Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. APRlL 2008
Sport DV
ÍÞRÓTTAMOLAR
PÉTUR MAR FRÁ SKALLAGRlMI
Bakvörðurinn Pétur Már Sigurðsson
spilar líklega ekki með Skallagrími í
lceland Express-deildinni á næsta tíma-
*- ■ M ^ Þar sem ^ann
Ir || eraðöllum
j líkindum á leið í
skóla á Laugar-
vatni.„Það er Ijóst
að ég verð ekki
með Skallagrími ef
við komumst inn í
skólann en ég hef
ágæta tilfinningu
fyrir umsókninni."
íagði Pétur I samtali við karfan.is. Pétur
gerði 9,6 stig að meðaltali I leik fyrir
Skallagrím I vetur sem hafnði 16. sæti
deildarkeppninnar og féll úr leik eftir
tap fyrir Grindavik í úrslitakeppninni.
Pétur þykir góð þriggja stiga skytta og
félög á Suðurlandi eru nokkur með
körfuknattleikslið. Skemmst er að
minnast þess aö FSU komst upp í
úrvalsdeild fyrr í vetur.
BREYTTURTfMI A N1 DEILD KARLA
Slðasta umferð N1 deildar karla I
handknattleik hefur verið færð framar
að beiðni félaganna. (stað þess að
leika slðustu
Umferðina
sunnudaginn 4.
maíverður hún
leikinn föstudag-
inn 2. maí og laug-
ardaginn 3. mal.
Það verðaValur
og Fram sem
mætast á
föstudeginum
klukkan 201 Vodafone höllinni.
Afturelding og Stjarnan mætast að
Varmá klukkan 13.30 á laugardeginum
og hálfri klukkustund síðar verður
flautað til leiks I Digranesi, þar sem HK
og Haukar mætast, og I KA-heimilinu
.þar sem Akureyri tekur á móti IBV.
Þetta kemur fram á vef HSI.
BARRY SMITH MEÐVAL f SUMAR
Ljóst er að Barry Smith verður áfram I
herbúðum knattspyrnuliðs Vals I sumar
en hann skrifaöi undir nýjan samning
við Hllðarendapilta I gær. Barry kemur
til landsins bráðlega en hann er að
jafna sig eftir aðgerð. Smith hefur
leikið með Greenock Morton I skosku
1. deildinni I vetur. Smith hefur leikið
með Val síðustu tvö ár eða síöan hann
kom til félagsins frá Dundee I Skotlandi
vorið 2006. Smith
stóð sig vel sem
miðvörðurhjáVal
þegarfélagið
vann Islands-
meistaratitilinn
slðasta sumar. FH
átti I viðræðum
við kappann I
febrúar en upp úr
viðræðunum
slitnaði þegar FH-ingarákváðu að
semja við Halldór Kristin Halldórsson,
leikmann Leiknis, I hans stað.
100 Ara afmæli fram
Knattspyrnufélagið Fram fagnar 100
ára afmaeli félagsins 1. maí með
hátlðarhöldum. Uppselt er á 600
manna hátíðarhöld félagsins á
Gullhömrum á miðvikudagskvöld.
Athygli vekur að hátíðarhöldin verða
haldin I Grafarholti en þetta
gamalgróna félag hyggst nú slfta sig
upp með rótum og flytja starfsemi
sína I Grafarholt. Samningur á milli
Fram og Reykjavíkurborgar verður
rjndirritaður I Safamýri á morgun og
er stefnt að því aö byggja upp
glæsilega aðstöðu til fþróttaiðkunar á
næstu árum. Um kvöldið leika svo
Fram og Valur I úrslitum Lengjubikars-
ins en sá leikur fer fram I Kórnum I
Kópavogi.
Brasilíski snillingurinn Ronaldo
hefur flækst inn í kynlífshneyksli í
Rio de Janeiro. Ronaldo dvelur þessa
dagana í Brasilíu þar sem hann er í
endurhæfingu eftir alvarleg meiðsli
á hné. Hann meiddist gegn Livorno
í febrúar og óttaðist að ferillinn væri
kominn á endastöð. Ronaldo hefur
hins vegar sagt að hann ætli sér að
spila á nýjan leik.
En það er ekki vegna fótboltans
sem Ronaldo er nú kominn í fréttirn-
ar. í Brasilíu er sagt frá því að hann
hafl eytt aðfaranótt sunnudags í
faðmi þriggja klæðskiptinga á hóteli
í Rio en ekki er vitað að Ronaldo hafi
verið í því liði áður. Meðal klæðskipt-
inganna var Andre Albertino, betur
þekkt sem Andrea á götum Rio, sem
sagði í viðtali að Ronaldo hefði gefið
honum lyf og hótað að setja allt heila
klabbið á Youtube ef hann héldi sér
ekki saman. Ronaldo hins vegar hef-
ur sagt að hann sé raunverulega fórn-
arlambið. Honum hafi verið gefin lyf
og þremenningarnir ætíað að kúga fé
út úr honum.
Allt fór í háaloft inni á herberginu
þegar Ronaldo var kominn í góðan
gír og ætlaðist til að fá eitthvað fyrir
peninginn. Þegar hins vegar Litíi-
Villi kíkti fram, ekki einu sinni heldur
þrisvar, trompaðist þessi áður besti
knattspyrnumaður heims. Þótt
ÞORLEIFUR SAMDIVIÐ GRINDAVÍK
Bakvörðurinn Þorleifur Ólafsson
skrifaði nýlega undir nýjan samning
við Grindavlk og spilar því með liðinu i
lceland Express-
deild karla á
næsta ári.
Samningurinn er
til tveggja ára en
Þorleifurvannsig
inn i A-landsliðs-
hóp Sigurðar
Ingimundarsonar
síðastliðið sumar.
Þorleifur gerði
11,9 stig að meðaltali í leik fýrir
Grindavík [ vetur. Aðeins Páll Axel
Vilbergsson, Adam Darboe og
Jonathan Griffin spiluðu meira en
Þorleifur I liði Grindavíkur samkvæmt
vefnum karfan.is.
BENEDIKT BOAS HINRIKSSON
DLEKKI
bladamadur skrifar:
„1990 segirðu, það er aldeilis,"
sagði Eiríkur Önundarson greini-
lega forviða yfir hversu hratt tím-
inn flýgur. Eiríkur segir að ÍR-lið-
ið hafi verið ósigrandi í sjöunda,
áttunda og níunda flokíd. „Þá
vorum við ÍR-ingar taplausir í
þessum árgangi þrjú ár í röð.
Ætli þetta sé ekki síðasta árið.
Þetta var því nokkuð vanafast
að taka á móti titlum."
Leikmenn ÍR í flokkn-
um héldust þó nokkuð fram í
meistaraflokldnn. Guðni Ein-
arsson, Halldór Kristmanns-
son, Márus Arnarsson, Er-
lingur Snær Erlingsson svo
einhverjir séu nefndir. „Það
voru nokkrir sem fóru síðan í
„high school" í Bandaríkjunum
en síðan varð ekkert framhald á
því.
Þetta var mjög sterkur flokk-
ur. Björn Leósson þjálf-
aði okkur á þessum
tíma og þetta
var yfir-
burðaflokkur á þessum tíma,
þessi þrjú ár.“
Eiríkur var í Breiða-
bliki í upphafi en eftir
að Blikar lögðu körfu-
boltadeildina niður
færði Eiríkur sig um
set yfir í Breiðholt-
ið. „Reyndar var ég
líka mikið í fótbolt-
anum en þegar ég
var að fara í sjöunda
bekk tóku Blikar þá
furðulegu ákvörð-
un að leggja niður
ímí-: .-«# yngri flokkastarfið í
’ ' körfunni. Það var ekki
annað að gera en fara í
annað lið og það var hægt
að labba í Breiðholtsskóla.
Það lá vel við og svo skemmdi
ekki að þeir voru helvíti góðir. En
ég varð ekki ÍR-ingur fyrr en þarna
og hef verið síðan."
Líklegt að skórnir séu komnir
uppíhillu
Eiríkur hefur ekki enn gert upp
við sig hvort hann taki
fram skóna á ný eftír
GAMLA
FRETTIN
Gamla fréttin að þessu
sinni er 18 ára. Þá birtist
mynd af efnilegum
drengjum í ÍR sem voru
nýbúnir að tryggja sér
íslands- og bikarmeist-
aratitilinn í 9. flokki.
Eiríkur Önundarson var í
þessum flokki sem
tapaði vart leik í þrjú ár.
sumarfrí. Fréttir hafa borist af því að
hann hafi leikið sitt síðasta tímabil
með ÍR að undanförnu en Eiríkur vill
ekkert gefa upp. „Það er frekar lík-
legt að ég sé hættur. Ég er ekki alveg
tilbúinn að skrifa það í stein. Maður
er aðeins að skoða hvernig sumar-
ið fer í mann. Þetta var orðið helvíti
súrt þegar maður var í meiðslum og
gat ekki beitt sér af fullum krafti. Þá
er þetta ekki jafnskemmtilegt og það
er nú lykilatriði að maður hafi gam-
an af þessu. Annars er ekkert vit að
vera í þessu. En maður á aldrei að
segja aldrei."
huoimel
• islenda- Ofl bJKermolslerer ÍR I körfuknaHielk 9. Ilokks 1990: Blrglr Körason, Halldór
Krletmanruson, Elrlkur ónundareon, Jónas Valdbnareson, Höróur Tulinlus, Erilngur Erl-
Ingsson, Ólafur Thoódórsson, Sœmundur Vaidlmarsson, Ómar Hannosson, MArus Arnar-
son, Guónl Elnarsson, Lellur Guómundsson, Davló Hauksson og Olalur Jóhannsson
Þj&Uari drengjanna er Bjorn Leósson og aóstoóarmaóur hans er Gunnar Sverrlsson.
FRÉTTIN FRÁ 1990 Eiríkur
varð (slands- og bikarmeistari
með ÍR árið 1990.
LIGGUR UNDIR FELDI Eirikur meltir nú livort
hann taki fram skona að nýju eftir sumartrí.
Ronaldo notar óvenjulega aðferö við að ná sér af hnémeiðslum:
Ronaldo kominn í hitt liðið?