Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Page 32
32 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008
Sport DV
MEISTARADEILDIN
Liverpool - Arsenal 4-2
1-0 Diaby (’13), 1-1 Hyypia C30), 2-
ITorres C69), 2-2 Adebayor C84), 3-2
Gerrard ('85, vfti), 4-2 Babel C90+2).
Liverpool fer áfram samanlagt 5-3
Chelsea - Fenerbache 2-0
1-0 Ballack C4), 2-0 Lampard C87).
Chelsea fer díram samanlagt 3-2
ENSKI
West Ham - Portsmouth 1 -0
NicoKranjcar('61)
Staðan
Lið L u J T M St
1. Man. Utd 33 24 5 4 70:17 77
2. Chelsea 33 22 8 3 58:23 74
3. Arsenal 33 20 11 2 63:27 71
4. Liverpool 33 17 12 4 57:25 63
5. Everton 32 17 6 9 49:27 60
6. Portsmth 33 16 8 9 47:33 56
7. Aston V 33 14 10 9 56:44 52
8. Blackbur 33 13 12 8 43:39 51
9. Man. City 33 13 10 10 37:39 49
lOIWestHa 33 12 8 13 35:40 44
II.Tottenha 33 10 10 13 62:56 40
12. Newcas 33 10 8 15 40:58 38
13. Sunder 33 10 6 17 32:50 36
14. Middles 33 8 11 14 30:47 35
15. Wigan 33 9 7 17 30:47 34
16. Reading 33 9 5 19 37:61 32
17. Birming 33 7 9 17 38:51 30
18. Bolton 33 6 8 19 30:52 26
19. Fulham 33 4 12 17 30:56 24
20. Derby 32 1 8 23 16:67 11
Ur>icefiff
Chelsea á eftir Henry
Slúðurmiðlamir eru fullir frétta af því að
Chelsea ætli sérað ná (Thierry Henry,
leikmann Barcelona. Henry hefur
engan veginn staðið undir væntingum
hjá Barca eftir að hann kom frá Arsenal.
Hann átti að vera hluti af einhverjum
ótrúlegasta kvartett sögunar með Lio
Messi,
Ronaldinho og
Samuel Eto'o f
framlfnu liðsins.
En Henryhefur
lítið getað
einbeitt sérað
fótboltanum
því dóttir hans,
Tea,býrenn í
London með
fyrrverandi konu Henrys. Hann er með
samning við Barca til 2011 en vill að
sögn komastafturtil London.
Hicks horftti á hafnarbolta
Tom Hicks horfði ekki á leik Liverpool
og Arsenal í Meistaradeildinni f gær.
Þess í stað fór hann til Bandaríkjanna til
að kfkja á Texas Rangers, liðið sitt í NBL-
deildinni.„Fyrsti dagurinn f hafnarbolta-
deildinni ereins og þjóðhátíð f
Bandarfkjunum. Ég hefaldrei misstaf
fyrsta leik þar en ég verð með
Liverpool-leikinn á skjá fyrirframan
mig," sagði Hicks.
Tvö á oftir Lennon
Liverpool og Newcastle eru sögð hafa
mikinn áhuga á Aaron Lennon,
leikmanni Tottenham. Juande Ramos,
stjóri Tottenham, ætlar að hreinsa
eitthvað til á White Hart Lane en er ekki
búinn að ákveða framtíð Lennons.
Hann er sagður kosta rúman milljarð
og er Newcastle tilbúiö að láta Charies
N'Zogbia (staðinn. Hann vill endilega
flytja til London enda Frakki.
Björgólfur segir stopp
Björgólfur Guðmundsson, eigandi
West Ham, hefur sagt Alan Curbishley,
stjóra liðsins, aö hann veröi að lækka
launakostnað. Undir stjórn Eggerts
Magnússonar fékk Curbishley óútfyllta
ávfsun fyrir launum leikmanna. Þannig
er Freddy Ljungberg hættur að sitja
fyrir á myndum Calvins Klein. Var hann
rekinn og keyptur út (kjölfarið. Craig
Bellamy, Kieron Dyer, Luis Boa
Morte, Lucas Neill og Matthew
Upson eru allir á svimandi háum
launum en hafa Iftið getað á vellinum.
Björgólfur hefur orðið hart úti (
kreppunniog ekkijafnmikið til f
hirslum hans og áður. Þvf þarf að spara.
Liverpool er komið i undanúrslitin i Meistaradeild Evrópu eftir magnaðan sigur á Ars-
enal, 4-2, á Anfield. Leikurinn var makalaus í alla staði, sóknarbolti af bestu gerð, en
það var Liverpool sem fagnaði í leikslok og verður í undanúrslitunum í þriðja skipti á
íjórum árum þar sem liðið mætir Chelsea.
■H
Það má margt segja um gengi
Liverpool í deildinni í vetur. Það
gleymdist allt í gær þegar liðið bauð
upp á enn eina sýninguna í Meist-
aradeildinni. Rafa Benitez hefur
verið gagnrýndur harðlega í vetur,
talað um að hann sé að fara í lok
leiktíðar og það séu vandræði með
eigendurna. En hann sannaði enn á
ný í gær að Meistaradeildin er hans
keppni. „Hann er vor," sagði Tóm-
as Ingi Tómasson, sérfræðingur um
klæðaburð og knattspyrnu.
Arsenal byrjaði með miklum
látum og átti fyrstu 20 mínúturn-
ar með húð og hári. Allt spil Liver-
pool var stirt og fátt sem benti til
þess sem koma skyldi. Það kom því
ekki á óvart að Arsenal skyldi kom-
ast yflr með marki Aboue Diaby. En
Benitez lagaði leik sinna manna, fór
ekkert á taugum og Liverpool kom
til baka með hjálp vallarins sem lét
í sér heyra sem aldrei fyrr.
Heimamenn jöfnuðu með marki
Sami Hyypia eftir hornspyrnu og þá
varð fjandinn laus. 1-1 í hálfleik og
síðari hálfleikur var gríðarleg stöðu-
barátta en Liverpool samt með yfir-
höndina.
Ótrúlegur lokakafli
Liverpool hefur mann sem heit-
ir Fernando Torres og hann negldi
boltann í samskeytin eftir að hafa
hlegið að Felippe Senderos. Sneri
hann af sér eins og að drekka vatn
og hamraði boltann óverjandi fyrir
Almunia í marki Arsenal. Torres var
ekki búinn að sjást mikið í leiknum
en hann dúkkaði allt í einu upp og
bauð upp á 29. mark sitt á tímabil-
inu.
En gestirnir héldu áfram, vissu að
eitt mark myndi koma þeim áfram.
Theo Walcott var settur inn á til að
fá meiri hraða og hraða bauð hann
upp á þegar hann bjó til mark fyrir
Emanuel Adebayor. Hljóp 85 metra
á 6,78 sekúndum þrátt fyrir að fara
fram hjá einum fjórum leikmönn-
um Liverpool. Arsenal-menn fögn-
uðu og í Meistaradeildinni kostar
augnabliks einbeitingarleysi marga
tugi milljóna.
Ryan Babel var allt í einu kominn
inn í teiginn, féll við og víti dæmt.
Frábær innkoma Ryan Babel skoraðl
síðasta mark Liverpool.
Arsenal-menn stóðu agndofa eftir,
fyrir sjö og hálfri sekúndu voru þeir
að fagna en nú allt í einu var Liver-
pool í kjörstöðu. Steven Gerrard tók
spyrnuna og þrátt fyrir að vera Eng-
lendingur á vítapunkti klikkaði ekki
fyrirliðinn. Arsenal-menn trúðu
vart sínum eigin augum, vissu ekki í
hvorn fótinn þeir áttu að stíga, hvað
þá hvernig þeir áttu að bregðast við.
Þeir reyndu, settu alla leikmenn
fram sem hugsast gátu enda skipti
ekki máli hvort þeir töpuðu 3-2 eða
4-2 og Ryan Babel kórónaði frábæra
innkomu sína með marki undir blá-
lokin.
Enn á ný Chelsea
Liverpool á allt það hrós skil-
ið sem í boði er. Liðið er ótrúlegt í
Meistaradeildinni þó það sé ljóst að
aðdáendur liðsins vilja frekar vinna
Englandsmeistarabikarinn. Að lið-
ið sé 14 stigum á eftir Manchester
United skrifast á Rafa Benitez sem
stjóra liðsins en í gær var hann ekki
gagnrýndur, hann var hetja.
Benitez var stoltur af sínu liði.
„Liðið var frábært. Við vissum að
það þyrfti eitthvað sérstakt á móti
góðu liði. Þeir spiluðu vel og við
vissum að við yrðum að passa okk-
ur og gera réttu hlutina á réttu stöð-
unum. Við gerðum það í seinni hálf-
leik." Aðspurður hvernig honum
litist á Chelsea svaraði Benitez af
sinni einstöku hógværð. „Við mun-
um fyrst njóta kvöldsins og svo för-
um við að huga að leikjunum við
þá.“
Chelsea er komið í undanúrslit eftir 2-0 sigur á Fenerbache:
AUÐVELDARA AÐTALA EN GERA
„Peningar kaupa leikmenn en
ekki hjarta," sagði Deivid, miðju-
maður Fenerbache, fyrir seinni leik-
inn gegn Chelsea. Lundúnaliðið
sigraði í leiknum, 2-0, í gærkvöld og
komst í undanúrslit Meistaradeild-
ar Evrópu. Deivid var kokhraustur
eftir sigur Fenerbache á heimavelli
en lið sem eiga peninga til að kaupa
góða leikmenn klára einvígi eins og
þessi. Ef enskt máltæki væri bein-
þýtt á slakri íslenski þá talaði Fener-
bache talið á meðan Chelsea labb-
aði labbið.
Hið rándýra Chelsea-lið beið ekki
boðanna og hinn hundsúri Michael
Ballack sem hefur haft allt á hornum
sér undanfarnar vikur minnti enn á
sig. Þjóðverjinn stæðilegi skallaði
þá boltann í netið eftir sendingu
Franks Lampard. Eins og Chelsea er
von og vísa voru þeir ekkert að raða ur á Brúnni að bíða þangað til und-
mörkunum inn og þurftu áhorfend- ir lok leiks þegar Lampard sá sjálfur
Dýrkeyptur sigur
Carlo Cudicini fór út af
meiddur og Petr Cech
ereinnig meiddur.
um markaskorun og tryggði auð-
veldan sigur sinna manna, 2-0.
„Við verðskulduðum þetta," sagði
Frank Lampard, annar markaskor-
ari Chelsea, eftir leikinn. „í heild
vorum við betri í báðum leikjunum
þó að við hefðum tapað í Tyrklandi.
Við spiluðum ekki jafnvel og við get-
um í kvöld en meistaradeildin snýst
bara um að ná góðum úrslitum sem
við gerðum í þessar rimmu," sagði
Lampard en Chelsea mætir Liver-
pool í enn eitt skiptið í undanúrslit-
um. „Það er ótrúlegt hversu oft við
mætumst í þessari keppni. Við vit-
um allt um þá og þeir vita allt um
okkur. Það verða erfiðir leikir en það
er mikilvægt fyrir okkur að halda
sömu ró í þeim leikjum og við gerð-
um í kvöld," segir Lampard.
tomas@dv.is