Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. APRlL 2008 FERÐALÖG DV Brynjólfur Karlsson Hefur aðeins orðið var við skrítið viðhorf fólks til„hjólhýsafólks".„En ég er nú vaxinn upp úi öllum slíkum næmleikasegir Brynjólfui. Hjólhýsaeign landsmanna hefur aukist stórlega undanfar- in ár. Samtök hjólhýsaeigenda, Samhjól, voru stofnuð á síðasta ári og í því eru nú vel á annað hundrað félagsmenn. SK3AUNAR? „Það er kannski einn og einn sem lítur á okk- ur sem eins konar íslenska sígauna. En þeir sem koma og skoða eru alveg hissa hvað hægt er að gera úr svona hlutum í dag. Þetta er allt annað fyrirbæri en fyrir nokkrum árumseg- ir Brynjólfur Karlsson, stjómarmaður í Sam- hjól, samtökum hjólhýsaeigenda. Samtökin voru stofnuð formlega í fyrra en vísir að fé- laginu hafði verið til í þó nokkur ár. Að sögn Brynjólfs má jafnvel rekja upphafið að félags- skapnum allt aftur til áranna í kringum 1980 þegar fyrri „hjólhýsaaldan", ef svo má segja, reið yfir hér landi. Samtökin leigja land í Bláskógabyggð við Laugarvatn. Fólk borgar leigu eða ársgjald fyrir sína spildu þar sem fólk mætir með sitt hjólhýsi, eða einfaldlega geymir það þar all- an ársins hring, enda margir sem dveljast í hýsunum við og við allan ársins hring. Fólki er líka frjálst að reisa til dæmis sólpall og geymsluskúr á lóðinni. „Fólk hefur það svo bara náðugt þarna, sólar sig, grillar og dytt- ar að í kringum sig. Svo er afskaplega flott göngusvæði þarna í kring," segir Brynjólfur. Spildur fyrir hundrað og sextíu hjólhýsi em f notkun í dag en pláss er fyrir um hundrað og áttatíu stykki. „Þetta er afarVel sótt og góð stemning á svæðinu. Þetta er svona útilega +," segir Brynj- ólfur en fimm ár em síðan hann fór að leggja lag sitt við félagsskapinn. „Við hjónin keyrð- um þama framhjá og það hreinlega tóku sig upp fjögur gömul hippagen," segir Brynjólfur og hlær dátt. Hann segir að allir séu velkomn- ir í samtöldn, svo framarlega sem þeir gang- ast undir þau sldlyrði sem kveðið er á um í leigusamningnum. Fólk fær kalt vatn inn á sína lóð og getur tengst rafinagni sem það borgar bara fýrir samkvæmt mæli. Á svæðinu er svo sameig- inleg bað- og salernisaðstaða. „Þarna er líka götulýsing en svæðinu er skipt upp í götur með sérstökum nöfnum. Þama er til dæmis Ástarbraut," segir Brynjólfur og hlær á ný en hann sjálfur býr við Suðurbraut. Og hjólhýsin em af öllum stærðum og gerðum. „Þau em yfirleitt frekar rúmgóð," segir Brynjólfur. „Þessi hús í dag em rosa- lega vel útbúin. Þetta em hreinlega stofur og allt í þessu sem þér getur dottið í hug, þótt ég hafi náttúrlega ekki komið inn í þau nærri því öll." Brynjólfur segist ekki kannast við að það sé samkeppni á meðal þeirra sem em í samtökunum um að eiga stærsta og flott- asta hjólhýsið. Hins vegar hefur hann aðeins orðið var við skrítið viðhorf fólks til „hjólhýs- afólksins", ef svo má kalla það. „En ég er nú vaxinn upp úr öllum slíkum næmleika. En sumir virðast velta fyrir sér hvort við séum einhvers konar íslenskir sígaunar," segir Brynjólfur hlæjandi. Margir tengja hjólhýsi við svokallað „white trash" í Bandaríkjunum. Brynjólfur hefur ekki orðið var við giósur í þá vem. „Nei, nei, nei, þama er allur pakkinn," segir hann. „Fólk úr öilum stigum samfélagsins, bara alveg upp úr og niður úr. Þetta er bara lífsstíll sem fólki sem kynnist þessu likar vel." knstjanh@dv.is „Þeir sem ekki eru rétt búnir geta einfaldlega átt von á því að vera stöðvaðir," segir Kristján Ólafur Guðnasson aðstoð- aryfirlögregluþjónn þegar DV spurðist fyrir. Að sögn Kristjáns skiptir gífiirlega miklu máli að fólk kynni sér allar þær reglur sem viðkoma hjóihýsum og tjaldvögnum áður en haldið er af stað í ferðalag. „Það á að vera þannig að þú sjáir aftur fyrir þig í hliðarspeglunum. Þegar fólk er á litlum bílum með stóran vagn í eftirdragi sér það með engu móti aftur fyrir sig. f þeim tilfellum þarf fólk að fá sér stærri hliðarspegla. Tengi þurfa að vera ömgg og ljósabúnaður þarf að vera í góðu lagi. Sú staðreynd að hjólhýsum og tjaldvögnum fer ört fjölgandi í umferðinni hefur gert það að verkum að lögreglan er farin að huga mun meira að öryggismálum þeirra og því ætti fólk að ekki að leyfa sér að vera kærulaust í þessum málum." koibmn@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.