Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Síða 60
60 MIÐVIKUDAGUR 9. APRfL 2008
Fókus DV
SÍÐUSTU HÁSKÓLATÓNLEIKARNIR
Á síðustu háskólatónleikum skólaárins sem fram fara í dag flytja AUÐUR GUNNARSDÓTT-
IR sópransöngkona og JÓNASINGIMUNDARSON pfanóleikari lög eftir Jónas, ATLA HEIMI
SVEINSSON, JÓN ASGEIRSSON og þjóðlög í útsetningum ÞORKELS SIGURBJÖRNSSONAR.
Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og fara fram í Norræna húsinu. Aðgangseyrir er 1000 kr.,
500 kr. fyrir eldri borgara og öryrkja en ókeypis fyrir nemendur Háskóla (slands.
V.:
Hlé í Salnum
Hörn Hrafnsdóttur mezzósópran-
söngkona flytur sönglagaflokkinn
Hlé eftir Gunnar Reyni Sveinsson
á tónleikum í Salnum annað kvöld
klukkan átta. Nokkur laganna hafa
áður verið flutt á tónleikum, í út-
varpi og sjónvarpi, en um frumflutn-
ing verður að ræða á sumum þeirra,
auk þess sem þetta er í fyrsta sinn
sem ljóðaflokkurinn verður fluttur
í heild sinni. Meðleikari Harnar á
þessum tónleikum er Antonía He-
vesi. Eftir hlé verður skipt um gír en
þá verður farið yfir í óperutónlist og
fluttar aríur, meðal annars eftir Bizet
og Verdi.
ÞJODÞRIFAVERK
Heimsljós í
Fótógrafí
Heimsljós - portrettmyndir frá
þróunarlöndum eryfirskrift ljós-
myndasýningar sem opnuð var
um síðustu helgi í ljósmyndagall-
eríinu Fótógrafí við Skólavörðu-
stíg. Þar sýnir Gunnar Salvarsson,
útgáfu- og kynningarstjóri Þró-
unarsamvinnustofnunar íslands,
svarthvítar portrettmyndir sem
teknar hafa verið á síðustu tveim-
ur árum í sex samstarfslöndum
Islendinga í alþjóðlegri þróun-
arsamvinnu: Malaví, Mósambík,
Namibíu, Úganda, Níkaragva og
Srí Lanka. Þetta er íyrsta einka-
sýning Gunnars en hann hefur
áður tekið þátt í samsýningum
bæði hér heima og erlendis. ,
V ________ J
'U:
Raðmorðinginn geðþekki Dexter
Morgan hefur heillað ófáa upp úr
skónum í spennuþáttunum Dexter
á SkjáEinum. Annar árgangur þess-
ara bráðskemmtilegu þátta rann
sitt skeið á sunnudag þannig að
blóðþyrstir aðdáendur morðingj-
ans glíma margir hverjir við erflð
fráhvarfseinkenni þessa dagana.
Dexter er morðóður en réttíæt-
ir blóðug þjóðþrifaverk sín með því
að sálga einungis þeim sem eiga
það skilið, morðingjum og barnan-
íðingum. Við komumst því ekki hjá
því að halda með honum þar sem
auðvelt er að fallast á að ógeðsleg
iðja hans sé göfug, auk þess sem
hann er svo snyrtilegur, góður við
dýr og börn og þægilegur í viðkynn-
ingu.
Hann er hvers manns hugljúfi
þótt undir sléttu yfirborðinu leynist
sálarlaus skepna sem er gersneydd
öllum mannlegum tilfmningum,
eða því sem næst. Hann leikur bara
venjulega manneskju svo vel að
honum tekst að slá ryki bæði í augu
flestra í kringum sig og lesenda og
áhorfenda.
Með því að leita beint í frum-
heimildina og lesa bækur banda-
ríska rithöfundarins Jeffs Lindsay
um Dexter má sækja sér ágæta smá-
skammtalækningu við fráhvörfun-
um. Ekki síst þar sem svo heppilega
vill til að við lok fyrstu þáttaraðar-
innar skilja leiðir Dexter-bókanna
og fulltrúa hans á skjánum.
Það gerir manni því síður en svo
óleik að hafa horft á aðra þáttaröð-
ina áður en bók númer tvö í flokkn-
um er lesin. Þar lendir Dexter í allt
öðruvísi og svakalegri ævintýrum
en í sjónvarpinu þannig að hér er
um hreinan og kláran bónus að
ræða auk þess sem lesturinn opnar
fyrir dýpri skilning á snældubilaðri
persónunni.
I Dearly Devoted Dexter glímir
lögreglan í Miami við óvenju sjúkan
glæpamann sem tungusker fórnar-
lömb sín og bútar þau í sundur án
þess að drepa þau. Hann skilur svo
við þau sem ómálga kjötklessur fyr-
ir yfirvöld að eiga við.
Lögreglan nýtur vitaskuld hjálp-
ar blóðmeinafræðings síns, Dexters,
DEARLY DEVOTED DEXTER
JEFF LINDSAY ★★★★
BOKADOMUR
við rannsóknina enda hefur komið
á daginn að ljúflingurinn Dexter á
einstaklega auðvelt með að setja
sig inn í hugarheim raðmorðingja.
Þegar hringurinn um skurðglaða
illmennið þrengist þurfa Dexter og
höfuðandstæðingur hans hjá lög-
reglunni, Doakes, að snúa bökum
saman til þess að hafa hendur í hári
hans. Dexter sér sér um leið leik á
borði þar sem hann getur um leið
losað sig við Doakes sem er sá eini
sem sér í gegnum leikaraskap hans
og grunar hann um græsku.
Þrátt fyrir þessa viðleitni Dexters
skín geðveikin í gegn í bókunum og
þar er öllu myrkara yfir kauða en
í sjónvarpinu. Voðaverk hans eru
líka milduð nokkuð á skjánum þar
sem hann afgreiðir fórnarlömb sín
í stuttum atriðum. Á pappírnum
tekur hann sér fleiri klukkustundir
í langdregin morðin.
Bækurnar um Dexter eru ekki
stórkostíegur skáldskapur og yfir-
færslan í sjónvarp tekur eiginlega
frumtextanum fram. Það breytir aft-
ur á móti engu um að bækur Lynd-
says eru hinn besti skemmtilestur.
Þótt bygging bókanna sé einföld og
alveg í anda dæmigerðra reyfara og
spennumynda er ekki annað hægt
en heillast af dagfarsprúða ófétinu
og slást í för með honum. Maður er
strax byrjaður að bíða eftir næstu
bók rétt eins og maður bíður þess
í ofvæni að fá að sjá meira af Dex í
sjónvarpi.
Þórarinn Þórarinsson
BORNUM BJOÐANDI?
Tónelsk mús
Maxímús Músíkús heimsækir
hljómsveitina er fjörug saga um litla
mús sem villist inn í tónlistarhús þar
sem sinfóníuhljómsveit er á æfingu.
Hún lærir hvað hljóðfærin heita og
hvers konar hljóð þau gefa ffá sér.
Söguna skrifar Hallfríður Ólafsdóttir,
flaumleikari við Sinfóníuhljómsveit
Islands, og myndirnar teiknar starfs-
bróðir hennar í hljómsveitinni, Þór-
arinn Már Baldursson víóluleikari.
Bókinni fylgir geisladiskur þar sem
Valur Freyr Einarsson leikari les sög-
una skreytta líflegum áhrifshljóðum
og Sinfóníuhljómsveit Islands leikur
tónverkin sem við sögu koma.
Hvað er eiginlega barnaleikhús?
Leikhús handa börnum, myndu
vísast flestir svara í fljótu bragði.
En mætti ekki einnig leggja annan
skilning í orðið: leikhús sem gerir
okkur öll að börnum, breytir okkur
aftur í börn? Ef þið hafið séð hina
ágætu bíómynd Finding Neverland
um J.M. Barrie, höfund Péturs Pan,
munið þið kannski eftir frumsýn-
ingunni á leikritinu fræga í einu af
fínustu einkaleikhúsum Lundúna.
Innan um fullorðna fólkið var dreift
hópi munaðarleysingja sem hlógu
og skemmtu sér á barna vísu - og
sjá: áður en varði voru gáfurnar og
fínheitin og merkilegheitin runn-
in af hinum fullorðnu og salurinn
. orðinn fullur af börnum, hlæjandi
og grátandi börnum! Falleg sena
og full af meiningu; endilega sjá-
ið myndina ef þið hafið ekki þegar
gert það.
Slík undur og teikn urðu nú
því miður ekki á barna-
leik Þjóðleikhússins og
fyrirtækisins Skopps sf.
sem var frumsýndur í
Kúlunni í síðustu viku.
Skoppa og Skrítía
eru gamlir kunn-
ingjar yngstu kyn-
slóðarinnar úr sjón-
varpinu, skilst mér, og
ugglaust höfðu margir
barnungarnir nokkurt
gaman af endurfund-
unum við þær. En því
miður er handritið bara ekki neitt
neitt, aðeins fáein sundurlaus at-
riði úr heimsóknum S&S til fáeinna
framandi landa, engin saga, engar
persónur, svo orð sé á gerandi,
aðallega eitthvert hopp og hí
og tralala, fram og
aftur, með söng-
og dansnúmerum
inn á milli - sem var
reyndar það sem ég
fyrir mitt leyti hafði
mesta ánægju af. Og
svo er „showið" allt
í einu búið, fýrirvara-
laust.
Börn eru þakk-
látir áhorfend-
ur, en leikhúsið
SKOPPA OG SKRÍTLA í SÖNG-LEIK
eftir Hrefnu Hallgrímsdóttur ★★★★★
LEIKSTJÓRN: Þórhallur Sigurðsson
fcfc I
LEIKHUSD OMUR
má aldrei ganga á það lag og slá af
kröfunum. Allra síst forystuleik-
hús þjóðarinnar. Börn geta reyndar
líka verið mjög harðir gagnrýnend-
ur sem kunnugt er. Ef þeim leið-
ist geispa þau bara framan í leik-
arana eins og ekkert sé og fara svo
að spjalla við næsta mann. Þessi
sýning er svo stutt að lítil hætta er
á slíku, en ég er samt ekki viss um
að allir hafi verið ýkja hrifnir þegar
þeir stóðu upp og gengu út - þótt
þeir hafi kunnað sig og beðið með
að fella dóminn þangað til þeir voru
komnir heim! Jón ViðarJónsson