Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 17
PV Sport MIÐVIKUDAGUR 30. APR(L 2008 17 Frank Rijkaard fær falleinkun hjá flestum GLAÐUR OG SÆLL Paul Scholes hefur væntanlega verið sæll og glaður í gær. i 1 1 STRANGRI GÆSLU Ronaldo háði skemmtilega baráttu við Gianluca Zambrotta. að hann kann sitthvað fyrir sér í vörn líka. Owen Hargraves fór helst ekki yfir miðjulínu en varðist vel. Frank Rijkaard er kominn á enda- stöð með Barcelona-liðið og alveg ljóst að hann er enn bara nýgræðing- ur í þessum bransa. Það sáu allir að Alex Ferguson vann baráttu þeirra, skipti rétt inn á og brást rétt við að- stæðum. Rijkaard féll einfaldlega á prófinu. Bojan er efnilegur leikmaður en ekki varamaður númer tvö í und- anúrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það kæmi gríðarlega á óvart ef Rijka- ard og margir leikmenn liðsins væru enn á næstu leiktíð. Scholes byrjar inni á í Moskvu Sir Alex Ferguson, stjóri Manchest- er United, heftir áður sagt að Schol- es yrði í byrjunarliðinu kæmist liðið þangað. Nú er liðið komið í úrslita- leikinn og staðfesti Ferguson það í gær. „Hann verður í liðinu. Hann er einn af þeim ffábæru sem komu í gegnum unglingastarfið. En ég er svo ánægður fyrir hönd allra. Þetta er svo góð tilfining og þetta er svo frábært fyrir þennan klúbb. Þetta félag verðskuldar að vera í úr- slitaleiknum og það er stórkostíegt." Ferguson bætti við að áhorfendur hefðu verið frábærir. „Barca reyndi að ná inn markinu sem þá vantaði en áhorfendur hjálpuðu okkur yfir erfið- asta hjallann." ftio Ferdinand tók í svipaðan streng. „Það er erfitt að lýsa þessari tilfinningu. Ahorfendurnir spiluðu stórt hlutverk í þessum leik og studdu vel við bakið á okkur. En síðan kemur svona snilld frá frábærum leikmanni, Paul Scholes. Þvílíkt mark og þvílíkur tími að skora svona mark." Enn á ný takast Chelsea og Liverpool á í Meistaradeildinni: TÖLFRÆÐIN ÖLL MEÐ CHELSEA Liverpool og Chelsea takast á í síðari leik liðanna í Meistaradeildinni. Fyrri leik liðanna lauk á eftirminnilegan hátt, 1-1. Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur sett aukapressu á dómara leiksins, Roberto Rossetti, með því að segja að frammistaða hans í vetur hafi verið afar forvimileg. „Hann hefur dæmt sex leiki í Meistaradeildinni. Fimm af þeim hafa endað með heimasigri en að- eins einn með útisigri. Það var Val- encia gegn Chelsea. Það er afar for- vitnilegt. Dómarinn í fyrri ieiknum var sla- kur og vonandi verður annað uppi á teningnum núna. Dómarinn er með næga reynslu til að höndla svona leik og hann veit það best að ef hann verður sterkur á taugum verður þetta allt í lagi." Tölfræði dómarans er þó ekki það eina sem Rafa og félagar þurfa að hafa áhyggjur af. Eitt tap í 125 leikjum á Brúnni og Liverpool hef- ur aldrei tekist að brjóta ísinn þar á bæ síðan Rafa tók við 2004 eða í átta leikjum. En Rafa Benitez er meistari Meist- aradeildarinnar. Ef hann kemst í úr- slitaleikinn verður það hans þriðji á fjórum árum. Hann hefur í gegnum tíðina sýnt að þetta er keppnin sem hann kann á. Chelsea kemur í leikinn með sjálfstraustið í rífandi botni. Margt hefur breyst síðan staðan var 1- 0 fyrir Liverpool og 93 mínútur á klukkunni. í dag er það allt annað lið Chelsea sem kemur til leiks og ljóst að Liverpool þarf svo sannarlega að vera í toppformi ætíi það sér eitthvað út úr þessum leik. benni&dv.is X e Drogba er ekki leikari Rafa Benitez, stjóri Liverpool, hefur gagnrýnt Didier Drogba fyrir leikaraskap í aðdraganda síðari leiks liðanna í Meistaradeild- inni. Eðlilega segja margir, ef ekki flestir, en ómaklegt segja aðrir.„Hann er góðurleikmaður fyrst og fremst, sterkur líkamlega og mérfinnst hann ekki vera leikari inn á vellinum," sagði Avram Grant en spyrja má hvort hann hafi í alvöru séð einhverja leiki með Chelsea þar sem Drogba erinni á.„Ef horft erá hvað Carragher gerir við hann í fyrri leiknum má leiða að því líkum að dómararnir hafi verið frekar kurteisir. Af því hann er svo sterkur er eins og varnarmenn megi stoppa hann með öllum ráðum." Toni tippar á Ronaldo Það eru ekki margir sem veðja gegn Ronaldo til að verða leikmaður ársins. Hann hefur skorað 38 mörk á tímabilinu þótt hann sé ekki alltaf áberandi (stóru leikjunum. Luca Toni, leikmaður Bayern Mtinchen, veðjar. allavega stnum peningum á Ronaldo.Toni hefurverið frábær í vetur og skorað 36 mörk í Bundesligunni og UEFA-bikarnum.Toni hefur þegar unnið þýska bikarinn, er á góðri leið með að verða þýskur meistari og er í undanúrslitum UEFA-bikarsins með sínu liði. Oftast er það svo að ffammistaðan á stóra sviðinu, EM eða HM, ræður úrslitum séu tveir leikmenn búnir að vera eins góðir og þeir Luca Toni og Ronaldo. Það sannaðist með Ronaldo árið 2002 og þegar Fabio Cannavaro var valinn bestur 2006 eftir HM. Þá var Ronaldinho búinn að vera í formi og hafði tryggt Barcelona meðal annars sigur í Meistaradeildinni. Bywater vill vera áfram hjá Derby Markvörðurinn Stephen Bywater vill vera áfram hjá Ipswich þarsem hann hefurverið að láni frá Derby.„Derby samdi við Roy Carroltil 2010 þannig aðefég kem aftur mun ég væntanlega verma tréverkið. Égerennþá þokkalega ungurog langar að spila fast í hverri viku og það get ég fengið hjá Ipswich/'sagði Bywater við fréttamenn en Ipswich hefur þann möguleika að fjárfesta í markverðinum eftirtímabilið kjósi það svo.„Ég veit að Derby á mig en mig langarað vera áfram hjá Ipswich og ætla að gera allt sem ég get til að það verði." Makelele ánægður með Grant „Mér finnst Avram Grant góður stjóri," sagði Claude Makelele, leikmaður Chelsea, um knattspyrnustjórann sinn, Avram Grant.„Það sjá allir hvernig staða okkarer í dag. Jafnirefsta liðinu í deildinni og komnir (undanúrslit Meistaradeildarinnar. Ég veit ekki af hverju allir eru að miða hann við Jose Mourinho. Avram er nýbyrjaður að stjórna liöi á meöan Jose hefur mikla reynslu sem sKkur. Það þarf að gefa Grant meira svigrúm til að vinna s(na vinnu," sagði Makelele.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.