Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 7
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 30. APRlL 2008 7 einum né neinum, enda er þetta mitt eigið sjálfskaparvíti. Vonandi geta einhverjir litið á mína sögu sem víti til vamaðar," segir hann. Erfitt að sjá ekki börnin reglulega Kalli Bjami er þriggja bama faðir. Hann á Sigríði Elmu, tíu ára, Maríus Mána, sem varð sjö ára um daginn og Jón Emil þriggja ára. Þau em honum afar kær en til stóð að hann fengi að hitta strákana sína í gærkvöldi. „Ég hélt afmælisveisluna með Maríusi Mána um daginn, rétt áður en ég fór út. Það var frábært. Það er mér einn- ig mikilvægt að fá að kveðja þá á eft- ir. Það verður erfitt að takast á við að hitta þá ekki reglulega," segir hann. Kalli Bjarni virðist ótrúlega yfirvegaður þótt hann sé á leið í fangelsi. Aðspurður hvað sé erfiðast við fangelsisvist hugsar hann sig um svolitla stund og segir svo. „Það sem ég kvíði mest er að geta ekki umgengist börnin mín eins og ég myndi vilja. Það verður erfitt að horfa upp á þau leidd í gegn um stálhliðin, vitandi það að þau em að fara að heimsækja pabba sinn. Það tekur á," segir KaÚi Bjami niðurlútur. Hann vonast eftir því að fá að sleppa út þegar hann hefur aíþlánað tvo þriðju hluta tímans en fangar hafa rétt á því að óska eftir reynslulausn að þeim tíma liðnum. „Vonandi bætist við afþlánunina refsingin fyrir efnin sem ég var tekinn með í Síðumúla. Það væri ömurlegt að þurfa að fara út og svo aftur inn. Ég vil bara klára þetta í eitt skipti fyrir öll," segir hann. Viðskiptafræðin heillar Kalli Bjami vonast til þess að fá tækifæri til að mennta sig, á meðan hann afplánar dóminn. „Mig langar að taka nokkra áfanga í viðskiptafræði. Ég hef aldrei kunnað með peninga að fara og það væri kærkomið tældfæri að geta aflað sér þekkingar á því sviði," segir hann og bætir við að slík þekking gæti reynst honum vel í tónlistinni. „Ég veit að ég hef hæfileika á ýmsum sviðum. Mig langar að fást við það sem ég geri best, það er að spila og semja tónlist. Vonandi get ég dútlað eitthvað við það í fangelsinu," segir hann. Hann segist líka ætla að nýta sér þau meðferðarrúrræði sem em í boði í fangelsinu, í þeirri viðleytni sinni að koma lífinu á réttan kjöl. Þakklátur fjölskyldunni Kalli Bjarni er ekki bitur út í samfélagið eða samferðamenn sína. „Ég er fýrst og ffernst óendanlega þakklátur fjölskyldu minni og vinum fýrir þann stuðning sem þau hafa sýnt mér. Mamma er búin að standa sig eins og hetja. Hún hefur þurft að ganga í gegnumýmislegtundanfarnamánuði og ég er henni ótrúlega þakklátur, rétt eins og fjölskyldu minni íNoregi. Það hafa allir sýnt mér skilning nú þegar ég er edrú," segir Kaili Bjami. Hann er líka þakklátur Fangelsismálastofnun. „Þeir sýndu mér skilning til að fara úr landi, ganga frá mínum málum og kveðja fjölskylduna. Það skiptir miklu máli fýrir mig að geta farið sæmilega rólegur inn í fangelsið. Ég er búinn að koma þessu þannig fyrir að ég verð hissa ef fjölskylda mín fær ekki frið meðan ég er inni," segir hann en fjölskyldunni bárust hótanir þegar skuldunautar hans héldu að hann ætlaði að svíkjast undan skuldum sínum. „Eins og ég sagði áður skipti öllu máli fýrir mig að vinna aðeins í mínum málum áður en ég færi inn. Ég kem vonandi frjáls maður út og get byrjað lífið upp á nýtt," segir Kalli Bjami að lokum. m w■ ' i \ "Annaðhvort hættir maðuralveg eða endarýmist geðveikur eða dauður.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.