Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. APRll 2008 Síðasten ekki síst DV BÓKSTAFLega „Þá var maður að reyna að vera í hark- inu líka og lenti stund- um í því að skutla fólki heim eftir böllin." ■ Raggi Bjarna starfaði sem leigubílstjóri á árum áður, söng á böllunum á Sögu á kvöldin og skutlaði svo gestum heim eftir dansleikinn. „Síðustu fiög- i ur ár hefur í rauninni hver sem er getað selt fasteignir. Nú eru alvöru laetur verðbólguna ekki hafa áhrif á sig sem sölufulltrúa fasteigna. „Ég er bara góður í að sannfæra og heilla fólk held ég, ég held að það sé málið. ■ Ámi Beinteinn Árnason, 13 ára kvikmyndaleikstjóri, f Morgunblað- „Ég er ekkert að kenna detox. Ég er bara með fyrirlestur um jákvæðni og húmor." ■ Edda Björgvinsdóttir leikkona í Fréttablaöinu eftir að Jónína Benediktsdóttir„detoxdrottning" gerði athugsemdir við námskeið Eddu. „Hvað sýnist þér?" ■ Nýkjörin ungfrú Reykjavfk aðspurð f DV hvort hún væri dóttir Gunnars I. Birgissonar, bæjarstjóra f Kópavogi. „Árið 2008 á löggan að geta hlust- að á ein- hvern rífa kjaft, án þess að berja hann." ■ Erpur Eyvindarson rappari, í DV. Erpur gaf út lagið Reykjavfk Belfast ásamt hljómsveitinni XXX Rottweiler- hundum, þar sem lögreglan fær á baukinn. „Við byrjum hér á vett- vangi dags- ins með Höllu Gunn- arssyni blaða- manni." ■ Egill Helgason býður Höllu Gunnarsdóttur velkomna f Silfur Egils á sunnudaginn. „íslenskir fjölmiðl- ar virðast flestir á villigötum. Þeir eru sjálf- hverfir og fréttaflutning- ur skiptir minna máli en áður." ■ Óli Björn Kárason, fyrrverandi útgefandi, hefur opnað heimasfðu þar sem hann opinberar þekkingu sfna á fjölmiðlum og rekstri. Eimskip og Kíwanis fara í alla grunnskóla á landinu og gefa reiöhjólahjálma: SANDKORN Hver er maðurinn? „Rappari, listamaður, unaðssegg- ur, elskhugi en fyrst og fremst góður drengur." Hvað drffur þig áfram? „Ég er meira svona go with the flow náungi, en ef það er eitthvað er það peppfíkn. Hrósið mér, plís." Hvar ólst þú upp? „110 Árbær! Vil senda baráttukveðj- ur á alla félaga mína í Árbæjarhverfi. Haldið höfðinu uppi og buxunum niðri." Hvar ert þú búsettur? „í Vatnsmýrinni, sakna Árbæjarins en djöfull er gott að hafa allt innan seilingar. En hver á alla þessa helvít- is ketti? Uppáhaldsíþrótt? „Blandaðar bardagalistir og aflraun- ir eru í rauninni það eina sem tekur því að horfa á. Brasilískt jiu-jitsu í Mjölni er þó sú íþrótt sem skemmti- legast er að stunda sjálfur." Spennumynd, hrollvekja eða rómantísk gamanmynd? „Því miður en ég er allur í rómant- ískum gamanmyndum. Enda róm- antískur og gamansamur." m .„Ég.óska Eddu Björgvinsdóttur góðs gengis en vissulega skiptir hláturinn mikiu máli en hann læknar ekki gigt, ' ristilsjúk- dóma, húðsjúk- dóma, sykursýki og aðra þá lífsstíls- sjúkdóma sem hrjá fólk í dag. Stundum þarf fólk að fara varlega í að kynna eitthvað sem það veit ekkert um," segir Jónína Benediktsdóttir á bloggsíðu sinni eftir að hún las viðtal við leikkonuna og heilsufrömuðinn Eddu Björgvinsdóttur í vikunni um veigamikið heilsunámskeið sem hún ætíar að halda á næstunni. Eitthvað virðist umfjöllunin hafa farið iýrir bijóstið á þeirri fyrmefiidu. ■ Lokasýning á rokkóperunni Jesus Christ Superstar var síðastlið- ið laugar- dagskvöld en sýningin hafði gengið fyrir fullu húsi í Borg- arleikhús- inu frá því í desember. Leikhópurinn hélt að sjálfsögðu lokapartí eftir sýninguna og sást meðal ann- ars til Björns Hlyns, leikstjóra sýningarinnar, og Láru Sveins- dóttir leikkonu í góðu stuði á Boston seinna um nóttina. Það var reyndar mikið af leikurum og tónlistarfólki á Boston það kvöldið en meðal annars sást til Bigga, ritstjóra Monitors, ásamt tilvonandi eiginkonu sinni og hljómsveitinni Bagga- lút sem sat í góðu yfirlæti á efri hæðinni. Kvikmyndagerðarmaðurinn . ungiÁmi Beinteinn Ámason [ -frumsýnir stuttmynd- inaAugafyrir auga 1. maí klukkan 15 íHáskóla- bíói. Ámi sló í gegn sem einn af hjálparkokkunum í Laugardagslögunum í ár og er að margra sögn upprennandi kvikmyndargerðarmaður. Sfðasta stuttmynd Áma, Ekki er allt sem sýnist, vann áhorfendaverðlaun á Stuttmyndadögum í fýrra. Meðal leikara í kvikmyndinni má nefiia Sigurð Skúlason og Áma sjálfan. Ágúst Bent Sigbertsson rappari sendi frá sér lagið Reykjavík Belfast ásamt XXX Rottweilerhundum í vikunni. Lagið hefur vakið mikla athygli en þar fær lög- gjafarvaldið að heyra það í kjölfar óeirð- anna við Rauðavatn. Gamalt Andrésblað eða góð bók? „Coffee-table bækur eru það sem ég er mest í. Ætli það sé ekki mitt á milli Andrés og fagurbókmennta." Kaldur bjór eða koníaksdreitill? „Ég er allur í bjórnum sko. Gemmér." Af hverju gerðuð þið lagið Reykjavík Belfast? „Því það er hlutverk og skylda okk- ar sem listamanna að endurspegla tíðarandann, grasrótina og almenna líðan í landinu. Núna er allt á suðu- punkti og okkar hlutverk að do- kjúmenta það og auðvitað tjá okkur um það í leiðinni. Svo er þetta líka ógeðslega feitt lag." Hefur þú áhyggjur af hækkandi bensínsverði? „Nei, eiginlega ekki. Löngu kominn tími tíl að skoða aðra aflgjafa. Að mínu mati er margt annað sem er þess virði að kasta grjóti fyrir." Hvað myndir þú segja við Björn Bjarnason ef þú værir að„battla" hann? „Ég myndi segja að hann væri jafn- ljótur að innan sem utan." Á að fara í kröfugöngu 1. maf? „Eru þetta ekki meira skrúðgöngur 1. maí?" Hvernig leggst sumarið í þig? „Sumarið leggst vel í mig, útlönd, bjór á Austurvelli og maður tanast ef maður drepst úti." Hvað er næst á dagskrá? „Næst á dagskrá er meiri músík, fleiri myndbönd, heill hellingur af tónleikum og svo eru nokkrir ná- ungar sem ég þarf að berja." Ef kæmi til þess, myndir þú slást við lögregluna? „Það þyrfti mikið að gerast til þess að ég myndi slást við lögregluna, enda liggja vandamálin sjaldnast hjá lögregluþjónunum sjálfum heldur löggjafarvaldinu og dómskerfinu." SKYLDA 0KKAR LISTAMANNA HJÁLMAR Á ALLA 7 ÁRA Eimskipafélag íslands ætlar á næstu vikum að ferðast um landið í samstarfi við Kiwanis og gefa sjö ára íslendingum fría reiðhjólahjálma. Komið verður við í öllum grunnskólum landsins á næstu tveimur vikum og hjálmunum dreift en þetta er liður í kynningar- og fræðsluátaki Eimskips um mikilvægi reiðhjólahjálma. Samstarf Eimskips og Kiwanis er ekki nýtt af nálinni en undanfarin fimm ár hafa félögin dreift rúmlega 23.000 reiðhjólahjálmum til grunnskólanema um land allt. Markmið samstarfsins hefur verið að draga verulega úr slysatíðni barna í umferðinni en auk þess að dreifa hjálmunum eru börnin frædd um mikilvægi þeirra og þær afleiðingar sem slys geta haft séu hjálmarnir ekki notaðir. Nýjasti lið- urinn í átakinu er samstarf Eim- skips, Umferðarstofu og Reýkja- víkurborgar sem mun standa yfir næstu flórar til fimm vikumar. Það heitir „Gott á haus" og verða blaða- og umhverfisauglýsingar átaksins sýnilegar víða. í þeim munu þjóð- þekktir einstaklingar sjást á hvolfi eða með öðrum orðum „á haus" með hjálm á höfði. Markmið átaks- ins er fyrst og fremst að efla vitund fólks um mikilvægi þess að nota reiðhjólahjálma og þá ekki hvað síst fyrir börn og unglinga. asgeir@dv.is Stella Bjarkadóttir og Arnar Jón Guðmundson Taka á móti fyrstu hjálmunum en farið verður [ alla grunnskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.