Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. APRlL 2008 ÚTGÁFUFÉLAG: Dagblaðiö-Vísir útgáfufélag ehf. STJÖRNARFORMAÐUR: Hreinn Loftsson FRAMKVÆMDASTJÓRI: Elln Ragnarsdóttir RITSTJÓRAR: Jón Trausti Reynisson, Jontrausti@dv.is og ReynirTraustason, rt@dv.is FULLTRÚI RITSTJÓRA: Janus Sigurjónsson, janus@dv.is FRÉTTASTJÓRI: Brynjólfur Þór Guðmundsson, bryn)olfur@dv.is AUGLÝSINGASTJÓRI: Ásmundur Helgason, asi@birtingur.is DREIFINGARSTJÓRI: Jóhannes Bachmann, joib@birtingur.is DV Á NETINU: DV.IS AÐALNÚMER: 512 7000, RITSTJÓRN: 512 7010, ÁSKRIFTARSlMI: 512 7080, AUGLÝSINGAR: 512 70 40. Umbrot: DV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. öll viötöl blaðsins eru hljóðrituð. SANDKOKM ■ Bæjarstjóratíð Gríins Atlason- ar í Bolungarvík endaði heldur skyndilega þegar A-listi Önnu G. Edvards- dóttur sleit samstarfi við K-listann og stofnaði nýjan meiri- hluta með Sjálfstæð- isflokki. At- hafnamað- urinn Grímur er þó ekki af baki dottinn. Nú er komin sú saga á kreik að Grímur sé næsti sveit- arstjóri Súðavíkur, en Grímur hitti fráfarandi sveitarstjóra, Ómar Má Jónsson, á skrifstofu sinni á dögunum. ■ Samstarfsslitin í Bolungarvík komu mjög á óvart, og nú segir Orðið á götunni að sjálfstæðis- menn í bænum hafi viljað gera allt til að letja önnu G. Edvards- dóttur frá samstarfi. Það má rekja til illinda sem áttu rót sína í því að Anna varð undir Elíasi Jónatanssyni í prófkjörsbarátt- unni 2006. í ferskri minningu þeirra illinda munu sjálfstæð- ismenn hafa ákveðið að leggja fram óraunsæjar kröfur í við- ræðunum við Önnu, sem Anna gleypti allar, þeim að óvörum. ■ Lögregluneminn „Stefán" lýs- ir árás bílstjórans Ágústs Fylk- issonar á Kirkjusandi í samtali við fréttavefinn Vísi. Þar kemur fram að lögregluneminn var á sinni síðustu vakt í starfs- námi hjá lögreglunni í Reykjavík, þegarAg- úst réðst á hann upp úr þurru með hnefahöggi. Hann er enn illa farinn, nef- brotinn og stífúr í hálsi. En Ág- úst mætti hins vegar á sam- ráðsfund vörubílstjóra hjá Smáralindinni í fyrrakvöld. Þar höfðu aðrir bílstjórar á orði að best væri að eyða ekki of mikilli athygli í hann, því hann ætti ekki einu sinni vörubíl og kæmi bara alltaf. ■ Nú keppast menn við að lýsa yfir áhuga sínum á aðild að Evr- ópusambandinu. f gær bættist í hópinn Jón Sigurðsson, fyrr- verandi seðlabankastjóri og formaður Framsókn- arflokksins. Þetta vekur athygli, ekki síst í ljósi þess að Jón fann upp hugtakið „þjóðhyggja" þegar hann varð formaður Framsóknar- flokksins um skeið. f því sam- hengi varð Jóni tíðrætt um þjóðfrelsi, sjálfstæðisbaráttuna og slíkt. Þótt ekki hafi verið um einangrunarstefnu að ræða var talið að þjóðhyggjunni hefði verið teflt fram gegn alþjóða- hyggju Ilalldórs Ásgrímssonar. Umræða DV j r ’ LEIÐARI th.wi Grímur og smásálirnar REYNIR TRAUSTASON RITSTJORI SKRIFAR Smásálirnar í Bolungarvík hafa jlæmt í burtu vinsælan bæjarstjóra. B; : æjarfulltrúar A-lista og Sjálfstæðisflokks hafa sýnt dómgreindarbrest af versta tagi með því að flæma í burtu Grím Atlason, vinsælan bæjarstjóra, og hrifsa til sín stjórnartaumana í byggðarlaginu. Bolungarvík befur átt undir högg að sækja eins og mörg önnur byggðarlög á landsbyggðinni. Barlómur hefúr gjarnan einkennt málflutning forsvarsmanna og fátt jákvætt hefúr heyrst frá sumum þessara staða.Eftirsíðustusveitarstjórnarkosningar kvað við nýjan tón þegar nýir forsvarsmenn Bolvíkinga komu fram. Grímur Atlason, ný- ráðinn bæjarstjóri, hafði uppi allt annan málflutning en þeir kollegar hans sem leggjast í vol og vfl til að betla málstað sínum fylgi. Bjartsýni Gríms og festa í málflutningi vakti athygli um ailt land. Og það er óhætt að segja að bæjarstjóri Bolvfldnga hafi komið byggðarlagi hans rækilega á kortið. Þegar Grímur talaði frá Bolungarvík hlustaði þjóðin og dáðist að þeirri bjartsýni og dug sem birtist í málflutningi hans. En Grímur gerði sér ekki grein fyrir því að ekki áttu allar hans skoðanir upp á pallborð bæjarfulltrúa í Bolungarvík. Hann lét í ljósi eindregna andstöðu við olíuhreinsistöð á Vestfjörðum sem leiddi til þess að smásáiir fóru á flug. Fulltrúi A-listans í meirihluta bæjarstjórnar Bolungarvíkur sleit samstarfi við K-lista og gekk til liðs við Sjálfstæðisflokkinn sem sami bæjarfulltrúi hafði áður úthúðað sem ósamstarfshæfum. Fyrsta verk nýs meirililuta var að reka Grím bæjarstjóra og þagga niður í röddinni sem boðaði Vestfirðingum bjartsýni og trú á eigin framúð. Engin haldbær skýring hefur fengist á meirihlutaslitunum. Ekkert í starfi bæjarstjórans hefur verið gagnrýnt. Sama ruglið er í gangi í Bolungarvflc og í Reykjavík þar sem kjörnir vesalingar kunna ekki fótum sínum forráð. Smásálirnar í Bolungarvík hafa flæmt í burtu vinsælan bæjarstjóra. Þetta eru svik við bæjarbúa og vont fyrir alla Vestfirðinga sem hafa misst öflugan talsmann en fengið barlóm í staðinn. GLYSOGGLERHJÚPUR SVARTHÖFÐI * Ifréttum í gær mátti heyra af komu fyrstu Kínverjanna af hundrað, sem fengnir verða til að byggja glerhjúp utan um tónlistarhúsið í Reykjavík. Það verður fyrir jól á næsta ári sem tónlistarhúsið í allri sinni dýrð verður tilbúið. Húsið verður eins og ofvaxinn demantshringur á krumpaðri hönd frökenar Reykjavíkur, minning um trúlofun okkar við góðærið sem aldrei varð fullkomnað með giftingu. Það verður án efa í stórbrotnu samhengi við bárujárnsstílinn og 19. aldar götumyndina sem nú nýtur ofverndunar borgaryfirvalda. Glerhjúpurinn utan um tónlistarhúsið er listaverk, hannað af Ólafi Elíassyni, stolti íslenskrar nútímalistar. Ákveðið var að leggja tvo milljarða króna aðeins í þennan glæsilega hjúp. Til að setja þá upphæð í samhengi er vert að ryfja upp háskólahúsnæðið Öskju, sem dr. Maggi Jónsson hannaði. Styr stóð um byggingu þess húss og ekki síst kostnaðinn, sem var á þriðja milljarð króna, eða nokkru meira en glerhjúpurinn einn og sér. Glysgirni Islendinga stórjókst í lánagóðærinu ffá 2004 til 2008. Það sást á fjölgun svartra Range Rover jeppa, á öllum heimilistækjunum úr burstuðu stáli og á því að höfúðstöðvar fýrirtækja |p$PiSw voru hannaðar til að minna á fjögurra stjörnu hótel. A m As: merískir rapparar eru þekktir fýrir að skreyta sig með dýru skarti, sem er í stílískri mótsögn við almúgalegar hettupeysur þeirra og pokabuxur. Skartið nefna þeir einmitt „bling". Þegar tónlistarhúsið loksins rís • verður Reykjavík eins og skítugur rappari með bling. Það verður ekki í stii við neitt annað í borginni, nema hitt blingið, Perluna. Þetta er jafnsmekklaust og að reisa glerviðbyggingu við bárujárnshúsið Iðnó. Bíðum við, það var líka gert. Islensk byggingarlist verður að teljast fjarska framúrstefnuleg. Stærsta verslunarmiðstöðin var þannig reist, með miklu stolti, að hún var í laginu eins og reður. Eftir gólfunum voru málaðar hlykkjóttar línur sem enduðu í punkti, sem minntu ekki á annað en sáðfrumur. Hús verslunarinnar, hið mikla stórvirki nýju miðborgarinnar, mótar fullkomið „fokkmerki". 0‘ : . kkur finnst agalega smart að I sveipa hús bárujárni. Svona r eins og þegar lágstéttarfólk í Suðurríkjum Bandaríkjanna hengir járnrusl, sem það finnur á víðavangi, á veröndina sína. Bárujárnið nýtur hvergi viðlíka hylli og hér. Það var fyrst og fremst notað á útjöðrum breska heimsveldisins, til dæmis utan á herbragga sem kastað var upp. En hér þykir þetta hin mesta prýði. mekkvísi okkar er miklum vafa undirorpin. Borgarstjóranum finnst eðlilegt að kaupa lítil og illa farin kofaræksni fyrir svipaða upphæð og hann selur glæsilegt hús í klassískum stíl við Fríkirkjuveg 11. Verðandi og fyrrverandi borgarstjórinn kom fram í beinni útsendingu í miklu losti, yfir því að skemmtístaðurinn Pravda væri að brenna, og hann hét því að endurreisa hann í upphaflegri mynd, mun lágreistari en næstu byggingar. Skemmtístaðurinn var þekktastur fyrir blautbolakeppnir og slagsmál, en á daginn var þar álíka lífleg stemning og í austurrískum kjallara. En hann þurfti að endurreisa vegna þess að þar hafði eitt sinn aðsetur maður, sem gekk undir hallærislegasta nafhi norðan Alpafjalla: Jörundur Hundadagakonungur. Smekkleysan í Reykjavík minnkar alls ekkert þótt 100 Kínverjar reisi glerhjúp í bárujárnshverfi. DÓMSTÓLL GÖTUIVNAR HEFUR ÞIJ ÁHYGGJUR AF VERÐBÓLGUNNI? „Já, hafa það ekki allir? Staðan er langt (frá að vera góð. Verðbólgan er farin að hafa áhrif á mína hagi, launin rýrna, bensínið og maturinn hækkar og húsnæðið líka, og það segir sig sjálft að ríkisstjórnin verður að fara að gera eitthvað i málunum. Mér finnst aðgerðaleysi hennar mjög skrítið því verðbólgan hefur jafnt og þétt farið versnandi." Agnes Sigurðardóttir, 29 ára ræstitæknir „Sem stendur eru frekar lítil umsvif hjá mér en (sjálfu sér líst mér ekki vel á hina háu verðbólgu. Ég sé það í kringum mig að hún erfarin að hafa áhrif á fólk og finn það einnig sjálfur. Ríkisstjórnir undanfarinna ára hafa bókstaflega ekki gert neitt til hjálpar og núverandi ríkisstjórn situr aðgerðalaus." Smári Wium, 70 ára ellilífeyrisþegi. „Já, ég hef áhyggjur af henni. Há verðbólga er farin að hafa bein áhrif á mína afkomu, það er alveg Ijóst. Ríkisstjórnin og Seðlabankinn hafa ekki staðið vaktina vel og þjóðfélagið allt hefur verið að bruðla." Hilmar Harðarson, 47 ára atvinnurekandi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af henni. Verðbólgan er komin upp úr öllu valdi og maður finnur það sjálfur á hinu háa verðlagi sem orðið er. Afborganirá húsnæðislánum hafa hækkað rosalega mikið og mér finnst að ríkisstjórnin og Seðlabankinn, sjálfur Davíð Oddsson, hefði átt að grípa mun fyrr í taumana." Jón Aðalsteinsson, 26 ára matreiðslumaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.