Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 Fréttir DV Húnvetningum borgið Læknar á Blönduósi sem sögðu upp störfum sínum frá 1. aprfl vegna deilna við heilbrigðisstofnun staðarins hafa fallist á að fresta uppsögn sinni til 1. maí. Þetta þýðir að ekki verða breytingar á læknisþjónustunni sem Húnvetningum hefúr staðið til boða. Deila læknanna var við heilbrigðisstofnunina á Blönduósi vegna túlkunar á kjarasamningi. Endurskoðar meðlag Ríkisstjórnin samþykkti í gærmorgun tillögu Björns Bjarnasonar dómsmálaráð- herra um endurskoðun á kerfi meðlagsgreiðslna. Saman- burðarrúttekt dómsmála- ráðuneytisins hefur leitt í ljós að íslenska kerfið hefur þróast mun minna en sambærileg kerfi í nágrannalöndunum. Björn Bjarnason hefur ákveðið að skipa nefnd sem feryfir ákvæði um framfærslu barna í lögum. Nefndin at- hugar hvort núverandi fyrir- komuleg sé sanngjarnt fyrir börn og foreldra. Nefndinni verður uppálagt að kalla eftir sem flestum sjónarmiðum. Þrjátíu sagt upp Þrjátíu starfsmönnum hjá steypustöðinni Mest hefur verið sagt upp störfum. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja að um neyð- araðgerð sé að ræða. Uppsagn- ir óumflýjanlegar vegna bágrar afkomu undanfarið og ástands- ins í efnahagsmálum. Á þriðja hundrað manns hafa til þessa unnið hjá fýrirtækinu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vinnu- málastofrmn hefur stofnuninni ekki borist ábendingar um fleiri hópuppsagnir. Þeir hafi kann- að málin í kjölfar þessara fregna en ekki hafi heyrst af svipuðum aðgerðum annarsstaðar úr at- vinnulífinu. Ávíttir starfsmenn Átta starfsmenn Land- spítalans hafa verið ávíttir af stjórnendum fýrir alvarlegt trúnaðarbrot í starfi. Brotið felst í því að hnýsast í sjúkra- skýrslu frægs einstaklings sem hlotið hafði þjónustu á spítalanum. Upphaflega var tugur starfsmanna grunað- ur um trúnaðarbrot en tveir þeirra náðu að sýna fram á gildar ástæður þess að hafa skoðað skýrsluna. Upp komst um athæfi starfsmannanna við reglubundna innanhússr- annsókn og fagna stjórnendur því að eftirlit innan spítalans virki sem skyldi. Þeir fordæma engu að síður hnýsni und- irmanna sinna en töldu of flókið lagalega að þessu sinni að beita öðrum refsingum en ávítum. Sökum tækjabilunar í kortalesara bensínstöðvar Atlantsolíu voru bensínkaup við- skiptavina fyrirtækisins í tvo daga árið 2006 ekki gjaldfærð. Nú, tveimur árum síðar, er fyrirtækið að rukka skuldina með því að færa tveggja ára gamla bensinúttekt á kreditkort viðskiptavinanna. Guðmundur Ingólfsson lífeyrisþegi er einn þeirra og skilur ekkert í þessum vinnubrögðum. RUKKA2ARA GAMLASKULD rw TRAUSTI HAFSTEINSSON blaðamaður skrifar: traustiaxdv.is Guðmundi Ingólfssyni lífeyrisþega brá heldur betur í brún á dögunum er hann varð var við úttekt á kredit- kortið sitt vegna bensínúttektar hjá Atlantsolíu. Þessi úttekt er nefnilega 2 ára gömul að sögn olíufýrirtækis- ins. „Þetta er dálítið skrítinn reikningur sem ég fékk sendan þar sem Atlantsolía er að rukka inn 2 ára gamla skuld. Mér finnst mjög skrítið að fá þetta í hausinn núna en þeir segja að þetta sé vegna tækjabilunar sem átti sér stað fyrir tveimur árum, árið 2006," segir Guðmundur. Fyrir tveimur árum er Guðmundi gefið að hafa tekið bensín á bensín- stöð Atíantsolíu með því að greiða með kreditkorti sínu, Mastercard- korti. Núna, tveimur árum síðar, rak hann augun í umrædda bensínút- tekt á kreditkortayfirliti sínu. Harma mistökin „Fyrst hélt ég hreinlega að fýrirtækið væri að reyna að ná sér í aukapening en síðan kom í ljós að þetta er svona gömul skuld. Ég er mjög hissa á því, hafi verið um bilun að ræða, hvers vegna þetta var ekki lagfært þá um næstu mánaðamót. Mér finnst þessi vinnubrögð ansi merkileg og velti fyrir mér hvort bilunin hafi verið víða þannig að fýrirtækið þurfi að rukka fjölda viðskiptavina um þessar gömlu skuldir. Þegar ég leitaði skýringa á þessum vinnubrögðum kenna þeir hvor öðrum um, Atlantsolía og Mastercard," segir Guðmundur. Haukur Oddsson, forstjóri Borg- unar, umboðsaðila Mastercard á íslandi, tekur fulla ábyrgð á tækni- mistökunum og harmar þau. Aðspurður segir hann á bilinu sjö til átta hundruð viðskiptavini hafa orðið fyrir óþægindum vegna mistakanna og tugur þeirra hafi „í rauninni hefur fólk- ið fengið mjög góðan gjaldfrest á þessum viðskiptum, við rukk- um enga vexti að sjálf- sögðu og engan inn- heimtukostnað." leitað skýringa hjá fýrirtækinu. „Upphæðirnar hlaupa á einhverjum milljónum. Kerfið okkar er mjög umfangsmikið og þarna áttu sér stað vinnslumistök. Við erum einfaldlega að skuldfæra kortin núna og höfum sent öllum viðskiptavinunum bréf vegna málsins," segir Haukur. Gerist sjaldan Kortakerfi bensínstöðva Atíantsolíu tók við greiðslukortum tvo daga án þess að greiðslurnar hafi náð á leiðarenda. Haukur segir slík mistök í kortakerfi geta komið upp. „Það er náttúrlega erfitt að koma í veg fyrir svona mistök en á heildina séð gerist þetta afar sjaldan. Það getur alltaf komið fýrir að búðir gleymi að senda ffá sér bunka en í þessu tilviki klikkaði kerfið. Við berum ábyrgð á þessum mistökum," segir Haukur. Aðspurður segir hann mistökin hafa uppgötvast í byrjun þessa árs. „Við höfum lagt gríðarlega vinnu í að stemma þetta af og koma í veg fyrir frekari mistök. Viðskiptavinimir tóku út bensínið á sínum tíma og við erum að innheimta það núna. I rauninni hefur fólkið fengið mjög góðan gjaldfrest á þessum viðskiptum, við rukkum enga vexti að sjálfsögðu og engan innheimtukostnað. Auðvitað eru þetta hins vegar óþægindi fýrir viðskiptavinina og okkur þykir afar leiðinlegt að þetta hafi komið fyrir." Við vinnslu fréttarinnar fengust ekki svör frá Huga Hreiðarssyni, markaðsstjóra Atlantsolíu. AO ATLANTSOLÍA Bæjarfulltrúar ísafjarðarbæjar samþykkja kaup á fleiri fartölvum á kostnað bæjarins: ■■■■ Fartölvur fyrir bæjarfulltrúana Bærinn kaupir Bæjarráð (safjarðar samþykkti kaup á fartölvum fyrir bæjarfulltrúa bæjarins, líkt og fyrir grunnskóla- kennara bæjarins. mz-i '....ACrJL « -V r '■X'. Bæjarráð ísafjarðarbæjar hef- ur samþykkt að kaupa fartölvur fýr- ir alla bæjarfulltrúa bæjarins. Tölv- urnar verða í eigu fsafjarðarbæjar en þær verða afhentar bæjarfulltrú- um til afnota vegna starfa sinna eins og segir í samþykkt bæjarráðs frá 14. apríl síðastliðnum. Ráðgert er að far- tölvukaupin fyrir bæjarfulltrúana kosti 850 þúsund krónur. Á dögunum fengu kennarar við Gmnnskóla Isafjarðar nýjar fartölv- ur til afnota. Alls verða nálægt 100 vélar keyptar til allra gmnnskóla Isafjarðarbæjar vegna yfirstandandi fartölvuvæðingar gmnnskólakenn- ara sveitarfélagsins. Fartölvur kenn- aranna eru eign ísafjarðarbæjar, líkt og fartölvur bæjarfulltrúanna, en fastráðnir kennarar fá afnot af þeim allan ársins hring. Fyrst samþykkti bæjarráð að kaupa ríflega 60 fartölv- ur fýrir kennarana en ákvað síðar að kaupa 35 vélar til viðbótar. í kjölfarið var samþykkt að bærinn keypti líka fartölvur fýrir hina 9 bæjarMlrúa á ísafirði. Varamenn fá ekki tölvu. Svanlaug Guðnadóttir, formað- ur bæjarráðs ísafjarðarbæjar, seg- ir þessa ákvörðun hafa verið tekna í kjölfar þess að kennarar fengur tölv- ur sínar og það sé gert til að draga úr pappírsnotkun í stjórnkerfinu. Hún bendir á að mörg sveitarfélög hafi fariðþessaleið. „Þetta er bara sjálfsagt mál og ég hef ekki orðið vör við neina gagnrýni. Tölvurnar em vinnutæki og okkar áform em að fara inn í pappírslaust umhverfi þannig að fundargerð- ir verði ekki útprentaðar. Það er um að gera að spara regnskógana. Sum- ir bæjarfulltrúar áttu tölvu og þurftu því ekki að fá frá bænum og það er alveg skýrt að bæjarfulltrúarnir eiga ekki þessar tölvur," segir Svanlaug, formaður bæjarráðs ísafjarðarbæjar. trausti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.