Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 4
Fréttir DV 4 MIÐVIKUDAGUR 30. APR(L 2008 Hjálparsveit saknar kerru Hjálparsveit skáta í Kópavogi auglýsir eftir sleðakerru sem stolið var fyrir utan húsnæði sveitarinnar við Kópavogshöfn. Um er að ræða hvíta, tveggja sleða kerru frá Vögnum og þjón- ustu en númerið á henni er LY- 300. Grindin er galvaníseruð með sérstyrktu beisli og er kerran með sturtu og yfirbyggingin úr hvítu trefjaplasti. Stór merki HSSK eru aftan á kerrunni en engar merkingar á hliðinni. Ef einhver hefur upplýsingar um kerruna er sá hinn sami beðinn um að hafa samband við lögregluna á höfuð- borgarsvæðinu. Borqin styrkir kaffistofu Heiðar Guðnason, for- stöðumaður Samhjálpar, og Jórunn Frímannsdóttir, for- maður velferðarráðs Reykja- víkurborgar, undirrituðu í gær samning um rekstur félags- miðstöðvar og kaffistofu Sam- hjálpar. Samningurinn kveður á um að kaffistofan og félags- miðstöð verði rekin í alla vega þrjú ár. Þeim er ætíað að aðstoða þá sem farið hafa halloka í lífinu vegna sjúk- dóma, fátæktar eða annarra samfélagslegra vandamála. Samkomur verða í félagsmið- stöðinni einu sinni í viku og kaffistofan verður opin frá tíu til fjögur daglega. Maturinn hækkar Matvælaverð hækkaði milli vikna í öllum verslunum nema einni, samkvæmt nýrri verð- lagskönnun Alþýðusambands íslands. Eina verslunin þar sem verðið lækkaði var verslun Sam- kaupa-Strax. ASÍ kannaði verðbreyting- ar milli fimmtándu og sextándu viku og komst að raun um að verð hefði hækkað í níu versl- unum af tíu. Mest hækkaði verðið í Kaskó, um 5,7 prósent milli vikna, og næstmest varð hækkunin í Nettó, 3,3 prósent. Verðið lækkaði hins vegar um 1,3 prósent í Samkaupum-Strax. Minnsta hækkunin var 0,7 pró- sent í Krónunni. Leiðrétting Vinningslíkurnar í lottó- inu sem voru gefnar upp í ffétt blaðsins í gær eru rangar. Líkurnar á að fá þann stóra eftir breytingu verða einn á móti 658.008. Villan fólst í að reiknaðar voru líkur á að fá hverja tölu fyrir sig rétta sem gaf líkur upp á einn á móti 79 milljón (einn á móti 40 sinnum einn á móti 39 og svo ffamvegis). Rétt er hins vegar að reikna líkur á að ein af tölunum sem eru valdar verði næst fyrir valinu og þá eru líkurnar mun betri (5 á móti fjörutíu sinnum fjórir á móti 39 og svo framvegis). Til höfuðs forstjóranum Aö baki slaturfelagid.com eru sagöir óánægðir starfsmenn SS sem vilji forstjórann burt. Forstjóri Sláturfélags Suöurlands, Steinþór Skúlason, hefur kært umsjónarmenn vefsvæöisins www.slaturfelagid.com fyrir árás í sinn garö. Það hafa aðrir yfirmenn fyrirtækisins einnig gert eftir að hafa verið nafngreindir á svæðinu og birtar myndir af þeim. Að baki vefsvæðinu eru sagðir óánægðir starfsmenn fyrirtækisins sem vilji ekki horfa upp á forstjórann slátra fyrirtækinu. SS GRÍPUR TILV0PNA TRAUSTI HAFSTEINSSON blaöamadur skrifar: trausti@>dv.is Steinþór Skúlason, forstjóri Slát- urfélags Suðurlands, SS, og undir- menn hans hafa kært skrif á vefs- væðinu www.slaturfelagid.com og með kærunni treysta þeir á iiðsinni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Vefsvæðið var stofnað til höfuðs forstjóranum sjálf- um sem sagður er vera að slátra fyr- irtækinu. Steinþór er sagður vera að slátra íyrirtækinu með harðneskju- legum stjórnunarstíl sínum og léleg- um starfsanda innan þess. Vefsvæðið er til komið vegna mikillar óánægju margra starfsmanna Sláturfélags Suð- urlands með forstjórann og þar er full- yrt að starfsmenn úr öllum deildum fyrirtækisins standi að baki síðunni í þeirri von að Sláturfélaginu verði ekki slátrað með slæmri stjórnun. I fyrstu var kastíjósinu beint að Steinþór ein- um og hann niðurlægður með ýms- um hætti. Síðar hafa fleiri yfirmenn fyrirtækisins verið nafngreindir, og birtar myndir af þeim, og þeir kallað- ir rassasleikjur forstjórans. Steinþór segist hafa fengið nóg og hefur lagt inn kæru. Það hafa hinir nafngreindu yfirmenn einnig gert. Ekki birtingarhæft Talsmenn SS hafa hins vegar svar- að þessum ásökunum fullum hálsi og sagt fyrrverandi starfsmenn reyna að koma höggi á fyrirtækið og um leið forstjórann. í fyTstu fór fram innan- „Mér finnst mjög slæmt að menn geti komist upp með svona skrifog trúi því ekki að nokk- ur maður taki mark á þessu hússrannsókn vegna ásakana á hend- ur Steinþóri. Sú rannsókn hefur ekki leitt til beinna sannana gegn for- sprökkum vefsvæðisins og því treysta yfirmennimir á hjálp lögreglunnar við að leysa málið og uppræta hina um- deildu vefsíðu. Síðustu færslur sem þar er að finna, frá ónafngreindum umsjónarmönnum síðunnar, ganga langt í því að niðurlægja jafnt for- stjórann og hina yfirmennina. Margt sem þar kemur fram er ekki hæft til birtingar á prenti. „Við erum búin að senda inn allnokkrar kærur og þær eru frá þeim einstaklingum sem hafa verið settir á skotskífuna á þessari vef- síðu. Búið er að birta myndir af fjölda starfsmanna með allskonar skítkasti. Mér finnst mjög slæmt að menn geti komist upp með svona skrif og trúi því ekki að nokkur maður taki mark á þessu. Þetta er orðið algjört ógeð og viðbjóður fram og tilbaka," segir Steinþór. Málið skoðað „Nú er búið að kæra þetta til lög- reglu og þurfum við atbeina lögreglu við að afla sannana þannig að hægt sé að beina kærum að ákveðnum að- ilum sem þarna eru að verki. Síðan verður bara að koma í ljós hverju það skilar og hvað lögreglan gerir," bætir Steinþór við. Sjálfur hef- ur Steinþór vísað öllum ásökunum á bug og fullyrð- ir að sátt ríki inn- an fyrirtæksins. Hann segir ljóst að truflaður fyrr- verandi starfsmaður standi fyrir vefsíðunni og hefur nú leitað lið- sinnis lögreglu við rann- sókn málsins. FriðrikSmáriBjörgvins- son, yfirmaður rannsóknar- deildar lögreglunnar á höf- uðborgarsvæðinu, segir að almennt séu allar slíkar kærur teknar til skoðunar. „Það eru allar kærur teknar til athugunar og ffamhaldið metið. Við þurfum að skoða hvort þetta snúi að ærumeiðingum og hvort þarna séu hótanir eða ógnanir. Síðan þarf að skoða hvort vefsvæðið sé vistað hérlendis og reyna að finna út hverjir standa þama að baki," segir Friðrik Smári. Ekki sáttur Steinþórhefur fengið nóg af skít og jeði á vefsvæðinu 3 treystir á lögreglu að leysa málið. ■sw? Atvinnuleysisbótasjóðir myndu duga til að greiða rúmlega 7.100 manns í eitt ár: Digrir bótasjóðir fyrir atvinnulausa í atvinnuleysisbótasjóðum eru nú rúmlega 13 milljarðar króna. Samkvæmt upplýsingum frá Vinnumálastofnun hafa sjóðirnir vaxið jafnt og þétt undanfarin ár, þar sem atvinnuleysi hefur verið með minnsta móti. Atvinnuleysi í mars 2008 var 1 prósent líkt og í febrúar og voru að meðaltali 1.674 einstaklingar á atvinnuleysisskrá í mánuðinum. Þetta er lítils háttar fjölgun frá febrúarmánuði, eða 43einstaklingar, þóatvinnuleys- ið mælist óbreytt. Fyrir ári, eða í mars 2007, var atvinnuleysið 1,3 prósent. Atvinnuleysi eykst á höfrtðborg- arsvæðinu um 10 prósent og fer í 0,8 prósent en var 0,7 prósent í febrúar. Á landsbyggðinni minnkar hins vegar atvinnuleysi um 3,5 prósent milli mánaða, fer úr 1,6 prósentum í febrúar í 1,5 prósent í mars. Þeir þrettán milljarðar króna sem nú eru til í atvinnuleysisbótasjóði myndu duga til að greiða ríflega 7.100 manns fullar bætur í heilt ár, að því gefnu að ekkertkæmiinn.Atvinnuleysisbætur hækkuðu frá og með 1. febrúar. Við breytinguna munu fullar grunnatvinnuleysisbætur á mánuði hækka úr rúmum 118 þúsund krónum í rúmar 136 þúsund. Greiðslur á atvinnuleysisdag hjá þeim sem eru með fullar bætur hækkuðu þannig úr 5.446 í 6.277 krónur. Á vef Vinnumálastofnunar kemur fram að atvinnulausir á landinu eru nú 1.900. baldur@dv.is Vinnumálastofnun 1900 (slendingareru nú atvinnulausir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.