Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Page 50
50 MIÐVIKUDAGUR 9. APRlL 2008
SUÐURNES DV
Nýr hafnsögubátur íyrir Grindavíkurhöfn er nú í
smíðum á Spáni. Reiknað er með að báturinn verði
tilbúinn um miðjan júní og komi til landsins
skömmu seinna. Báturinn kostar um 100 milljónir
og hefur hækkað um fimmtán milljónir vegna
gengisbreytinga síðustu vikna.
Nýr ha&isögubátur fyrir Grindavíkur-
höfn er nú í smíðum á Spáni. Reikn-
að er með að báturinn verði tilbúinn
um miðjan júní og komi til landsins
skömmu seinna. Um nokkra bylt-
ingu er að ræða fyrir Grindvíkinga,
því gamli lóðsinn er kominn á sjö-
tugsaldur og er mjög úr sér genginn,
að sögn Sverris Vilbergssonar, hafn-
arstjóra í Grindavík.
Þegar samið var um smíðina
hljóðaði kostnaðaráætlun upp á 75
til 80 milljónir króna. Vegna gengis-
breytinga síðustu vikna má þó gera
ráð fyrir að endanlegur kostnað-
ur verði nær eitt hundrað milljón-
um, jafnvel þótt nokkur hluti verðs-
ins hafi þegar verið greiddur. Það er
Grindavíkurhöfn sem kaupir nýja
bátinn en Grindavíkurbær og ríídð
fjármagna kaupin.
Lamaðir án bátsins
„Þetta verður náttúrlega bylting
fyrir okkur að því leyti að án hafn-
sögubáts erum við hálflamaðir," segir
Sverrir hafnarstjóri. Undir venjuleg-
um kringumstæðum þurfi ávallt að
leiðbeina farskipum þegar þeim er
snúið inni í höfninni. Leiðsögumenn
þurfi reyndar líka að vera til taks fyrir
„EN LEIÐSÖGUBÁ-
TINN VILJUM VIÐ
HAFA Á STAÐNUM
(ÞEIRRIVONAÐ
EITTHVAÐ SÉ
EFTIR AFSJÁVAR-
ÚTVEGINUM"
stærri togara. „Sjálf innsiglingin hér
er góð, en það eru þrengsli hér inni
í höfninni sem menn þurfa að venj-
ast og læra á," segir Sverrir. „Ef bát-
urinn er ekki til staðar þá náttúrlega
getum við ekki veitt neitt af þessari
þjónustu."
Ekki er reiknað með því að nokk-
urt verð fáist fýrir gamla lóðsinn
vegna aldurs og ástands. „Ég held að
við teljum okkur heppna ef einhver
finnst sem er tilbúinn til þess að losa
okkur við hann. Kannski er einhver
bjartsýnismaður sem getur hugsað
sér að breyta honum í húsbát eða
eitthvað slíkt," segir Sverrir.
Óhöpp í nýrri innsiglingu
Sverrir segir að jafnvel þótt miklar
SHIPPING PARTNER
MjL'H ' £ Vl V WW \
|
•J •Á
bætur hafi verið gerðar á innsigling-
unni til Grindavíkur, þá sé ekki laust
við að þar verði óhöpp. „Við höfum
talið að þetta væri fremur þægiieg
innsigling, núorðið að minnsta kosti.
Því miður þá hefur mönnum stund-
um reynst þetta erfiðara en við höfð-
um talið. Menn hafa lent í vandræð-
um af ástæðum sem við getum ekki
alltaf sett okkur inn í."
Hann segir að allt of mörg óhöpp
verði í innsiglingunni. Sum þeirra
jafnvel við bestu mögulegar aðstæð-
ur. Við töldum í upphafi að þegar far-
ið var í endurbætur á innsiglingunni
þá yrði það lausn allra vandamála,
en svo varð þó ekki.
Sjávarútveginn áfram
„En leiðsögubátinn viljum við
hafa á staðnum í þeirri von að eitt-
hvað sé eftir af sjávarútveginum,"
bætir Sverrir við. Grindavík sé senni-
lega stærsta löndunarhöfn lands-
ins þegar kemur að botnfiski. „Það
er sennilega landað meira í Reykja-
vík, en það stafar af því hve mikið af
frosnum fiski kemur þar á land. Ann-
ars erum við stærstir."
Hann segir að nokkur svartsýni
hafi ríkt í sjávarútveginum á Suður-
nesjunum. „Við vorum óheppnir hér
með það að þegar búið var að byggja
upp heilmikla hafnaraðstöðu fýrir
loðnuvinnslu, þá brann sjálf versks-
miðjan. Síðan hafa menn reynt h'tið
sem ekkert fyrir sér í loðnuvinnslu
hér."
sigtryggur&dv.is
Þorsteinn Lár er einn af aðstandendum Kef City TV:
aupp
na í Keflavík
„Við erum að gera þetta til að peppa upp
þá gömlu og góðu stemmningu sem var í
sláturhúsinu í gamla daga, þegar Suðurnesin
áttu körfuboltann," segir Rottweilerhundur-
inn, hótelstjórinn og íþróttaáhugamaðurinn
Þorsteinn Lár Ragnarsson. Þorsteinn, ásamt
Sigurði Gunnarssyni, félaga sínum, stendur
nú í því að framleiða stutta þætti sem settir
eru á síðuna youtube, þar sem fjallað er ít-
arlega um körfuboltann í Keflavík. Fjallað er
um einstaka leiki, leikmenn og annað sem
við kemur körfuboltanum, en einnig er talað
við andstæðinga í hverjum leik. „Við vildum
líka gera þetta til þess að fá meiri umfjöll-
un um körfuna á íslandi. Nú er körfuboltinn
búinn að stinga handboltann af og íslensk-
ir leikmenn orðnir mjög færir. En auðvitað
erum við fyrst og fremst að gera þetta fyr-
ir Keflavík," segir Þorsteinn sem kallaði Ár-
bæinn heimili sitt, þar til hann fluttist suð-
ur til að starfa á Hótel Keili. „Þar erum við
að bóka grimmt inn fyrir sumarið. Verðum
svo væntanlega með eitthvað húllumhæ fýr-
ir úrlslitakeppnina. Það er alltaf eitthvað í
gangi," segir Þorsteinn að lokum. Þættir Þor-
steins og Sigurðar bera nafnið Kef City TV
og er hægt að nálgast þá á slóðinni youtube.
com/kefcitytv.
Þorsteinn Lár Ragnarsson
Segir að tími sé til kominn að
peppa upp körfuna á íslandi.