Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. APRlL 2008 Sport PV Verðmiði kominn á Ameobi Newcastle krefst 4 milljóna punda fyrir Shola Ameobi sem hefur verið á láni hjá Stoke slðan í mars. Ameobi hefur staðiði sig vonum framar hjá Stoke sem þarf aðeins eitt stig til viðbótar til þess að tryggja sér saeti í ensku úrvalsdeildinni á nætu leiktíð. Talið er að Stoke hafi tekið á sig kostnað að verðmæti 575 þúsund pund auk þess að ganga að háum launakröfum Ameobis til þess að styrkja sig fyrir lokaátökin 11. deildinni. Það virðist hafa borgað sig þar sem Tony Pulis er við það að stýra liðinu upp um deild. Ameobi fæddist í Nlgerlu en hefur leikið með U-21 árs liði Englands. Hann á enn eftir að skora fyrir Stoke. Hleb og Flamini til Mílanó? Svo gæti farið að Alexander Hleb og Mathieu Flamini verði I sitt hvorum hluta Mllanóborgar ef sögusagnir reynast réttar um að AC- Milan ætli sér Flamini en Inter Milan ætli sér að kaupa Hleb fyrir næsta tímabil. Flamini verður samningslaus I lok leiktíðar en sögusagnir eru uppi um að Flamini hafi þegar samið við Milan en þar sem stutt er eftir af samningi hans við Arsenal má hann gera það. Talið er að Flamini sé hugsaður sem arftaki Generaos Gattuso sem sitjandi miðjumaður.Talið varað Juventus myndi fá Flamini en AC- Milan ku hafa boðið honum um 4 milljónir evra á ári. Hleb hefur verið boðinn fjögurra ára samningur hjá Inter en hann mun vera þreyttur á þvi að hafa ekki unnið neitt með Arsenal (langan t(ma. Kranjcar til Arsenal? (kjölfar sögusagna um að Hleb og Flamini séu á förum frá Arsenal leita fjölmiðlar nú eftir miðjumönnum til þess að fara til Lúndúnaliðsins í stað þeirra tveggja. Upp úr pottinum hefur komið nafn Króatans Nicos Kranjcar, . leikmanns Portsmouth, en Arsene Wenger er mjög hrifinn af honum. Slavan Bilic, landsliðsþjálfari Króatíu, telur Kranjcar vera að fara til Arsenal og segist hann viss um að Arsene Wenger kunni að meta kappann. Talið er að Arsenal sé að undirbúa 15 milljóna punda boð í miðjumanninn sem þykir leikinn og henta leikstíl Arsenal vel.„Nico er búinn að sanna sig hjá Portsmouth og Wenger veit vel af þvi hvað hann hefur fram að færa," segir Bilic. United á eftir Cruz? Roque Santa Cruz, leikmaður Blackburn, hefur vakið mikla athygli fyrir góða frammistöðu (ensku úrvalsdeildinni. 17 mörk hans ( ensku úrvalsdeildinni eru frábær árangur á fyrsta leiktímabili og nú eru meistarar Manchester United að sækjast eftir skotskóm Cruz. Alex Ferguson leitar Ijósum logum að öðrum sóknarmanni með Wayne Rooney þar sem Louis Saha hefur margsinnis sýnt það að ekki er hægt að treysta á hans veikburða líkama. Talið er að United ætli að bjóða Blackburn um tíu milljónir punda fyrir Cruz þó llklegt sé að Blackburn vilji meira. BENEDIKT BOAS HINRIKSSON 10. MAÍ2005 Paul Scholes hefur væntanlega lagst sæll og glaður á koddann í gær. 1999 fékk hann gult spjald gegn Juventus og var því í banni í úrslitaleiknum eins og Roy Keane. Báðir voru þeir í gráu jakkafötunum gegn Bayern Munchen í úrslitaleiknum sem Manchester vann 2-1. Keane er hættur og stýrir Sunderland þannig að ekki er hann á leið í úrslitaleik í bráð en það er hins vegar Paul Scholes. Scholes skoraði eina mark 180 mínútna einvígis á milli Manchester og Barcelona með engu smá marki. Sir Alex Ferguson gerði sex breyt- ingar á sínu liði frá því gegn Chelsea á laugardag og sótti til sigurs. Það var samt enginn Wayne Rooney og eng- inn Nemanja Vidic í liði Manchester og munaði um minna. Þegar Rooney er ekki með hefur liðið undantekn- ingarlaúst tapað. Vidic og Rio Ferdin- and hafa myndað eitt allra skemmti- legasta miðvarðarpar síðari ára en Wes Brown var í miðverðinum og Owen Hargraves var í bakverðinum. Það voru því möguleikar fyrir Barca. Stemningin á Old Trafford var mögnuð, en hún hefúr oftar en ekki verið gagnrýnd bæði af leikmönnum og sir Alex Ferguson. En það var engin rækjusamlokustemning í gær. Áhorf- endur sungu og trölluðu og annað- hvort var Ferguson stressaður fyr- ir leik eða hafði aldrei upplifað slíka stemningu áður á Old Trafford. United hafði tapað sjö undan- úrslitaleikjum og liðið státar aðeins af tveimur Meistaradeildarbikurum sem er ffekar lítið miðað við stærð fé- lagsins. En liðið sem Ferguson er bú- inn að byggja upp er magnað í nánast alla staði. Geggjað mark Á slaginu klukkan 20.00 skoraði Paul Scholes eina mark leiksins. Mark sem verðskuldar svo sannarlega að koma sínu liði í úrslitaleik. United fékk sókn, Zambrotta rann, Ronaldo vann boltann en Zambrotta gerði vel og vann hann aftur. Hann ákvað hins vegar á einhvern óskiljanlegan hátt að senda með vinstri fæti þvert yfir völlinn þar sem Scholes beið eins og gammur. Kom á ferðinni, lagði bolt- ann fyrir sig og negldi honum ffamhjá Victor Valdez í marki Barca. Hreint frábært mark. Eftir markið var Barcelona meira með boltann án þess þó að skapa sér einhver opin dauðafæri. Það var helst Lio Messi sem gladdi augað en hann einn og sér gat ekki unnið Manchest- er United á heimavelli. Af hverju ekki Eiður? Síðari hálfleikur var eins og síðari helmingur fyrri hálfleiks. United spil- aði taktískan leik og Barcelona var mikið meira með boltann. En eins og svo oft áður í vetur voru hugmynd- irnar af skornum skammti. United varðist auðveldlega fyrirsjáanlegum sóknarleik Barcelona þar sem Deco fór ffemstur í flokki. Að Eiður Smári skuli ekki vera á undan Deco í gogg- unarröð Barcelona er óskiljanlegt. Það má margt segja um Eið en hann er margfalt betri en þungur, slappur og snauður Deco. Þegar Eiður Smári var hjá Cheisea skoraði hann þrjú mörk á Old Trafford og spilaði iðulega vel gegn liðinu. Það er ástæða fyrir því að Alex Ferguson vildi fá hann í sitt lið á sínum tíma. Rijkaard kominn á endastöð með Barca Lio Messi hélt áfram að reyna en varnarleikur United-liðsins var til fyr- irmyndar. Wes Brown og Rio Ferdin- and voru sterkir og gerðu fá mistök. Patrice Evra er ffábær sóknarbak- vörður, jafnvel sá bestí, en hann sýndi 1. DESEMBER 2001 18. JANÚAR 2003 Scholes 39. Forlan 90. Eiður Smári 30. I van Nistelrooy 7. Tiago 17. EiðurSmáriðl. Joe Cole 82. Melchiot 6. Hasselbaink 64. Eiður Smári 86. J L Öllum að óvörum stendur til að reka Sven-Göran Eriksson frá Manchester City: Eriksson Thaksin Shinawatra, eigandi Manchester City, tilkynnti Sven- Göran Eriksson í fyrradag að hann teldi hann ekki rétta manninn í framkvæmdastjórastarf félagsins og hygðist reka hann í lok tímabilsins. Eriksson tilkynnti leikmönnum liðsins þetta á fundi á mánudag og vakti það hörð viðbrögð meðal leik- manna sem létu í ljós reiði sína á æf- ingunni. Svíinn á tvö ár eftir af samningi sínum en Taílendingurinn Shinaw- atra ku vera afar ósáttur við spila- mennskuliðsinsásíðarihlutaieiktfð- arinnar þar sem félagið hefur aðeins unnið fjóra af síðustu fimmtán leikjum sínum. Steininn tók úr að mati Shinawatra þegar liðið tapaði 2-3 gegn Fulham á heimavelli um liðna helgi eftir að hafa leitt 2-0. Eriksson var að vonum vonsvik- inn þegar hann fékk fréttirnar. „Sven á förum brást rólegur við eins og hann ger- ir yfirleitt en hann var engu að síð- ur mjög vonsvikinn og hissa," segir heimildamaður nákominn honum. „Hann vill ekki fara frá félaginu og hann mun ekki segja upp. Hann elskar að vinna með leikmönnum og vinna hans í Manchester City er einungis nýhafin. Á heildina litið hefur þetta ver- ið vel heppnað leiktímabil. Thaksin samþykkti fimm ára plan og fyrsta markmiðið var að ná einu af tíu efstu sætum deildarinnar og það náðist," segir heimildamaðurinn. Micah Richards, varnarmaður Manchester City, sagði í síðustu viku að leikmenn liðsins stæðu 100 prósent á bak við Eriksson og bætti við: „Mér finnst fáránlegt að það sé í umræðunni að starf hans sé í hættu. Þú færð ekki betri framkvæmda- stjóra til Manchester City." vidar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.