Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008
Fréttir DV
Brothættur
árangur
David Petraeus, yfirmaður
bandaríska hersins í írak, segir
árangurinn sem náðst hefur í
öryggismálum í Irak vera mik-
inn en brothættan. Petraeus
segir of snemmt að segja til um
hversu mikið af herafla Banda-
ríkjamanna í frak skuli senda
heim. Gert er ráð fyrir að 20
þúsund hermenn sem send-
ir voru til landsins á síðasta ári
verði kallaðir heim í júlí. Petra-
eus talaði fyrir því við nefnd á
vegum Bandaríkjaþings í gær að
það verði beðið í 45 daga eftir
að hermennirnir fari hvort kalla
skuli fleiri aftur.
McCann
til Portúqals
Foreldrar Maaeleine
McCann, nánir vinir þeirra og
aðrir sem voru á svæðinu þeg-
ar Madeleine hvarf hafa verið
kallaðir til Portúgals til að taka
þátt í sviðsetningu á brotthvarfi
hennar. Lögreglumenn vilja fara
yfir röð atvika á hótelinu þegar
Madeleine hvarf og hvað hefði
hugsanlega átt sér stað.
Lögreglumennirnir styðjast
við fjölda lykilvitna í sviðsetn-
ingunni og er fyrirhugað að nið-
urstaðan verði kynnt um miðjan
næsta mánuð. Rúmt ár er liðið
frá því að tilkynnt var um hvarf
Madeleine.
Bændur óttast
umjarðirnar
Tugir hvítra bænda í Simb-
abve hafa flúið jarðir sínar af
ótta við að vígamenn taki þær
yfir. Hermenn á vegum rílds-
stjórnar landsins eru sagðir hafa
lagt hald á um 60 jarðir í eigu
hvítra bænda. Forsetakosningar
fóru fram í landinu nýverið þar
sem Robert Mugabe, núverandi
forseti, beið ósigur, en hann hef-
ur verið við völd frá árinu 1988.
Mugabe hefur lengi beitt sér
gegn eignarhaldi hvítra á jörð-
um í Simbabve. fohn Worsley
Worswick, talsmaður bænda,
segir árásir stjórnvalda hafa
byrjað um síðustu helgi og þær
hafi aukist dag frá degi.
Kristnir gegn
rannsóknum
Kristin samtök á Bretlandi
vefengja leyfi sem þar hefur
verið veitt til rannsókna á
fósturvísum. Samtökin segja
stjórnvöld hafa gengið of
langt þegar Kings College í
Lundúnum og Háskólanum í
Newcasde var leyft að blanda
saman mannagenum við egg
úr kúm. Blandan er byggð
upp að 99,9 prósentum úr
genum manna, en samtök-
in telja siðferðilega rangt að
blanda saman genum manna
og dýra. Markmið rannsókn-
anna er að finna lækningu
við sjúkdómum á borð við
Alzheimer og Parkinson.
Ríkisstjórnin i Bretlandi vill herða reglur í innflytjendamálum og neyða þá sem hlutu
landvistarleyfi sem faglærðir innflytjendur til að sækja um á nýjan leik. Talið er að tug-
um þúsunda innflytjenda yrði vísað úr landi ef af yrði en nú hefur Hæstiréttur landsins
dæmt löggjöfina ósanngjarna og ólöglega og rikisstjórnin þarf því að hugsa sinn gang.
1 ( ▲
1 MUiiiÉl - ■ IP. ^
STJ0RNINBRAUTL0G
SIGURÐUR MIKAEL JÓNSSON
blaðamadur skrifar: mikaekod\
Hæstiréttur í Bretlandi hefur tek-
ið fram fyrir hendurnar á ríkisstjórn
landsins með því að úrskurða að
harðari reglur gegn faglærðum inn-
flytjendum sem vilja búa áffam í
landinu séu ósanngjarnar og ólög-
legar.
Ríkisstjórnin hafði áform um að
endurskoða atvinnuleyfi faglærðra
innflytjenda sem fluttu til Bretlands
áður en nýju punktakerfi í innflytj-
endamálum var komið á í lok mars.
Hefðu þeir innflytjendur þurft að
sækja um atvinnu- og landvistar-
leyfi á nýjan leik, undir hertari regl-
um sem miðast að því að stýra flæði
innflytjenda.Tugþúsundum fag-
lærðra innflytjenda og fjölskyldum
þeirra hefði verið vísað úr landi ef
komið hefði til þess að þau þyrftu að
sækja um aftur, að sögn andstæðinga
breytinganna.Hæstiréttur í Bretlandi
hefur nú komist að þeirri niðurstöðu
að innflytjendur hefðu ekki feng-
ið nægan fyrirvara um að reglurnar
væru að breytast. Liam Byrne inn-
flytjendaráðherra sagði ekki útilokað
að innanríkisráðuneytið áfrýi dómn-
Tugþúsundum faglærðra innflytjenda og
fjölskyldum þeirra hefði verið vísað úrlandi.
190 þúsund innflytjendur Streyma
árlega til Bretlands og ríkisstjórnin segir
þá ekki mæta kostnaði.
um. „Gáfum við innflytjendum nógu
greinargóðar aðvaranir um að regl-
urnar gætu breyst á meðan á dvöl
þeirra stæði hér í landi? Við segjum
já, en aðrir segja nei. í þeim skilningi
var rétt að dómari færi yfir málið. Og
nú mun ég skoða málið og ákveða
hvort áfrýjað verður," sagði Byrne eft-
ir dómsuppkvaðninguna.
Vilja stýra flæðinu
Innanríkisráðuneytið vildi að
innflytjendur sem komu til Bredands
á sínum tíma undir löggjöfinni um
faglærða innflytjendur, myndu sækja
um landvistarleyfi á nýjan leik und-
ir nýja punktakerfinu sem var tekið í
gagnið nú á dögunum. Það kerfi, sem
kallast „Tier one", leitast við að stýra
„gæðum" þeirra innflytjenda sem
sækja um landvistarleyfi á Bretlandi.
Ríkisstjómin vill meina að gamla
löggjöfin sé ekki nógu hörð til að
velja þá innflytjendur sem skila
mestu framlagi til efnahagsins í Bret-
landi. Var það niðurstaða þeirra að
þeir innflytjendur sem þar byggju
undir núverandi löggjöf ynnu hrein-
lega ekki þau faglærðu störf sem
voru forsenda landvistarleyfis þeirra.
Sú skoðun ríkisstjórnarinnar mót-
ast meðal annars af skýrslu sem lá-
varðadeildin í breska þinginu skilaði
af sér á dögunum.Þar sagði að á tíu
ára tímabili hefðu innflytjendur ekki
skapað nein efnahagsleg verðmæti í
Bredandi, ef tekið sé tillit til aukinna
útgjalda ríkisstjórnarinnar til skóla-
og heilbrigðiskerfisins til að mæta
aukningu innflytjenda. 190 þúsund
innflytjendur flytjast til Bredands
á hverju ári og em nú 12,5 prósent
verkamanna.
Ósanngjörn breyting
Gagnrýnendur nýrrar hertrar lög-
gjafar ríkisstjómarinnar segja að 90
prósent þeirra 49 þúsund innflytj-
enda sem komu tíl að vinna í Bret-
landi undir löggjöfinni um faglærða
innflytjendur yrðu rekin úr landi ef
þeir yrðu að sækja um í nýja punkta-
kerfinu. Ríkisstjórnin á hinn bóginn
vísaði þeim töíum á bug og sögðu
aðeins rúmlega þúsund verkamenn
verða fyrir barðinu á löggjöfinni.
Dómarinn í málinu, sir George New-
man, sagði á hinn bóginn að breyt-
ingarnar væm ósanngjarnar gagn-
vart þeim sem nú þegar hefðu fengið
landvistarleyfi undir gömlu löggjöf-
inni. Og því væri „engin góð ástæða
fýrir því að þeir sem nú þegar njóta
góðs af gömlu reglunum, ættu ekki
að njóta þeirra áffam".
Stúlka fæddist með tvö andlit á sama höfði:
Barnilíktvið gyðjuhindúa
Bami sem fæddist í þorpi í norð-
anverðu Indlandi hefur verið líkt
við Durga, gyðju hindúa sem stend-
ur fyrir hugrekki. Ástæðan er sú að
barnið fæddist með tvö andlit í stað
eins á einu og sama höfðinu.
Ástand barnsins er mjög sjald-
gæft innan læknavísindanna. Vinod
Singh, faðir barnsins, segir barnið
hafa verið tekið í guðatölu í heima-
bæ sínum, en gyðjan Durga hefur
þrjú augu og margar hendur. Barn-
ið, sem hefur verið nefnt Lali, hefur
aftur á móti fjögur augu, tvo munna
og tvö nef. Eyrun eru þó einungis
tvö á höfði Lali. „Dóttur minni líður
vel, eins og hverju öðru barni," sagði
hinn 23 ára Singh við blaðamann
The Associated Press.
Lali kom í heiminn 11. mars og
þegar foreldrar hennar fóru með
hana heim af spítalanum, átta
klukkustundum eftir fæðingu, hóp-
uðust þorpsbúar að foreldrunum til
að sjá barnið. Sabir Ali, forstjóri Sa-
ifi-sjúkrahússins, segir Lali drekka
mjólk með báðum munnum sínum
og að hún loki öllum fjórum augun-
um samtímis.
Þrátt fyrir að fötíun Lali kunni að
hafa alvarleg heilsufarsvandamál í
för með sér, segja læknar að barn-
inu heilsist vel. „Lali lifir venjulegu
lífi án öndunarerfiðleika," segir Ali
sem segir ekki þörf á því að barnið
gangist undir sérstaka aðgerð.
Lali er fyrsta barn foreldranna
sem giftust í febrúar á síðasta ári.
Singh segir um 100 manns hafa
heimsótt fjölskylduna frá því Lali
kom í heiminn til að votta barninu
virðingu sína og snerta fætur þess.
Margir koma með peninga og óska
blessunar Lali. „Lali er guðsgjöf.
Hún hefur gert þorpið okkar frægt,"
segir Jaipal Singh bæjarfulltrúi.
Hugmyndir eru uppi í þorpinu
um að byggja hof sérstaklega helgað
gyðjunni Durga og hyggjast þorps-
búar óska þess að fá fjárframlög til
framkvæmdanna frá ríkisstjórn Ind-
lands. roberthb@dv.is