Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 11
DV Frittir MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 11 Á baðherberginu má sjá leikfangafíl uppi á hillu auk þess sem veggir eru skreyttir með teikning- um afdýrum afýmsu tagi. ísvefnherberginu hafa verið teiknaðar stjörnur á veggi. sjúkrahús alveg í skýjunum yfir að fá að sitja í alvöru bíl, því hann hefði hingað til aðeins séð bíl í sjónvarpinu. Elísabet, böm hennar sex og móðir hittust í fyrsta skipti öll síðast- liðinn sunnudag. Athugar möguleika á vitorðsmanni Lögreglan hefur fengið áhuga á tíðum ferðum Jósefs til Taílands, en þau ferðalög stóðu í margar vikur í senn. Nú velta menn fyrir sér hver hafi séð um bandingjana í kjallaranum á þeim tíma. Eins og fyrr segir útilokar lögreglan aðild eiginkonu Jósefs að málinu, og hann fúllyrðir sjálfur að hann hafi verið einn. En á vörum almennings brennur spumingin hvemig Jósef gat án vitundar hennar lifað í tvöfeldni öll þessi ár. Enn á eflaust margt eftir að koma í ljós í þessu óhugnanlega máli sem hefur neytt austum'sku þjóðina til naflaskoðunar því ótrúlega mörg svipuð mál hafa komið upp undanfarin ár. Ber þar hæst mál Natösju Kampusch sem haldið var fanginni í átta ár og þriggja systra, sjö, ellefu og þrettán ára, sem ólust upp í prísund af hálfu móður sinnar við viðbjóðslegar aðstæður í myrkri og sb't og léku sér við mýs og töluðu eigið tungumál. Natasja Kampusch hefur nú boðið fram aðstoð sína við Eh'sabetu og böm hennar. Embætt- ismenn í Amstetten sögðu að Elísa- betu og bömum hennar sex yrði boðinn sá möguleiki að hefja nýtt líf undir nýjum nöfiium og myndu „álcveða sfna eigin ffamtíð". Kínverjar láta ekki skeika að sköpuðu: Innsiqla heila borg Kínversk stjómvöld munu ekki taka nokkra áhættu þegar hlaupið verður með ólympíukyndilinn í gegn- um Lhasa, höfuðborg Tíbets. Höfuð- borgin verður einfaldlega innsigluð frá og með 1. maí og nú þegar er búið að tilkynna bændum sem allajafna koma til borgarinnar með aftirðir sínar að það verði ekki leyfilegt eftir þann dag. Gert er ráð fyrir að kynd- illinn komi til borgarinnar 20. júní og íbúum í nágrenni borgarinnar hefur verið sldpað að gera ekki tilraun til að koma inn í borgina. Sem dæmi um hinn gífurlega við- búnað sem stjórnvöld standa fyr- ir verða allir borgarbúar að skrá sig til að fá ný skilríki og ekki einu sinni skólabörn em undanþegin þeirri kvöð. Verulegs taugatitrings gætir á meðal borgarbúa sem hafa hiaupið til og hamstrað nauðsynjar þar sem sýnt er að frjáls för um götur borgarinnar verður ekki í boði á meðan kyndillinn verður innan borgarmarkanna. Stjómvöld fylgjast ekki aðeins vel með þeim sem lifa, því liðin lík em einnig könnuð. Á fréttavef Times er sagt frá fjölskyldu sem var á leið með látinn ættíngja til austurhluta Lhasa, en þangað er farið með látna og þeir hlutaðir sundur og verða að ætí fyrir hrægamma. Það er gert vegna þess hve erfitt er að grafa í frosna jörðina og skortur á trjám gerir líkbrennslu óffamkvæmanlega. För fjölskyld- unnar var stöðvuð af lögreglu, sem heimilaði þeim ekld frekari för fyrr en búið var að staðfesta að líkið bæri ekki áverka sem gætu hafa komið tíl í óeirðum undanfarið. Víða annars staðar hafa kínversk stjómvöld hafið aðgerðir sem tryggja eiga öryggi á ólympíuleikunum, með- al annars með hertu eftírliti á hótel- um í Beijing og í leiguíbúðum í höf- uðborginni. HPI Savage X 4,6 fjarstýrður bensín torfærutrukkur smsmBMúsio Tómstundahúsið.Nethyl 2,sími 587-0600, www.tomstundahusid.is mmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmmtmmm Minnistöflur Umboðs- og söluaðíli Birkiaska ehf. sími: 551 9239 ww w. birkiaska.is FOSFOSER MEMORY Valið fæðubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Birkiaska Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is BETUSAN SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR Jeep CHRYSLER bílJöfur DOQGE BIFREIÐAVERKSTÆÐI Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.