Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Qupperneq 9
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 9. APR(L 2008 9 ■A.______k/ ÍDV WtjFRÉTTIR Tuttugu prósent keyrðu of hratt Nær fimmti hver ökumaður sem lögreglan mældi hraðann á í mars og apríl reyndist á ólögleg- um hraða. Hraðamælt var á nítján stöð- um í Hafnarfirði þar sem komið vár fyrir ómerktri lögreglubif- réið sem búin er myndavélabún- aði. f átakinu voru 403 ökumenn kærðir af 2.229 ökumönnum sem myndavélin vaktaði. Niðurstöð- urnar eru lögreglunni talsverð vonbrigði en flestir þeirra sem óku of hratt mældust á götum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetr- ar. Mælt var í eina klukkusmnd á hverjum stað. Flestir voru kærðir á Kirkjuvöllum, eða 55 ökumenn. 54 ökumenn voru kærðir á Hring- braut og Álfaskeiði. VaraGore við álfyrirtækjum Stjórn Framtíðarlandsins hefur skrifað Af Gore, fyrrver- andi varaforseta Bandaríkjanna og handhafa friðarverðlauna Nóbels, opið bréf vegna heimsókn- ar hans til lands- ins. Hann fékk bréfið í hendur við komu sína til landsins í gær. Segist stjóm Framtíðarlands- ins fagna komu Als Gore til landsins og þakkar honum lofs- vert framtak hans við að fræða almenning um loftlagsbreytingar og afleiðingar þeirra. Markmið- ið er þó að upplýsa hann um að Rio Tinto Aican, Alcoa og Cent- ury Aiuminum hafi beitt miklum þrýstingi til að fá ódýra raforku til framleiðslu sinnar á íslandi. Vilja 200 þúsund að lágmarki Stéttarfélag ríkisins krefst þess að lágmarkslaun SFR- félaga verði ekki undir 200 þúsund krónum á mán- uði og að bættur verði réttur starfsmanna vegna veikinda og slysa. Ennfremur að sí- og endurmenntunarúrræði verði styrkt og orlofsréttur verði bættur. Þetta kom fram á fyrsta fundi samninganefndar SFR og samninganefndar ríkisins sem haldinn var í gær. Ólympíueldurinn á Islandi Hinn mjög svo umdeildi ól- ympíueldur millilenti á Keflavík- urflugvelli í fýrrinótt samkvæmt heimasíðu Víkurfrétta. Flugvél- in sem bar eldinn var að koma frá Frakklandi þar sem þurfti að slökkva eldinn fjórum sinnum vegna aðgangshörku stuðnings- manna Tíbeta þar í landi. Vélin var á leiðinni tU San Francisco þar sem haldið verður áfram með eld- inn. Flugvélin dvaldi hér í rúmar tvær klukkustundir og hélt svo vestur á bóginn. Ekki fýlgir sög- unni hvort logað hafi á kyndlinum ájmeðan hann var ferjaður á milli landa. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallar íslands og fyrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofn- unar, segir það til bóta ef óháðri stofnun til efnahagsgreininga væri komið á laggirnar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þörf fyrir óháðan greiningaraðila innan stjórnkerfisins. VANTAR ÓHÁÐA GREININGU „Fjármálageirinn er orðinn mjög stór og væri eðlilegt að hafa stofnun sem þessa til upplýsingagjafar." ROBERT HLYNUR BALDURSSON bladamaður skrifar: roberthb@dv.is Þórður Friðjónsson, forstjóri Kaup- hallar íslands og fýrrverandi forstjóri Þjóðhagsstofnunar, segir það til bóta ef óháðri stofnun til efnahagsgrein- inga yrði komið á laggimar. „Það væri þess virði að velta fyrir sér að stofna efnahags- og greiningarfýrirtæki sem sæi um efnahags- og fjármálalegar greiningar og væri jafnframt með er- lendan vinkil og sjónarhom á efna- hagsmálin. Stofiiunin væri ráðgef- andi þar sem erlendir og innlendir hagfræðingar veita upplýsingar," seg- ir Þórður. Þórður segir að í verkahring stofn- unarinnar gæti verið að koma upp- lýsingum til erlendra aðila sem hefðu hagsmuni af því að fýlgjast með stöðu efnahagsmála á íslandi. „Hún myndi styrkja efnahags- og fjármálalífið og samskipti við údönd í tengslum við alþjóðavæðingu íslensks efnahagslífs. Það er mikilvægt að hafa alþjóðleg- an vinkil á efnahagsh'fið ffá erlendum aðilum og væri það vissulega gagnleg viðbót fýrir þjóðarbúið að hafa hóp sérfræðinga sem kæmi að þessum málum með nýtt sjónarhorn og nýja viðmið- un. Þá má ^ benda - á að í upptaktinum árið 2004 hefði ver- ið gagnlegt að draga upp mynd af stöðu efnahagsmála sem hefði verið gagnrýnni," segir Þórður. Hagræðing verkefna Þjóðhagsstofnun var lögð niður árið 2002 og verkefni hennar færð yfir til fjármálaráðuneytisins og Hagstofu íslands. Áður gátu þingmenn og aðrir leitað til Þjóðhagsstofnunar í tengsl- um við hinar ýmsu þjóðhagsupp- lýsingar og efnahagsgreiningar. Þau verkefhi sem snúa að þjóðhagsreikn- ingum, skýrslugerð um atvinnuveg- ina og fleira voru flutt yfir til Hagstofij Islands. Þær greiningar sem snúa að efnahagsástandi og horfum voru fluttaryfir til fjármálaráðuneytisins. Þjónustuskerðing Ágúst Ólafur Ágústsson, vara- formaður Samfylkingarinnar, segir opinbera upplýsingagjöf um efna- hagsmál hafa ver- niður þegar stofnun nið- ■ ^ggSI ið skorna Þjóðhags- var lögð ur. Ág- úst Greiningardeildirnar bregðast Greiningardeildir bankanna spáðu yfir 30 prósenta hækkun úrvalsvísitöl- unnar í byrjun síðasta árs. Raunin varð að úrvalsvísitalan lækkaði. Álitsgjafar DV telja það hafa verið ranga ákvörðun að færa verkefni Þjóðhagsstofnunar undir fjármálaráðuneytið og Hagstofu (slands. DV-mynd/Ásgeir Gagnrýninn aðili til bóta Þórður Friðjónsson segir að stofnun á borð við Þjóðhagsstofnun hefði komið sér vel í upptakti efnahagslífsins árið 2004. hefur ásamtÁrna PáliÁrnasyni, þing- manni Samfylkingarinnar, talað fýrir því að sambærilegri stofnun og Þjóð- hagsstöfnun verði komið á laggirnar. „Það þarf óháðan aðila innan stjórn- kerfisins sem myndi dýpka umræð- una og upplýsingagjöf. Það væri mjög gagnlegt að hafa svona stofnun til að styðjast við til hliðsjónar við athug- anir Seðlabanka íslands, fjármálaráðuneytis- ins, greiningardeilda bankanna og fleiri að- ila. Fjármálageirinn er orðinn mjög stór og væri eðlilegt að hafa stofnun sem þessa til upplýsingagjaf- , ar," segir Ágúst Ólafur. Ágúst Ól- afur segir það hafa komið til umræðu meðal þingmanna Samfylkingarinn- ar að stofnun sem þessari verði kom- ið á laggirnar og segir breytingarnar sem gerðar voru á Þjóðhagsstofnun árið 2002 hafa verið í óþökk Samfylk- ingarinnar. Ágúst veit ekki til þess að málið hafi verið rætt innan ríkis- stjórnarinnar enn sem komið er, en þeir Árni vöktu fyrst máls á þessu í febrúar. Greiningardeildir bankanna bregðast Nú til dags eru upplýsingar sem snúa að efnahagsgreiningum á hin- um almenna markaði að miklu leyti komnar frá greiningardeildum við- skiptabankanna. Eins og DV hefur greint frá brást greiningardeildun- um aftur á móti illilega bogalistin í tengslum við þróun efnahagsmála á síðasta ári. Þegar úrvalsvísitalan var í þann mund að hrynja síðasta haust, sagði til að mynda Ingólfur Bender, forstöðumað- ur greiningardeildar Glitnis, að kauptæki- færi væru að skapast á hlutabréfamark- aðnum. Ekki náðist í Geir H. Haarde forsætisráðherra þegar eftir því var leitað. Erfitt fyrir ungt fólk aö komast inn á húsnæðismarkaðinn: Ungliðar kalla eftir aðgerðum Jakob Hrafnsson, formaður Sam- bands ungra framsóknarmanna (SUF), segir mjög erfitt fýrir ungt fólk að fara inn á húsnæðismarkaðinn eins og núverandi staða í efnahagsmálum sé. „Nú hefur rfldsstjómin ákveðið það að fýrstu húsnæðiskaupendur kaupi ekki íbúð fyrr en 1. júlí, þegar stimp- ilgjöld af fýrstu íbúð verða afnum- in, eins og frumvarp Árna Mathiesen fjármálaráðherra gerir ráð fyrir. Það er nánast ómögulegt að kaupa íbúð fyrir ungt fólk í dag og er nánast jafri erfitt að leigja," segir Jakob. Jakob segir þurfa að skoða hvort íbúðalánasjóður geti boðið upp á 90 prósenta lán til fýrstu húsnæðiskaupa fýrir allt að 15 til 17 milljónum króna til að bregðast við ástandinu. Jakob segir jafnframt þurfa að endurskoða brunabótaviðmiðun fbúðalánasjóðs og telur hana til trafala fyrir unga íbúðarkaupendur. Stefán Úlfarsson, hagfræðingur hjá ASÍ, segir um tíund af ráðstöfun- artekjum íslensks meðaljóns fara í vaxtagjöld. Þetta hlutfall hefur auk- ist mikið á síðustu árum. Stefán seg- ir þessa þróun sérstaklega erfiða fýr- ir þá sem séu að stíga sín fyrstu skref í húsnæðiskaupum og á hann ekki von á því að það breyti einhveiju um þótt stímpilgjöld af fyrstu íbúð verði felld niður. ASÍ er nú að kanna hvern- ig vaxtabyrði heimilanna hefur breyst frá því síðasta vor og þá sérstaklega áhrifin áyngstu húsnæðiskaupendur. Þeir talsmenn ungliðahreyfinga stjórnmálaflokka sem DV hefur náð tali af eru samróma um að núver- andi efnahagsstaða sé erfið fyrir unga húsnæðiskaupendur, en hafa þó mis- Vill breyta viðmiðun íbúðalána- sjóðs Jakob Hrafnsson vill skoða hvort (búðalánasjóður gæti boðið upp á 90 prósenta lán til fyrstu íbúðarkaupa. munandi úrræði um hvemig bregð- ast skuli við. Þórlindur Kjartansson, formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna (SUS), segir ungt fólk hafa þurft að glíma við hátt vaxtastig og telur lausn- ina við vandanum ekld þá að auka við ríkislán, eins og að breyta viðmiðun- um íbúðalánasjóðs. Þórlindur segir hátt vaxtastig vera fýrst og fremst af- leiðingu mjög smárrar myntar oghag- kerfis sem vex mjög hratt. Auk þessa hafi ungt fólk þurft að glfma við mikl- ar hækkanir á húsnæðisverði allt frá árinu 2004. „Það verður að hafa vak- andi auga fýrir því sem hentar best hverju sinni og hefur SUS ekki útilok- að að það verði endurskoðað hvort krónan sé hentug sem gjaldmiðill," segir Þórlindur. Þórlindur segir að nú þegar sé langstærstí útgjaldaliður falinn í skatt- greiðslum og opinberum gjöldum og hugsanlega væri stærsta kjarabótín fólgin í því að draga úr þeim. robenhb@dv.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.