Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Qupperneq 53
DV Umræöa
MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008 53
ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
STJÓRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elín Ragnarsdónir
RITSTJÓRAR:
Jón Trausti Reynisson og Reynir Traustason
FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson
FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson
AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason
Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Oll viötöl blaösins eru hljóðrituö.
AÐALNÚMER 512 7000, RITSTJÓRN 512 7010,
ÁSKRIFTARSÍMI 512 7080, AUGLÝSINGAR 512 7040.
SANDKORIV
■ Uppskiptingin á Baugi hefur
vakið mikla athygli en þar verða
til þrjár meginstoðir. Fjölmiðlar
í eigu Baugs
fara nú und-
ir fyrirtækið
Stoðir sem
sumpart
getur kallað
á ákveðna
kreppu.
Þannig
mun Björn
Bjarnason, dómsmálaráðherra
og helsti óvildarmaður þeirra
sem hann kallar „Baugsmiðla",
þurfa að finna nýtt orð yfir þá
miðla. Eflaust mun honum ekki
hugnast að kalla DV, Frétta-
blaðið, Stöð 2 og tímaritin
Stoðmiðla.
■ Nú er óðum að skýrast hvaða
ævisögur verða á boðstólum á
næstu jólavertíð. Þeirra á meðal
er lífssaga Þrándar Thorodd-
sen, sem
var fýrsti
stjórnandi
kvikmynda-
deildar
Sjónvarps-
ins. Víst er
að Þránd-
urhefur
frá mörgu
að segja frá langri starfsævi en
hann verður 77 ára á þjóðhátíð-
ardaginn. Það er Þórdís Bach-
mann, blaðamaður og rithöf-
undur, sem skráir ævi Þrándar
en hún er einmitt fýrrverandi
lærisveinn hans á kvikmynda-
deildinni.
■ Stormurinn stendur í fangið á
veitingamanninum Ásgeiri Þór
Davíðssyni, sem kenndur er
við Goldfin-
ger. Ásgeir
Þór fór í mál
við Vikuna
vegna þess
að því var
haldið fram
í viðtali þar
að vændi
væri stund-
að á súlustað hans. Það var einn
helsU sérfræðingur í lögsókn-
um á fjölmiðla, Vilhjálmur H.
Vilhjálmsson, sem sótti málið
en tapaði. Vilhjálmur er hvað
þekktastur fýrir það að hafa
tekið traustataki texta annars
til nota í lokaritgerð sína í lög-
fræði.
■ Þótt Ásgeir Þór Davíðsson
hafi í seinni tíð verið umdeild-
ur sem eigandi súlustaðar á
hann þó glæstari fortíð. Ásgeir
var bryti á
varðskip-
inu Baldri
í seinna
þorskastríð-
inu og ein af
þjóðhetjum
fslendinga.
Á sunnu-
daginn var
endurflutmr útvarpsþáttur Páls
Heiðars Jónssonar sem var
um borð í Baldri þegar átökin
við Bretana voru í hámarki. Þá
var meðal annars rætt við þann
hugprúða bryta, Ásgeir Þór,
sem sýndi mikla rósemi með
breskar freigátur á bæði borð og
eldaði stórsteikur fýrir áhöfnina
í ógnvekjandi kringumstæðum.
LEIÐAV
Öþægilegur sannleikur
JÓN TRAUSTI REYNISSON RITSTJÓRI SKRIFAR „Srisciii geiigurjjórakílónwtraútibiíd vvldurnwiiilosungródiirluisarilirifahcUlurcnsáscm kcyrirslimu rvgalcngd
Al Gore hélt í gær frábæran fyrirlest-
ur um óþægilegan sannleikann hvað
varðar yfirvofandi hækkun sjávarmáls
vegna gróðurhúsaáhrifa hér á jörðu.
Gore talaði meðal annars um áhrif af völdum
kolaorkuvera og útblástur vegna bílaumferðar.
Hann kom hins vegar ekki inn á útblástursvald
sem er stærri heldur en allar samgöngur heims-
ins: Búfénað.
Tæplega einn fimmti gróðurhúsaáhrifa af völd-
um manna kemur til vegna búfjárræktar, sam-
kvæmt niðurstöðu Matvæla- og landbúnaðar-
stofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). f grófúm
dráttum er það úrgangslosun gripanna sem
veldur þessu, en samanlagt rofnar gríðarlegt
magn metangass og nítrós úr hægðum þeirra.
Ekki er í sjónmáli ræktun á „hybrid" belju og matarþörf mann-
kyns eykst sífellt með fjölgun þess og stækkun einstaklinga.
Það sem kann að virðast sakleysislegt er, þegar allt kemur til alls,
hættulegt umhverfinu þegar litið er til heildaráhrifanna.
Sá sem gengur fjóra kflómetra út í búð veldur meiri losun gróð-
urhúsaáhrifa heldur en sá sem keyrir sömu vegalengd á meðal-
bifreið. í dæminu er gert ráð fyrir að viðkomandi bæti upp kal-
oríubrennsluna með því að borða 100 grömm
af nautakjöti. Þeir sem huga að heilsunni og
hreyfa sig mikið geta með þessu móti valdið
náttúrunni skaða, þótt það sé síður en svo al-
gilt.
Sumir umhverfissinnar hafa reynt að koma
náttúrunni til hjálpar með því að knýja bifreiðar
sínar með lífrænu eldsneyti, sem meðal annars
er unnið úr korni og grænmetisolíu. Samkvæmt
áliti FAO veldur þetta stórfelldri hækkun á mat-
vælaverði til lengri tíma. Fjöldinn allur af fólki
í heiminum hefúr ekki efni á að borða. Á sama
tíma brenna umhverfisverndarsinnar matnum
til að bjarga heiminum. Ekki er allt sem sýnist.
Þótt deilt sé um hvort fyrirlestrar Als Gore séu
alsannir er almennt samþykki í vísindaheimin-
um um að þetta sé sennileg niðurstaða. Þegar horft er á hættu-
lega þróun er eðlileg vinnuregla að búa sig ekki undir bestu
mögulegu niðurstöðuna, heldur þá verstu. Það er ekki alarm-
ismi, heldur frekar almannavarnir. Sama hvort Gore ferðist með
einkaþotum og haldi að á íslandi séu vindorkuver þá hjálpar það
engum að þverskallast við að taka alvarlega það sem hann varar
réttilega við.
AFERÐ0GFLUGI
Em nær allir ráðamenn og æðstu
embættismenn þjóðarinnar orðnir
utanríkisráðherrar? Ráðherrar sjást
varla í þingsal nema þegar ítrasta þörf
krefur, að öðru leyti hafa þeir öðrum
hnöppum að hneppa en svara fýrir
lýðræðið, meðal annars til að fljúga
og ferðast um heimsins höf á hinar og
þessar ráðstefnur, málþing, viðburði
og fúndi. Starfið í þessum utanferð-
um krefst víst svo mikils álags að það
nægir ekki lengur að taka venjulegt
áætlunarflug eins og hingað til hefur
tíðkast heldur þarf einkaþotur til að
komast á milli staða.
1 morgun var því slegið upp í fýr-
irsögn að utanrflásráðherra rökstyðji
nú fyrir þingheimi „virka utanríkis-
stefnu íslands". Ég hef gaman af þessu
orðalagi, „virk utanrikisstefha". Hefur
ísland hingað til framfylgt „óvirkri ut-
anríkisstefnu"? Eða eru þeir sem vilja
fara aðrar leiðir í utanríkismálum Is-
lendinga boðberar „óvirkrar" stefnu?
f rökstuðningi sínum fyrir virku
stefnunni þarf utanríkisráðherra
væntanlega að rökstyðja hve margir
ráðherrar ríkisstjórnarinnar ferðast
um heiminn eins og þeir eigi lífið að
leysa, kippi sér ekkert upp við kosm-
aðinn og velji frekar dýrari ferðamáta
heldur en ódýrari. Væntanlega þarf
einnig að rökstyðja þá staðreynd að
fsland er nú að flækjast æ lengra og
dýpra inn í innviði hernaðarbanda-
lagsins NATÓ, með tilheyrandi kosm-
aði, og að friðarþjóðin fsland leggi
nú m.a. blessun sína yfir eldflauga-
varnarkerfi Bandaríkjanna í Evrópu.
„En ég er náttúru-
legabarahver
önnurblóksem
ferðast með áætl-
unarflugi."
GUÐFRÍÐUR LILJA ws
GRÉTARSDÖTTIR
alþingismodur ikritar "
Væntanlega þarf einnig að rökstyðja
þá staðreynd að rflásstjómin setur nú
um einn og hálfan milljarð í „varnar-
mál" og nýtt rflásbákn, „Vamarmála-
stofnun".
Hvað varð um hinar ágæm rök-
semdir venjulegs fólks að fara eigi
vel með almannafé og fsland sé boð-
beri friðar en ekki hernaðar? Er slíkt
„gagg í hænum" kannski bara óvirk
utanstefna, ekki boðleg fi'na fólkinu?
Ef hugsunarhátturinn er sá að tæp-
lega ein milljón, „lauslega áætíuð",
skipti ekki máli í einni utanferð, er þá
sama hugarfarið á bak við allar ferðir
allra utanrflásráðherranna? Er nokk-
uð til sem heitir „safnast þegar sam-
an kemur" í eyðslu ráðamanna á fé
skattborgara?
Eitt af því sem einkennir all-
ar „varnarmálastofhanir" er
leynd og pukur. Þegar eitthvað
er stimplað „vamar- og örygg-
ismál" er það um leið stimpl-
að „trúnaðarmál". Fólk-
inu í landinu kemur ekki
við það sem þar fer fram
vegna þess að það er svo
mikið leyni-leyni í þágu öryggisins.
Ný vamarmálastofhun á fslandi er
þess vegna um leið ekki bara glænýtt
rflásbákn heldur einnig glæný Leyni-
málastofiiun.
Það er athyglisvert að velta fyrir
sér innihaldinu í „virkri utanstefnu"
og það getur lflca verið gaman að velta
fyrir sér þeim nýja hætti ráðamanna
að tala um sjálfa sig í þriðju persónu.
Einn tiltekinn ráðherra hefur nú lengi
talað um sjálfan sig sem „ráðherra" en
ekki sem „ég" en nú virðast fleiri hafa
tekið upp á þessu. Umhverfisráðherra
er þannig mjög „ósátt við úrskurð ráð-
herra", þ.e. sjálfrar sín, og forsætisráð-
herra finnst sjálfsagt að „ráðamenn
þjóðarinnar" ferðist um eins og þeim
sýnist í einkaþotum og haldi kostn-
aðarútgjöldum leyndum. Ráðamenn
þjóðarinnar frábiðja þeim hinum
sömu ráðamönnum þjóðarinnar (þ.e. ■*'
sjálfum sér) eitthvert gagg í hænum
sem fara vilja frarn á að fólkið í land-
inu fái að vita um kostnaðinn við sí-
fljúgandi virka utanrfldsráðherra.
f Bretíandi er talað í þriðju persónu
um drottninguna „hennar hátign" og
víða er hástéttarfólk þérað með öll-
um kúnstarinnar reglum. Ég hef per-
sónulega hingað til verið nokkuð sátt
við þetta gamla, góða og alþýðlega ís-
lenska ávarp „ég“ og „þú“.
Kannski er það einmitt við hæfi, í
takt við tímann og tíðarandann, að
í hinni rosalega virku utanstefnu,
þar sem ráðherrar þéra sjálfa sig -
og fljúga um heimsins lendur þvers
og krus sem auðjöfrar væru, þá sé
það í raun leyndó hvað herlegheitin
kosta. Það er jú bara alþýða manna
sem fær reikninginn. En er það
ekki pínulítið dapurlegt að Jjað
þurfi að andæfa leyndarmálun-
um dag eftír dag og vera líkt við
gaggandi hænur til að hinar
fljúgandi gaggandi hænur láti
loks undan og gefi upp hver
kostnaðurinn er?
Það verður spennandi að
rýna í tölurnar og sjá hvem-
ig dæmið er reiknað
af valdhöfum,
og hverjum í
hag.”
„Illa, eins og með því að skera niður
þjónustu við fötluð börn. Svo hafa
leikskólagjöld hækkað þvert á það sem
var sagt í upphafi. Þá á ég heima í
miðborginni þar sem mér finnst lítið
vera gert."
Sólveig Stefánsdóttir, 30 ára,
þjónustufullrúi.
„Ekkert rosalega vel að mínu mati. Ég
starfa til að mynda sem stuðningsfull-
trúi og þv( hefur niðurskurður við
fatlaða bein áhrif á minn starfsgeira."
Freyja Ásgeirsdóttir, 22 ára,
stuðningsfulltrúi.
„Mérfinnst hann hafa staðið sig
ágætlega. Hann hefurfengið Ktinn
tíma en hann lofar góðu."
Axel Axelsson, 60 ára, skrifstofu-
maður.
„Ekki vel og ég er ekki sátt við margt af
því sem hann hefur verið að gera."
Hrönn Bjarnþórsdóttir, 51 árs,
matráður.