Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 30. APRÍL 2008 19 DV FERÐALÖG UPPUHR Magnús Bergsson er hjólreiðagarpur mikill en hann hefur nokkrum sinnum hjólað hringinn í kringum landið. Hann bendir á að mikilvægt sé að velja rétta árstímann til að hjóla til að komast hjá mestu umferðarþyngslunum. NATTURUNA^H ODRUVÍSIÁ HJOU Magnús Bergsson situr í sjóm Landssam- taka hjólreiðamanna en hann hefur farið í nokkrar hjólreiðaferðirnar umhverfis landið. „Það að hjóla hringinn er auðvitað áskorun sem allir hjólreiðamenn verða að taka. Það er samt bara spurning um að velja rétta árstím- ann. Ekkert endilega vera að gera þetta í júní, júlí eða ágúst því þá er traffíkin þyngst, þegar bæði íslendingar og erlendir ferðamenn eru að keyra um landið. Ég myndi helst mæla með því að fólk hjólaði hringinn í apríl eða maí." Aðspurður hvort það sé á allra færi að leggja upp í slíkt ferðalag svarar Magnús: „Já, það er algjör óþarfi að vera einhver þaulvan- ur hjólreiðamaður. Þetta er sáraeinfalt og allt bara spurning um að drífa sig af stað. Svo er sniðugt að nýta sér bara bændagistinguna er maður er í byggð en vera samt alltaf með tjald með sér og geyma allan búnað í töskum á hjólinu, ekki í bakpoka á bakinu. Menn eiga að forðast það að geyma farangurinn á bakinu alveg eins og þeir geta." Var þrjár vikur í fyrsta skiptið Magnús segir að hann hafi farið í sína fyrstu hringferð fyrir rúmum tuttugu árum og þá frekar óreyndur hjólreiðamaður. „Það tók mig þrjár vikur að hjóla hringinn þá. Það var líka bara svona rólyndisferð og ég var alls ekkert á neinni hraðferð. { dag eru menn jafnvel að fara þetta á tveimur vikum og stundum skemur. Það eru náttúrulega komin betri hjól og vegir í dag sem flýta fyrir ferðinni. Vegna þungans í umferðinni hef ég undanfarin ár hins vegar sleppt því að fara þessa helstu þjóðvegi, allavega norður á land. Ég hef í staðinn farið Arnarvatnsheiði og yfir hálendið. Það er kannski frekar erfitt fyrir óvana en þá er hægt að mæla með Kjalvegi sem dæmi og svo er Sprengisandurinn nú ekkert svo erfiður í sjálfu sér ef maður er bara á þokkalega búnum hjólum," segir Magnús og bendir á að það sé engin sérstök þörf að vera á fjallahjóli á malbikuðum vegum. Sniðugt að hjóla á nóttunni „Ef fólk er eitthvað hrætt við að vera að hjóla svona í þungri bílaumferð nær það oft ekki jafnmiklum tengslum við umhverfi sitt því þá getur maður farið að hugsa svo mik- ið um hræðsluna að maður nær ekki þessum tengslum. Þess vegna getur oft verið sniðugt ef maður er að ferðastyfir sumartímann að hjóla á næturnar. Þá á maður veginn alveg út af fyrir sig og það er algjört næði. Maður upplifir nátt- úruna að sjálfsögðu allt öðruvísi þegar maður er hjólandi heldur en sitjandi inni í bíl." Að lokum bendir Magnús á sniðugt námskeið sem fjallahjólaklúbburinn stendur fyrir í lok maí. „Það verður haldið ferðaundirbú ningsnámskeiðhjáíslenskafjallahjólaklúbbn- um 22. maí. 1 framhaldi af því verður hjólað á Nesjavelli helgina 24. til 25. maí. Þarna er fólk hvatt til að mæta sem hefur hug á því að fara í ferðalög á reiðhjóli í sumar því á Nesjavelli fara alltaf einhverjir vanir hjólreiðamann sem vilja deila reynslu sinni með óvönu hjólreiðafólki." krista@dv.ls stiörnu ferðafrelsi Húsbílar frá Weinsberg og Mdouis wwwierdaval.is FGRÐAVAL Lundi við Vesturlandsvea Sími 5Z8 5500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.