Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 31
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 31 LIVERPOOL TRYGGÐI SER FARSEÐILINN I UNDANURSLIT MEISTARADEILDARINNAR í ÞRIÐJA SINN Á FJÓRUM ÁRUM MEÐ 4-2 SIGRI Á ARSENAL í GÆR. LIÐIÐ LEIKUR VIÐ CHELSEA SEM VANN FENERBACHE 2-0. BLS 32 Haukar hafa fengið tvo leikmenn frá Danmörku fyrir næsta tímabil og Birkir ívar íhugar að koma heim. Birkir ívar ligqur undir feldi „Ég hef ekki tekið neina ákvörð- un um að koma heim. En það eru lík- ur á því. Bömin em að byrja í grunn- og ffamhaldsskóla þannig að það em alveg ágætar líkur á því að ég komi heim en það er ekkert ömggt," sagði Birkir ívar Guðmundsson, landsliðs- markvörður íslands og leikmaður TUS Lubbecke. Birkirhefurverið orðaður við Fram en hann og Viggó Sigurðsson, verð- andi þjálfari Fram, þekkjast vel frá því þegar þeir unnu saman hjá Haukum. „Ef ég fæ ekki almennilegan samning héma úti kem ég heim. Maður er at- vinnumaður og vill hafa eitthvað upp úr því. Það er búið að vera fínt héma úti en það er alltaf best að vera á ís- landi. Fram hefúr haft samband við mig. Viggó er náttúrulega gamall vin- ur og gamall þjálfari en ég er ekkert búinn að ákveða neitt," sagði Birkir í liðsrútunni fyrir leik liðsins gegn Kiel í gær. Framarar væntanlega missa Björgvin Pál Gústavsson úr markinu fýrir næsta tímabil en hann ætlar sér að komast í atvinnumennsku. Birkir er ekki sá eini sem kemur heim fyrir næsta tímabU því Haukar hafa gengið frá samningum við tvo leikmenn samkvæmt heimildum DV, þá Tryggva Haraldsson og Haf- stein Ingason, leikmenn Ribe í Dan- mörku. Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, þekkir vel til í Danmörku og veit vel hvað þeir geta. Aron hefur því tryggt sér þrjá atvinnumenn sem eru að koma heim því Einar Örn Jónsson, leikmaður Minden, er einnig á leið- inni heim og gengur í raðir Hauka. Þá er Sverre Jakobsen, leikmað- ur Gummersbach, á leið í HK, Sigfús Sigurðsson gengur í raðir Vals innan skamms og þeir Fannar Þorbjörns- son (Jenssonar) og Ingimundur Ingi- mundarson eru á leið heim og ætla í ÍR komist Uðið upp í efstu deild. Fyr- ir nokkrum vikum var það nánast ör- uggt en með tapi ÍR gegn Selfossi er alls ekki víst að IR fari aftur upp í deild þeirra bestu. benni@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.