Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 44

Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Side 44
48 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 SUÐURNES DV < María Guðmunda Pálsdóttir og Eyrún Ösp Ingólfsdóttir eru nemar við Keili á Vallarheiði. Þær eru ánægðar með að vera í íyrsta ár- gangi skólans og fá þannig að taka þátt í að móta skólastarfið. VIÐ MÓTUM SKÓLANN María Guðmunda Pálsdóttir og Eyrún ösp Ingólfsdóttir eru nemar í frum- greinanámi við Keili á Vallarheiði. María er á hug- og félagsvísindalínu og Eyrún er með áherslu á viðskipta- fræði í sínu námi. Eyrún lcaus að leigja út íbúð sem hún á í Keflavík og leigja sér rúmgóða íbúð inni á skólasvæðinu. „Á Valiar- heiðinni leigi ég 170 fermetra íbúð á tæpar 80 þúsund krónur á mánuði. Eins og stendur kem ég út í plús, en ég er að vinna í því að selja íbúðina mína í Keflavík," segir Eyrún. Sonur hennar fer svo í skólann á Vallarheiði næsta vetur. Þetta segir hún að henti vel. Hann sé vanur Hjallastefnu og kyn- skiptum skóla, en þannig er grunn- skólinn á Vallarheiði. María býr í Sandgerði og kýs að ferðast á milli kvöids og morgna. Börnin hennar tvö eru á leikskóla í Sandgerði. „Það passaði bara ágæt- lega að vera áfram þar," segir hún. Við erum tilraunadýr María og Eyrún segja báðar að í rauninni séu það forréttindi að fá að vera með í skólanum frá fyrsta degi. „Auðvitað erum við nokkurs konar tilraunadýr, en í staðinn fáum við að vera þátttakendur í þróun skólans og námsins," segir María. „Við erum að læra frumgreinarnar sem við þurfum til þess að undirbúa okkur fýrir háskólanám. Kennslan er hröð ogálagið talsvert mikið. í rauninni ætti það að gefa okkur ákveðið forskot að vinna undir þessu álagi. Það er meira í ætt við vinnubrögðin sem tíðkast í háskólunum," segir Eyrún. Námið sem þær fara í gegnum í „ÁVALLAR- HEIÐINNILEIGI ÉG170 FERMETRA ÍBÚÐÁTÆPAR80 ÞÚSUND KRÓNUR Á MÁNUÐI." Keili er eins árs langt og á sumum brautum án þess að hlé sé gert að sumri. Eyrún undirbýr sig undir að sækja um í viðskiptafræðideild Há- skólans í Reykjavík. María stefnir að því að fara í Háskóla íslands. Samheldni nemenda Meðalaldur nemenda í Keili er 32 ár. Yngsti nemandinn er 23 ára og elsti er á sjötugsaldri. „Þetta hafa verið ótrúlega sterkir og góðir hópar hérna í vetur, sem er að sjálfsögðu kostur því að mikil áhersla er lögð á hópvinnu," segir Eyrún. Þær segjast báðar finna fyrir mikilli samheldni meðal nemenda og almenn ánægja sé meðal nemenda með skólann, starfsfólkið og þann stuðning sem þar er að finna. Eyrún hyggst halda áffarn að leigja íbúðina á Vallarheiði eftir að hún byrjar að sækja nám í Reykjavík. „Þá kem ég bara til með að nota fríu samgöngurnar meira en ég geri í dag," segir hún. sigtryggur&dv.is Maria og Eyrún María býr í Sandgerði og ekur í skólann á morgnana. Eyrún kaus að leigja út íbúð f Keflavík og flytja inn á Vallarheiðina. Bílahornið Bílahornið ehf. S: 567-2400/659-2021 • www.bilahornid.is Toyota Yaris Árg. 6/2005. beinsk. Ekinn 52þús. Verð: 1.100þús Chevrolet Aveo Árg. 10/2006 Sjálfsk. Ekinn 13þús. Verð: 1.590þúsund Volvo XC70 Toyota Land Cruiser 100 Árg. 10/2004 Sjálfsk. Árg. 2/2006 Sjálfsj. Bensín Ekinn 107þús. Einn með öllu! Ekinn 49þús. Einn með öllu! Verð:3.150þús Verð: 7.200þús HondaCivic 1,81 ES Árg. 3/2006 Sjálfsk. Ekinn 25þús. Verð: 1.990þús. Toyota Avensis Árg. 9/2005 beinsk. Ekinn 57þús. Verð:2.350þús VW Golf Árg. 7/2000 Sjálfsk. Ekinn 102þús. Verð:630þús SsangYong Kyron Árg. 8/2006 Sjálfsk. Ekinn 30þús. Verð:2.950þús M.Benz E55 AMG Árg. 1999 sjálfsk. Ekinn 150þús. Einn með öllu Verð:3.300þús Hyundai Trajet 7manna Árg. 5/2004 Sjálfsk. Ekinn 78þús Verð 1,600þús. Porsche Cayenne S Árg. 10/2004 Sjálfsk. Ekinn 101 þús. Einn með öllu! Verð:6.900þús LMC Dominant 560RDB Árg. 5/2006 sólarsella Fortjald. Flott hjólhýsi! Verð:2.850þús

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.