Dagblaðið Vísir - DV - 09.04.2008, Page 62
62 MIÐVIKUDAGUR 9. APRÍL 2008
Síðasten ekki sist DV
BÓKSTAFLEga
„Ef menn fara ekki að
eir sekt, sama
hver á í hlut."
■ Geir Jón
yfirlögregluþjónn
í DV þegar nafni
hans Haarde var
sektaður 1
fyrradag fyrir að
leggja ólöglega.
„Ég valdi mér lítil gler-
augu með kvensniði. Þau
, voru dekkst.
Veit ekki al-
veg hvernig
þaulúkk-
uðu en virk-
uðu vel í sól-
inni."
■ Magni IFBL eftir að hafa bankað
upp á næsta sveitabæ til að fá lánuð
sólgleraugu. Við sem héldum að þau
væru gróin á hann.
„Ég ætla ekki að eyða
hessu bara í
namborgara
eða eitt-
hvað."
■ Valdimar
Kristjónsson,
hljómborðsleikari
JeffWho, f DV. Valdi vann næstum
800 þúsund krónur á Lengjunni og
ætlar í grand ferð til útlanda í sumar.
„Þetta var eins og í lé-
legri glæpamynd því þeir
höfðu ekkert ryrir
því að fela
númerin á
bílnum."
#n Atli Már
Gylfason
blaðamaðurfDV.
Atla var gefið stuð í
handlegginn með rafbyssu, en náði
að gera lögreglu viðvart.
„Menn eru engir óvinir
og ekki slæmt að tala við
karlinn."
■ Sturla Jónsson
uppreisnarforingi
í MBL. Það fór vel
á með Sturlu og
Kristjáni Möller í
miðbænum f gær.
„Allur sá fjöldi ruslpósts
sem daglega hrúgast til
mín uppfullur af Toforð-
um um stærri lim fær mig
til að velta því fyrir mér
hversu margir karlmenn
gráti sig í svefn vegna
frammistöðukvíða sem
þeir hafa ræktað með sér
við klámmyndaáhorf."
■ Karen D. Kjartansdóttir í bakþönk-
um Fréttablaðsins.
„Fuck you, you punk ass
motherfucker."
■ Jamaal Williams,
leikmaður
Grindavíkur, við
dómara í leik
liðsinsgegn
Snæfelli. Sama
Ifna og rapparinn
Bustah Rhymes
notaði á árum áður.
„Háskóli íslands fær
ríkispening-
ana. Þetta er
háskólinn,
sem þyk-
ist ætla að
troða sér í
hóp þúsund
eða tíu þúsuna beztu há-
skóla heims, ég man ekki
hvort."
■ Jónas Kristjánsson á heimasíðu
sinni. Jónasi finnst fjölmiðlanám við
Háskóla (slands vera skandall.
GRÆNMETISSÚPAN
HENNAR MÖMMU BEST
Kristján Snær Jónsson, 11
ára strákur á Suðurnesjum fékk bréf
frá þýsku svindllottói um síðustu
helgi þar sem hann var beðinn um
að senda kreditkortanúmer sitt til
gerast áskrifandi að lottóinu.
Hver er maðurinn?
„Kristján Snær Jónsson."
Hvað drífur þig áfram?
„Að komast í körfubolta."
Hefur þú búið í útlöndum?
„Nei, en hef oft hugsað hvað það gæti
verið gaman."
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn?
„Grænmetissúpan sem mamma býr
til."
Hver er uppáhaldsbókin þín?
„Fjóla fífils - skuggaúrið er skemmti-
legasta bók sem ég hef lesið."
Hver er uppáhaldsbíómyndin
þín?
„Simpsons - The Movie."
Hvað ætlar þú að verða þegar
þú verður stór?
„Ég steíni á að verða körfuboltameist-
ari."
Hvernig fannst þér að fá
þennan lottópóst?
„Mér fannst það bara fyndið og skrít-
ið."
Langar þig að gerast áskrifandi
að lottóinu?
„Ef þetta væri ekta og maður myndi
örugglega vinna."
Skildir þú dönskuna í bréfinu?
„Nei, kann ekki dönsku."
Átt þú kreditkort?
„Nei, afþví að ég er bara 11 ára."
Hefur þú spilað í íslenska
lottóinu eða Víkingalottóinu?
„Nei, ég má það ekki."
Ef þú ættir tvo milljarða, hvað
myndir þú gera við þá?
„Fara til Texas og fara á ródeósýningu,
kaupa mér PS3, iPod Touch og Nin-
tendo Wii. Svo myndi ég geyma pen-
inginn sem væri eftir."
MAÐUR
DAGSINS
SWDKOKX
■ Hljómsveitin Maus er að fara
að senda frá sér nýtt lag á næstu
dögum. Nei, nei, nei, hljóm-
sveitin er
ekki komin
saman aftur
heldur er um
fjögurra ára
lag að ræða
sem hefur
aldrei komið
út áður. Til-
efnið er að
nú eru fimmtán ár frá stofnun
sveitarinnar. Það var í árslok
2004 að sveitin sleit samstarfi.
Ekki er þó loku fyrir það skotið
að aðdáendur eigi von á kom-
bakki en meðlimir sveitarinnar
segja að það geti þó orðið bið
áþví.
■ FótboltaliðiðKFMjöðmer
merkilegt fyrir margar sakir. Ein
er sú að meðlimir liðsins teljast
líklega flestir
vera betri
listamenn
en fótbolta-
menn. Það
er þó ekki
alveg víst að
þeir kvitti
undir það
sjálfir. Við
erum að tala um Borko, Örvar
úr múm, Gumma og Högna úr
Hjaltalín, nokkra úr Seabear,
Jörund Ragnarsson leikara,
Davíð Örn Halldórsson mynd-
listarmann - já og listinn heldur
áfram. Þeir eru þó ekki lélegir
í fótbolta og það ætla þeir að
sanna með því að taka þátt í
Carlsberg-deildinni í sumar.
■ Dansmassamir og þokkadísin
Rebekka í Merzedes Club hafa
sent frá sér nýtt lag. Það heit-
ir Dance Tonight og er þriðja
lagið sem sveitin sendir frá sér.
Hægt er að hlusta á lagið inni á
Myspace-síðu Merzedes Club.
Þá frumsýndi MC myndband
við lagið Meira frelsi nýlega. f
myndbandinu senda Gillz og
Rebekka eldheit sms sín á milli.
Gillz heillar Rebekku til dæmis
með því að láta hana vita áð
hann sé að „rífa í járnin".
Jónsi og Alex Somers halda sýningu í Lundúnum:
Listasýning og tónleikaferðalag
Jón Þór Birgisson og kærasti hans
Alex Somers munu sýna myndlist
sína, innsemingar og hljóðverk í Ag-
ency-galleríinu í London frá og með
11. apríl næstkomandi. Saman kalla
þeir sig Riceboy Sleeps og hafa sýnt á
fslandi í nokkur skipti, meða annars í
Gallerí Turpentine. í breska blaðinu
Guardian má finna viðtal við Somers,
þar sem hann lýsir samstarfi hans og
Jónsa. „Við erum sjálfstæðir í sköp-
un okkar: til dæmis teikna ég á með-
an Jón málar og svo skiptum við. Eða
þá að við erum með sitt hvora upp-
tökuvélina og setjum svo upptök-
umar saman. Það virkar vegna þess
að við höfum sömu hugmyndir um
hvað fegurð sé," segir Somers. Ann-
ars er nóg að gera hjá Jónsa. Sigur Rós
stefnir í stórt tónleikaferðalag í sumar,
sem hefst 14. júní í Bandaríkjunum. í
því framhaldi verður haldið til Þýska-
lands, Belgíu, Frakklands, Austurrík-
is, Ítalíu, Bretlands, Noregs, Svíþjóðar
og frlands. Á heimasíðu sveitarinnar,
sigur-ros.co.uk má finna upplýsingar
um hvemig hægt sé að nálgast miða
og einnig nýjustu fféttir af sveitinni.