Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 28
28 MIÐVIKUDAGUR 30. APRlL 2008 Fókus DV LISTRÆN ÚRVINNSLA HELFARARINNAR Sigrún Sigurðardóttir menningarfræðingur heldur fyrirlesturinn Helförin: Listræn úrvinnsla og söguskilningurl Bratta, fyrirlestrarsal Kennaraháskólans, ídag kl. 16. Sérstaklega verðurfjallað um helförina og úrvinnslu á henni eins og hún birtist í ritum rithöfunda, kvikmyndagerðarmanna, listamanna og arkitekta sem vinna með reynslu fólks af þessum atburðum í verkum sínum. Glæpur og reísing í kili Hið klassíska meistaraverk Fjodors Dostoj- evskí, Glæpur og refsing, ernúkomið í kilju. Þetta er oft taiin einhver besta og beittasta skáldsaga sem skrifuð hefur verið; harmræn saga um eymd og yonleysi í Rússlandi fyrir byltingu, en ekki síður um innri togstreitu og grimmar tilfirmingar. Strax í upphafi er lesandinn hrifinn með inn í trylitan hugarheim stúdentsins Raskolnikovs; hann er knúinn áfram af fátækt, ágimd og mMmennskubrjálæði sem leiðir hann um síðir til voðaverks. Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi bókina en hún tilheyrir nýrri kiljuseríu Forlagsins, Erlend klassík. Kuðunga- krabbarnirrkilju Út er komin í kilju bókin Kuðunga- krabbarnir eftir Anne B. Ragde. Torunn hittir föðurfólkið sitt í fyrsta sinn þegar amma hennar liggur fyrir dauðanum, amman sem hrakti móður hennar ófr íska á brott og svipti Torunni þar með kynnum af fjölskyldunni - þar til nú. Áður en Torunn veit -af hefur hún bundist þessu blá- ókunnuga, sérkennilega fólki og örlögum þess miklu sterkari böndum en hún kærir sig um. Kuðungakrabbarnir er sjálfstætt framhald bókarinnar Berlín- araspirnar sem kom út í kilju fyrir tveimur árum. Ragde er vinsælasti höfundur Norðmanna um þessar ^mundir. Pétur Ástvaldsson þýddi.^ Hættulegur sjortari Lífið brosir við Lauren Stilwell. Hún er á framabraut og í hamingjusömu hjónabandi - eða hvað? Einn daginn ákveður hún að koma manni sínum á óvart en sér hann þá með ungri ljósku. Hún jafnar metin með því að fá sér sjort- ara með ungum, mynd- arlegum manni, en ástríðufullt ævintýr- ið'endar skelfilega þegar Lauren verður vitni að ofbeldisglæp sem leiðir til dauða. Hún þarf að upplýsa málið án þess að leyndarmál hennar komi í ljós. Sjortarann skrifaði James Patterson í félagi við Michael Ledwidge, en í tilkynningu segir að sagan hafi öll einkenni góðs Patterson-tryllis. ÞJANING NASISTASONAR John Boyne er þrjátíu og sjö ára Iri sem sent hefur frá sér fimm skáldsögur og eina nóvellu auk nokkurra smásagna. Strákurinn í röndóttu náttfötunum var fjórða skáldsagan í röðinni þegar hún kom út fýrir tveimur árum og hef- ur nú selst í meira en einni og hálfri milljón eintaka og fengið verðlaun og verðlaunatilnefningar. Hún hef- ur setið í um sjötíu vikur í fyrsta sæti írska metsölulistans og hefur vermt toppsætið í mörgum öðrum lönd- um. Bókin kom út hjá Veröld ný- verið í íslenskri þýðingu Önnu Agn- arsdóttur og eins og gjarnan verður raunin með vinsælar bækur er nú unnið að kvikmynd eftir henni sem frumsýna á næsta haust. Dag einn þegar hinn níu ára Bruno kemur heim til sín er hon- um tilkynnt að íjölskyldan þurfi að flytja úr fimm hæða húsinu í Berlín á ónefndan stað úti í sveit. Ástæð- an er vinna föður hans. Sagan ger- ist árið 1943 og pabbi Brunos hefur óneitanlega mikið að gera í vinn- unni, verandi háttsettur foringi í her nasista. Síðar kemur í fjós að ónefndi staðurinn er Auschwitz í Póllandi, sem kallaður er Ásvipti í sögu Boyne, þar sem pabbi Brunos hefúr störf sem fangabúðastjóri. Bruno, sem hefur enga vitn- eskju um helförina og grimmdar- verkin sem samlandar hans stunda þegar sagan gerist, er afar óánægð- ur með flutningana. Nýja húsið er mun minna en það gamla, það er ekki með handriði sem hægt er að renna sér niður en verst af öllu er að hann þarf að yfirgefa bestu vini sína þrjá. Og ekkert annað hús, þar sem strákar á hans aldri gætu hugs- anlega búið, er sjáanlegt. Seinna kemst Bruno hins vegar að því að það er fólk á bak við háu girðing- una og gaddavírinn sem hann sér út um herbergisgluggann sinn. Fólk í röndóttum náttfötum. Þar á með- al er jafnaldri hans, Shmuel, sem Bruno leggur á sig langan göngutúr meðfram girðingunni daglega til að geta spjallað við og gefið mat sem hann hnuplar heima hjá sér. Falleg vinátta drengjanna er þeim báðum ómetanleg. Sjónarhorn sögunnar, sýn níu JOHNBOYNE Hefur sent frá sér fimm skáldsögur og eina nóvellu auk nokkurra smásagna. STRAKURINN í RÖNDÓTTU NÁTTFÖTUNUM 'k'k'ki ★ JOHN BOYNE BOICADOMUR ára drengs á atburði í heimahúsi nasistaherforingja þegar síðari heimsstyijöldin geisar, er afar áhugavert. Hvernig bamið horfir á alvarlegan föður sinn þramma inn og út í einkennisbúningnum með orðurnar og í glansandi stígvélunum, loka sig af inni á skrifstofu sinni - þangað sem Bruno má ekki fara inn undir neinum kringumstæðum - og hermenn koma og fara. Og allir heilsa þeir og kveðja með því að skella saman hælum, sveifla hendinni frá bringu og á ská upp í loft, og kalla tvö orð sem Bruno skilur ekki. Honum hafði þó verið kennt að heilsa þannig, en aðeins ef honum var heilsað þannig að fýrra bragði. Spennuþrungið andrúmsloftið hefur auðvitað sín áhrif á unga sál, og fara móðir Brunos, tólf ára göm- ul systir og þjónustufólkið heldur ekki varhluta af því. Bruno reyn- ir sífellt að skilja betur hvers vegna hlutirnir eru eins og þeir eru, hvers vegna þau máttu ekki búa áfram í Berlín, hvers vegna Shmuel og hitt fólkið hinum megin girðingarinn- ar þarf að vera í röndóttum náttföt- um, hvers vegna Shmuel er svona grannur og svangur, hvers vegna fjölskylda hans flutti burt án þess að amma og afi fengju að koma með, hvers vegna þetta og hvers vegna hitt. Sögunni er kannski einum þræði ætlað að segja okkur að það voru ekki eingöngu börn af gyð- ingaættum sem þjáðust í stríðinu, heldur einnig börn nasistanna. Frásögnin er mestan partinn frábærlega áreynslulaus. Þó er það smá hnjóður að sumar setningar sem Bruno eru látnar í munn eru ekki mjög líklegar til að koma frá níu ára gömlum dreng, til að mynda þessi: „Mér finnst að ef starf föður míns hafi það í för með sér að við þurfum að flytja úr okkar eigin húsi, burt ffá handriði sem er hægt að renna sér niður og burt frá þremur bestu vinum mínum um aldur og ævi, þá finnst mér að faðir minn eigi að hugsa sig tvisvar um hvað starfið varðar [...]" (bls. 19). Hafandi ekki séð frumtextann er óvíst hvort þetta sé frá höfundi eða þýðanda komið. Annað dæmi er: „Mér sýnist þú hafa verið flutt hingað gegn vilja þínum alveg eins og ég. Og mér finnst við öll vera í sama báti. Og hann farinn að leka." (54) Hér má ekki aðeins setja spurningarmerki við orðalagið heldur líka myndlíkinguna - hvort „venjulegur" níu ára gutti sé líklegur til að skella fram slíkri líkingu. Á móti kemur að Bruno lifir ekki beint „venjulegu" lífi níu ára drengs sem sonur nasistaforingja í miðri heimsstyrjöld. Því miður er undirritaður ekki vel að sér í helfararbókmenntum og því ekki hægt um vik að setja þessa stórgóðu bók í samhengi við önnur skáldverk þeirrar gerðar. Og hvað varð tíl þess að frekar ungur íri ákvað að skrifa bók sem gerist í helförinni veit ég ekki, en það verður ljóst þegar rennt er yfir útdrætti úr fyrri bókum Boynes að fortíðin og sögulegir atburðir eru honum hugleikin. Það á einnig við um nýjustu bók hans, sem væntanleg er í búðir í Bretlandi í næsta mánuði, en hún heitir einfaldlega Uppreisnin á Bounty. Boyne er svo sannarlega höfundur sem vert er að gefa gaum því miðað við Strákinn í röndóttu náttfötunum kann hann þá list vel að segja sögu. Kristján Hrafn Guömundsson jr r FERSKIULDNU UMHVERFI Forgetting Sarah Marshall er gáskafull gamanmynd sem gleður. Peter er nettur aumingi. Hann sér umfrumsamdatónlistíspennuþætti sem sýndur er á besta tíma, en utan þess húkir hann heima hjá sér í einkaævintýrum. Kærasta hans Sarah er stjarna þáttanna. Sæt, ung og á uppleið. Sarah gefst fljótlega upp á Peter og segir honum upp. í tilraun til þess að jafna sig ákveður Peter að fara til Hawaii, þar sem hann rekst svo á Söruh með nýja gæjanum. Forgetting Sarah Marsh- all er fersk gamanmynd að mörgu leyti. Aðalleikari myndarinnar, Jason Segel, er jafnframt höfundur hennar. Sá er úr sama gengi og þeir semgerðuSuperbadogKnockedUp, sjálfur lék hann í þeirri síðarnefndu. Þess vegna eru margir brandarar í Forgetting Sarah Marshall sem 1 eru óborganlegir. Persónur eru líka skemmtilegar, þó helst breski rokkarinn Aldous Snow sem leikinn FORGETTING ★★★ SARAH MARSHALL Leikstjóri: Nicholas Stoller Leikarar: Jason Segel, Kristen Bell, Mila Kunis, Russell Brand. BIODOMUR er af Russell Brand. Það versta við myndina er sögusviðið. Maður er búinn að sjá nóg af einhverju ástarvelludjóki sem gerist á hóteli á Hawaii og þess vegna er erfitt að finna fýrir því óbragði í kringum fersku molana í þessari kvikmynd. Forgetting Sarah Marshall er engin snilld. Hins vegar er hægt að hlæja andskoti vel að henni, en handritshöfundurinn hefði mátt vera aðeins djarfari fyrir minn smekk. ítrekuð nekt aðalfeikarans var þar skref í rétta átt. DóriDNA,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.