Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. APR(L 2008 Fréttir DV HEIMILI FRITZL-FJÖLSKYLDUNNAR 1) GARÐUR - HLUTI KJALLARANS ER UNDIR GARÐINUM NÆST HÚSINU, 2) AÐALBYGGING - HLUTI KJALLARANS ER UNDIR AÐALBYGGINGUNNI, 3) YFIRBYGGÐ SUNDLAUG, 4) BlLSKÚR Um fátt er nú meira talað en tuttugu og fjögurra ára prísund Elísabetar Fritzl og þriggja barna hennar og þeirri kynferðislegu misnotkun og ofbeldi sem var stundað í skjóli hljóðeinangraðarar, niðurgrafinnar kjallaraholu i austurrískum smábæ, Amstetten. Faðir hennar, Jósef sjötíu og þriggja ára, hefur gengist við því að hafa svift hana frelsi og feðrað sjö börn hennar, en af þeim lifðu sex. KOLBEINN ÞORSTEINSSON blaðamaður skrifar: kolbeinn^dv.is Útal spurningar brenna á fólki vegna hins óhugnanlega máls sem nú skekur austurríska smábæinn Amstetten. Þar var Elísabetu Fritzl haldið fanginni í tuttugu og fjögur ár og síðar bættust í hópinn böm hennar sem komu undir vegna kynferðislegrar misnotkunar af hálfú fangavarðar hennar, sem var hennar eigin faðir. Ein þeirra spurninga sem brunnið hefur á vörum fólks er hvemig Jósef Fritzl komst upp með það í tæpan aldaríjórðung að breyta og stækka kjallarann og koma matvælum og öðrum nauðsynjum til fanga sinna. Kjallarinn var undir aðalbyggingu hússins og hluta garðsins. Jósef mun hafa borið vistir og aðrar nauðsynjar niður til fanganna í skjóli nætur og með því móti teldst að forðast að vekja grunsemdir eiginkonu sinnar og hinna barnanna. Þegar Elísabet hafði lifað í prísund í um tíu ár fluttí leigjandi inn í íbúðina fyrir ofan kjallararýmið. Sá hefúr nú vitnað um að hafa heyrt hávaða að neðan, en álitíð að um músagang hefði verið að ræða. Lögreglan telur fullvíst að Rosemarie, eiginkona Jósefs, hafi ekki haft minnsta grun, hvorki um athafnir Jósefs né það tvöfalda líf sem hann lifði. Engu að síður er fólki hulin ráðgáta hvernig það gat farið ffamhjá henni því hann fór jú ótal ferðir niður með matvæli og til að svaia fysnum sínum, auk þess sem hann vann ötullega við stækkunkjallarans eftír að börnunum fjölgaði. Misnotkun frá ellefu ára aldri Áður en Jósef Fritzl sviptí dóttur sínaffelsinu 1984þegarhúnvarátján ára að aldri hafði hann misnotað hana kynferðislega um sjö ára skeið. Hún hafði reynt að strjúka að heiman tvisvar sinnum, en mistekist og þegar hún átján ára gömul ákvað að segja skilið við föður sinn lokkaði hann hana niður í kjallamn alræmda og sá hún ekki sólarljós næstu tuttugu og fjögur árin. Lögreglan telur ekki loku fyrir það skotíð að Jósef hafi fyrir þann tíma verið farinn að undirbúa fyrirætlanir sínar. Með því að neyða dóttur sína til að skrifa kveðjubréf tókst honum að forðast áleitoar spumingar sem hvarf hennar gæti vakið. Jósef hefúr viðurkennt að hafa ítrekað beitt dóttur sína kynferðislegu ofbeldi. Að sögn lögreglu sættí Elísa- bet barsmíðum þegar hún settí sig upp á mótí ffelsissviptingunni og sá eftír nokkur ár að árangurslaust væri að setja sig upp á mótí ægivaldi föður síns. Fæðingar og dauði Kerstín, sem nú liggur þungt haldin á sjúkrahúsi í Amstetten, var fyrsta bamið sem fæddist í prísund árið 1988. Ári síðar fæddust tvíburar en annar þeirra dó þremur dögum eftir fæðingu og settí Jósef lík hans í brennsluofn og brenndi til ösku. Hinn, Stefán, elst upp í prísund ásamt systur sinni og móður. Á ámnum 1993-2002 taka Jósef og Rosemarie eiginkona hans þrjú böm í fóstur, Lísu, Moniku og Alex. Yngsta bamið, Felix, fæddist 2003 og ólst upp í kjallaranum. Á þeim tíma fullyrtí Jósef að hann hefði fundið umrædd börn við útídyr heimilisins ásamt bréfi frá Elísabetu þar sem hún sagðist ekki geta alið önn fyrir viðkomandi bami. Árið 2003 fæðist Felix. Nú hefur með DNA-prófi fengist staðfest að Jósef er faðir allra þessara barna. Fyrirferðarmikil fengu frelsi Talið er að Jósef hafi ekki valið að handahófi þau börn sem þau hjónin ættleiddu eða tóku í fóstur. Það var mikilvægt að fyrirbyggja að hávaði bærist frá kjallaranum. Því fór svo að þau þægu ólust upp án sólarljóss í gluggalausri kjallaraholu, en hin birtust „óvænt" við útídymar. f ljósi þess hvemig Jósef, sem er rafmagnsverkfræðingur, hafði útbúið innganginn í dýflissuna er ljóst að Eh'sabet og böm hennar þrjú átto sér ekki undankomu auðið án utanaðkomandi aðstoðar. Inngangurinn er um eins metra há rammger hurð sem rann á braut í þéttar skorður. Henni var læst með fjarstýringu sem Jósef skildi aldrei við sig. Jósef hótaði bandingjum sínum með þvi að segja að ef þau gerðu hann óvígan myndu þau deyja drottni sínum, því hann einn vissi talnalykilinn. Til að fyrirbyggja enn frekar allar tilraunir af þeirra hálfri tíl að eiga við útgönguleiðina fullvissaði hann þau um að hann væri búinn að koma fyrir sprengjum sem yrðu virkar ef þau ættu við hurðina. Húsaskipan Rýmið sem Elísabet og börn hennar höfðu til umráða var um sextíu fermetrar. Það samanstóð af baðaðstöðu, eldunaraðstöðu, svefrtherbergi og einu herbergi sem var klætt í hólf og gólf með mjúkri einangrun. Lögreglan hefúr ekki viljað tjá sig um tilgang einangraða herbergisins, en fyrsta ályktun hennar er að þar hafi eitt bamanna, sem er flogaveikt, verið þegar svo bar undir. Einu tengsl Ehsabetar og bamanna var í gegnum sjónvarp og eina menntun bamanna var sú sem móðir þeirra gat veitt þeim. Á myndum má sjá hvemig reynt hefur verið af veikum mættí að gera híbýlin hlýleg. Á baðherberginu má sjá leikfangafíl uppi á hillu auk þess sem veggir em skreyttír með teikningum af dýmm af ýmsu tagi. f svefnherberginu hafa verið teiknaðar stjömuráveggi. f þessari prísund þurftu bömin að upphfa fæðingu systkina sinna, ef svo bar undir, og kynferðislegt ofbeldi Jósefs gagnvart móður þeirra. Ekki hefur verið staðfest af eða á hvort Jósef misnotaði önnur böm sín. Engin iðrun Eins kaldranalegt og það er þá geta Elísbet og böm hennar þakkað frelsi sitt veikindum Kerstinar. í kjölfarþess að farið var með Kerstinu á sjúkrahús féllst Jósef á að sleppa þeim úr kjaharanum og fuhyrðir að hún hafi ákveðið að snúa heim. Hingað til hefúr ekki verið nokkra iðrun að finna hjá Jósef. Þvert á mótí fúhyrðir hann að hann hafi bjargað Elísabetu frá fíkniefhum og gerir htíð úr kynferðislegri misnotkun. Að hans sögn stunduðu þau kynhf, en ekki hafi verið um neitt ofbeldi að ræða. Jósef hefur hlotíð dóm fyrir nauðgun í Linz í lok sjöunda áratugar síðustu aldar, og því spyr fólk sig hvernig það gat gerst að engar spumingar vöknuðu þegar dóttir hanshvarffyrirvaralaustárið 1984, og Baðherbergi Reynt hefur verið af veikum mætti að gera híbýlin vistleg. hvers vegna honum var án nokkurra fyrirvara gert kleift að ættleiða eða taka í fóstur böm Ehsabetar, sem birtust á þrepum hússins. Himinlifandi í bflferð Ástand Eh'sabetar og bama hennar, ef undan er talin Kerstín sem er tengd öndunarvél á sjúkrahúsi, er að matí lækna ekki slæmt í líkamlegu tilliti. Eðhlega em þau fól og tekin, enda hefur Eh'sabet ekki séð himininn í tuttugu og fjögur ár, og böm hennar aldrei fyrr en nú. Elísabet hefur elst um aldur fram og greinilegt að prísundin hefur sett mark sitt á hana. Hún neitaði að tjá sig um málið þangað til búið var að lofa því að hún þyrftí aldrei að sjá föður sinn framar. Læknar segja að í ljósi aðstæðna verði að telja að Eh'sabet og börn hennar séu í ótrúlega góðu ástandi. Felix, fimm ára, var að sögn lögreglumanns sem ók honum á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.