Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008
SUÐURNES DV
„Það eru hátíðahöld hjá okkur á
hverju einasta ári," segir Guðný
Kristjánsdóttir, framkvæmdastjóri
Leikfélags Keflavíkur sem fagn-
ar fjörutíu ára afmæli sínu í vetur.
Það var stofnað árið 1967 og hleyp-
ur fjöldi leikrita sem leikfélagið hef-
ur sett upp á nokkrum tugum. Síð-
ustu ár hefur það sett upp tvö verk
á ári, sem þó hefur ekki alltaf verið
raunin.
„Það hafa komið tímabil þar sem
mikil lægð hefur verið yfir leikhúslíf-
inu í bænum. Bæjarbúar eru náttúr-
lega misduglegir að mæta í leikhús.
En sýningin okkar núna er alveg
að slá í gegn," segir Guðný og vísar
þar til revíunnar Bærinn breiðir úr
sér eftir meðlimi gleðisveitarinnar
Breiðbandið. „Þetta eru þrír aðeins
of þéttir náungar sem gera grín að
því hvað þeir eru kúgaðir af konun-
um sínum," útskýrir Guðný og segir
að þetta sé lýsingin sem þremenn-
ingarnir viðhafi sjálfir um sig.
„Þetta er frábær sýning, enda
erum við að sýna fyrir fullu húsi
hverja einustu helgi," segir Guðný
en sýnt er í Frumleikhúsinu svo-
kallaða við Vesturbraut sem tekur
hundrað og þrjátíu gesti í sæti. Leik-
húsið er einmitt tíu ára um þessar
mundir og því tvöföld ástæða til að
fagna þennan veturinn. En það eru
náttúrlega alltaf hátíðahöld hjá leik-
félaginu eins og Guðný benti á.
Tæplega fjörutíu manns koma að
sýningunni, allir i sjálfboðavinnu
eins og venjan er, að frátöldum
leikstjóranum, hinni þjóðþekktu
leikkonu Helgu Brögu Jónsdóttur.
„Fjöldi þeirra sem taka þátt í upp-
færslunum er mismunandi eftir því
hvað er verið að taka fýrir, en þetta
er svona svipað og gengur og ger-
ist," segir Guðný sem er aðstoðar-
leikstjóri í sýningunni auk þess að
leika hvorki fleiri né færri en fjögur
hlutverk.
Aðeins þrjár sýningar eru eftir, á
fimmtudag, föstudag og laugardag,
og því fer hver að verða síðastur að
sjá gleðina. Allar nánari upplýsingar
er að finna á lk.is. kristjanh@dv.is
KARLOG KONA
Arnar Ingi og Halla Karen í
hlutverkum karls og konu.
MENNINGARFULLTRÚINN
Guðný Kristjánsdóttir í hlutverki
Valgerðar Guömundsdóttur
menningarfulltrúa.
Í
DÆTUR STEIN-
ÞÓRS LJÓSÁLFS
Brynja Ýr, Halla
Karen og Maríanna í
hlutverkum dætra
Steinþórs Jónssonar
Ijósálfs.
RÚNIOGJÓI
Rúnar Jóhannesson og Albert Halldórsson
í hlutverkum Rúnna Júl og Jóa Helga.
t;
I