Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. APRlL 2008 Fréttir DV íbúðakaupendur sem tóku lán á 4,15 prósenta vöxtum árið 2001 geta átt von á að greiða sjö prósenta vexti af láninu frá haustinu 2009 þegar endurskoðunarákvæði bankanna koma til framkvæmda. Greiðslubyrðin þyngist mjög og þeir sem nú borga 90 þúsund krónur á mánuði þurfa þá að reiða fram 130 þúsund krónur til að halda heimilinu. % „Þegar bankarnir fóru inn á markað- inn á sínum tíma buðu þeir vexti sem þeir geta ekki staðið við í dag. Þeir eru að tapa á þessum lánum," segir Ingólfur H. Ingólfsson fjármálaráð- gjafi um íbúðalán á 4,15 prósenta vöxtum sem viðskiptabankarnir byrjuðu að bjóða árið 2004. Margir viðskiptavinir skrifuðu undir endur- skoðunarákvæði vaxtanna að fimm árum liðnum í von um að greiðslu- byrðin myndi þá lækka enn meira. Raunin er hins vegar allt önnur. íbúðakaupendur sem tóku lán á 4,15 prósenta vöxtum árið 2001 geta átt von á að greiða sjö prósenta vexti af láninu frá haustinu 2009 þeg- ar endurskoðunarákvæðið kemur til framkvæmda hjá bönkunum. Tuga þúsunda aukning Þeir sem greiða þá af 10 millj- óna króna láni mega búast við því að borga um tuttugu þúsundum króna meira á mánuði. Á ársgrundvelli nemur greiðsluþyngingin 225 þús- undum króna. fbúðaeigendur með 20 milljóna króna lán á bakinu þurfa að reiða fram íjörutíu þúsundum meira á mánuði til að halda í við vaxtaþróun. Yfir árið er heildarupphæðin um 450 þúsundir króna. Fastir vextir sem viðskiptabank- arnir bjóða nú upp á eru 6,3 prósent ERLA HLYNSDOTTIR bladamadur skrifar: erlamdv.is DÆMI UM AFBORGANIR LÁN MÁNAÐARGREIÐSLUR mánaðargreiðslur 4,15%vextir 7%vextir 10 milljónir 45.182 kr. 63.886 kr. AIJKMXi Á MÁMJIM 18.704 KK. Arsgreiðslur Arsgreiðslur 4,15%vextir 7%vextir 542.180 kr. 766.628 kr. AIJKMMi Á ÁKI 224.448 KK. lAn mAnaðargreiðslur mAnaðargreiðslur 4,15%vextir 7%vextir 20 milljónir 90.363 kr. 127.771 kr. AUKMMi Á MÁMJIM 37.408 KK. Arsgreiðslur Arsgreiðslur 4,15%vextir 7%vextir 1.084.360 kr. 1.533.255 kr. aijkmm; á áki 118.805 kk. Margir munu því þurfa að láta vaxtahækkan- irnaryfirsig ganga og reiða fram það fé sem bankinn óskar. hjá Landsbankanum, 6,4 prósent hjá Kaupþingi og 6,5 prósent hjá Glitni. Því er hóflega áætlað að gera ráð íyrir sjö prósenta vöxtum að rúmu ári. Eiga í engin hús að venda Ingólfur segir að vextirnir sem bankarnir buðu árið 2002 hafi verið það lágir að þeir sjái sér ekki hag í því aðbjóðafólkiþááfram.Viðskiptavinir sem gerðu samkomulag við bankann um endurskoðun eftir fimm ár geta valið að greiða upp lánið án aukakostnaðar ef þeir sætta sig ekki við vaxtahækkunina. „Ég held að bankinn yrði bara feginn," segir GLÍMIRVK RÓLEGAN DV IGÆR. Ingólfur í ljósi þess að bankarnir tapa á viðskiptavinum sem greiða þessa lágu vexti. Ef sú leið er farin þarf íbúðar- eigandinn hins vegar að finna sér lán annars staðar á betri vöxtum en bankinn býður, og það getur reynst heldur vandasamt. Margir munu því þurfa að láta vaxtahækkanirnar yfir sig ganga og reiða fram það fé sem bankinn óskar. Alls engin verðtrygging Þó er nauðsynlegt að hafa í huga að margir lánþegar vildu alls ekki láta endurskoða sína vexti heldur kusu að halda þeim föstum allt lánstímabilið. Gylfi Arnbjörnsson, hagffæðingurogframkvæmdastjóri Alþýðusambands fslands, segir því ekki hægt að halda því fram að bankarnir hafi blekkt viðskiptavini sína þar sem þessi valmöguleiki stóð þeim til boða. Enginn gat á þessum tíma sagt fyrir um hver vaxtaþróunin yrði og allt eins mögulegt að vextirnir myndu lækka. Talsmenn Alþýðusambandsins, ásamt fleiri aðilum, héldu því mjög á lofti þegar bankarnir komu inn á íbúðalánamarkaðinn að viðskipta- vinir þyrftu að vera vakandi fyrir þeim möguleika að greiðslubyrðin Endurskoðun að ári Ingólfur H. Ingólfsson segir út I hött að tala um verðtryggingu langtímalána þegar hún gildir aðeins þar til bankanum er heimilt að endurskoða vextina. gæti hækkað mjög ef viðskiptavinur kysi þessa verðtryggðu breytilegu vexti. Ingólfur segir það í raun út í hött að kalla þetta verðtryggingu vaxta á fjörutíu ára láni því hún gildi í raun aðeins í árin fimm frarn að endur- skoðun. Truflaði ekki störf lögreglu Iléraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær Svein Birki Bjöms- son, ritstjóra Reykjavík Grape- vine, af ákæm um að hafa truflað störf lögreglu á gatnamótum Laugavegar og Skólavörðustígs 31. október á síðasta ári. Sveinn Birkir sagðist hafa séð lögreglu handtaka konuna en ekki skipt sér af því fyrr en hann átti aftur leið hjá 15 mínútum síðar. Þá hélt lögreglumaður konunni enn niðri. Sveinn Birkir segist hafa spurt lögregluþjón hvort það væri nauðsynlegt að halda konunni niðri. Fékk hann þau svör að hann ætti ekki að skipta sér af því annars yrði hann handtekinn. Þá hafi hann spurt hvort það væri réttlætanlegt að handtaka mann fyrir að spyrja spuminga. Því næst hafi hann verið kominn í handjárn. Forseti ÍSÍ segir íslenskum ólympiuförum ekki meinaö að mótmæla: * Olympíusáttmálinn virtur „Málið er nokkuð skýrt af okk- ar hálfu. Við förum einungis fram á það að fólk virði Ólympíusáttmál- ann. f 51. grein hans kemur fram að fólki sé óheimilt að hafa uppi hvers kyns áróður sem lítur að kynþáttum, trúarbrögðum eða stjórnmálum, þegar það er á keppnissvæðum eða undir merkjum Ólympíuhreyfingar- innar." Þetta segir Ólafur Rafnsson, forseti ÍSf, aðspurður hvort íslensk- um íþróttamönnum verði bannað að mótmæla mannréttindabrotum í Kína eða Tíbet. Breska ólympíunefndin greip á dögunum til þeirra ráða að banna slík mótmæli. Ólafur segir slíkt ekki hafa komið til tals hjá íslensku ólympíunefndinni. Spurður um viðurlög við broti á 51. grein sátt- Ólympíuleikar Ólafur Rafnsson, forseti ÍSl, segir íslenska ólympiufara frjálsa skoðana sinna. málans segir hann þau einungis lúta að íþróttunum sjálfum. „Brot á henni leiða fyrst og fremst til sviptingar verðlauna, það verður enginn hnepptur í fangelsi eða eitthvað álíka. Það hvemig einstaka ólympíunefndir haga sínum skil- yrðum eða viðurlögum er þeirra mál," segir Ólafur. Hann segist fyrst og ffemst vilja höfða til skynsemi og mannréttinda okkar keppenda. „Þau em frjáls skoðana sinna. Við munum ekki hefta skoðanir eða tjáningarfrelsi okkar affeksmanna," segir hann en bætir því við að ólympíunefndir stærri þjóða hafi vissar áhyggjur af málinu. „Ég heyrði það á fundi Heimssambands ólympíunefnda í byrjun apríl að stærri þjóðirnar höfðu áhyggjur af því að fjölmiðlar virtu rétt keppenda til að tjá sig ekki. Við óskum þess að fjölmiðlar virði það sjónarmið. Keppendur þurfa að fá frið til að einbeita sér að undirbúningi og keppni," segir Ólafur að lokum. baidur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.