lagasemingu á þessu sviði. Réttindi samkynhneigðra á við gagnkynhneigða eru ekkert ósvipuð þessu í kirkjusögulegu samhengi við það þegar þrælahald var afnumið og konur fengu kosningarétt. Séra Hjörtur Magni seg- ir að hann hafi þeg- ar fengið nokkr- ar bókanir hjá þeim sem vilja fá staðfesta samvist sína blessaða í Frí- kirkjunni. Gátum verið fyrirmynd annarra Hjörtur Magni segir að (slendingar hefðu getað haft frumkvaeði á heimsvísu með því að leyfa hjónabönd samkynhneigðra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.