Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 15
DV Sport MIÐVIKUDAGUR 30. APR(L 2008 15 Miðvikudagur 30. apríl 2008 Guðmundur Jónsson á leið frá körfuknattleiksliði Njarðvíkur: ENN KVARNAST ÚR NJARÐVÍK Guðmundur Jónsson, bakvörður úr körfuknattleiksliði Njarðvíkur, er á leið frá félaginu og að ganga til liðs við Þór Akureyri. Guðmundur er þriðji maðurinn sem yfirgefur Njarðvík á skömmum tíma en áður var Teitur Örlygsson rekinn frá félaginu og Brenton Birmingham ákvað að ganga til liðs við Grindavík. Guðmundur segir helstu ástæðu þess að hann sé að yfirgefa Njarðvík vera þá að hann vanti nýja áskorun. „Mig vantaði að prófa eitthvað nýtt. Mig hefur lengi langað að gera þetta því mig vantar nýtt umhverfi og að hafa gaman af körfu aftur. Síðustu tvö ár hafa verið ansi leiðinleg. Ég ætíaði að breyta til í fyrra en ákvað að taka eitt ár í viðbót úr því Teitur ætíaði að vera með okkur. Mér lýst vel á Akureyri, Þórsarar höfðu samband við mig fyrir skömmu og gerðu mér tilboð og mér líst bara vel á að prófa þetta" segir Guðmundur „Það kom mér á óvart að Teitur var látinn fara því allir í Iiðinu héldu að hann yrði áfram. Ákvörðun mín kom brotthvarfi Teits ekki við. Ég var ekki sáttur við frammistöðu mína í vetur og var löngu búinn að taka þessa ákvörðun," segir Guðmundur. Guðmundur spilaði 21 af 22 ieikjum Njarðvíkur í vetur, spilaði ríflega 14 mínútur í leik, skoraði 3,8 stig að meðaltali og tók þrjú fráköst Þórsarar eru þessa dagana að safna liði en þrír leikmenn liðsins eru á förum eða þegar farnir frá félaginu. Magnús Helgason fer til náms í Englandi en hann gerði 8 stig að meðaltali í 22 leikjum í vetur. Einnig eru þeir Birkir Heimisson og Þorsteinn Gunnlaugsson að fara í nám til Reykjavíkur. Birkir skoraði 1,7 stig að meðaltali í leik en Þorsteinn skoraði 5,4 stig að meðaltali. vldar@dv.is Guðmundur Jónsson Versthér Tyson Patterson, leikmanni KR.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.