Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 30.04.2008, Blaðsíða 29
DV Fólkið ÚTVARPSÞÁTTUR OG NÝ PLATA: MIÐVIKUDAGUR 30. APR[L 2008 29 Skemmtisveitin Baggalútur gefur út sína fjórðu plötu í haust. Sveitin hefur sent frá sér fyrsta lagið af plötunni og undirbúa útvarps- þátt sem fer í loft- ið í júní. „Þetta er meira í]ör núna. Meiri lúðrar, streng- ir og afskaplega lítið kántrí," segir Guðmundur Pálsson útvarpsmaður og söngvari Baggalúts um væntanlega plötu sveitarinnar. Baggalútur hefur undanfarið verið að taka upp lög fyrir sína fjórðu breiðskífu og er hún væntanleg í verslan- ir í haust. „Það verður svolítið diskó á henni, svolítið soul og meira segja smá bossanova," segir Guð- mundur um tónlistina á plötunni en Baggalúts- menn hafa verið mikið í kántrítónlistinni und- anfarin ár. Aðspurður hvort breytingin á tónlist Baggalúts sé áffamhaldandi þróun á því sem sveitin gerði í Laugardagslögunum segir Guð- mundur að svo gæti verið. „Það er hugsanlegt að það hafi kannski kveikt á einhverjum perum," en þar breyttu Baggalútsmenn útsemingu á lagi Magnúsar Eiríkssonar úr rólegu kántrí í kraft- mikla sveiflu með góðum árangri. Fyrsta lagið af plötunni sem Baggalútur send- ir írá sér heitir Kósíkvöld í kvöld. „Lagið fjallar um tvo menn sem eru rosalega góðir vinir. Þess- um vinum hefur oft brugðið fyrir áður og sung- i Guðmundur Pálsson Segir diskó, soul og jafnvel bossanova að finna á nýju plötunni. ið lög eins og Kósíheit par exelans, Tveir vinir og Rjúpur." Guðmund- ur segir að það séu bara fordóm- ar í fólki ef samband mannanna sé misskilið sem samkynhneigð. „Þetta er bara eins þegar mað- ur var lítill og átti besta vin sem maður gerði allt með. Fóruð í bíó, sund og gistuð saman og svona. Þessir menn eru bara ennþá á þeim stað." Það er meira um að vera hjá Baggalútsmönnum en tónlist- arútgáfa. „Við erum að byrja með útvarpsþátt á Rás 1 í júní. Eða það er að segja við sem komum að síðunni baggalutur. is. Ég geri ekki ráð fyrir því að trommarinn eigi eftir að vera mikið þarna." Guðmundur lýsir þættinum sem skemmtilegum fræðsluþætti fyrir fróðleiksfús- an almenning. „Við verðum með upplýsandi pisda og jafnvel skemmtiviðtöl. Svo verða notalegt spjall og hollráð einnig á boðstól- um," en þátturinn verður á laug- ardögum á eftir kvöldfréttum klukkan hálf sjö. asgeir&dv.is GTA4 LENTI MEÐ LÁTUM Sala á tölvuleiknum GTA 4 hófst með látum á mánudaginn. Sérstakar miðnæturopnanir voru bæði í Elko, BT og raftækjavöruversluninni Max. Strax um klukkan tíu höfðu myndast raðir við búðirnar, en sölumönnum var ekki heimilt * byrja að selja leikinn fyrr en á miðnæturslaginu. Talið eru að eitthvað yfir 500 manns hafi verið í Skeifunni um miðnætti þegar best lét. Mikil eftirvænting hefur skapast eftir leiknum, sem hefúr verið ffestað í tvígang. Er það spá manna að leikurinn muni verða söluhæsta afþreyingarvara allra tfma. Hann hefur þegar fengið ótrúlega dóma, en heimasíðan gamerankings, sem reiknar meðaltal dóma, hefur gefið leiknum 99,1% en núna hafa 17 dómar birst um leikinn. 4 UPPSVEIFLA LISTAHÁTÍDAR Uppsveifla Monitors sem hefur verið annan hvem fimmrndag í vetur verður með óhefðbundnum hætti að þessu sinni. Ástæðan er samstarf við hátíðina List án landamæra auk þess sem um tvöfaldan frídag er að ræða, uppstígningardag og frídag verkamanna. Fjögur atriði verða á boðstólum í stað tveggja. Hljómsveitirnar Mammút og Reykjavík! koma fram á vegum Monitors en sönghópurinn Blikandi stjörnur, sem er samansettur af * einstaklingum með þroskahömlun, og rokkhljómsveitin Hraðakstur bannaður á vegum listahátíðar. Noise fær frábæra dóma fyrir aðra breiðskífu sína Wicked hjá veftímaritinu Get Ready To Rock: MIKIL GLEÐIOG MIKIÐ GAMAN „Þetta er sönnun þess að Björk er bara það næstbesta sem íslensk tónlistarsena hefur upp á að bjóða borin saman við Noise." Með þessum orðum lýkur gagnrýnandi veftímaritsins Get Ready to Rock gagnrýni sinni á annarri breiðskífu íslensku rokkaranna í Noise, Wicked. Jason Ritchie gagnrýnandi verður orða vant yfir plötunni og gefur henni fjórar stjörnur auk þess sem hann segir að á þessari plötu geri Noise það sem hin virta sveit Velvet Revolver hefði átt að gera á annarri breiðskífu sinni. „Þetta var bara mikil gleði og mikið gaman að fá svona góðan dóm um plötuna. Eiginlega bara eins gott og það getur orðið," segir Einar Vilberg, söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar. Aðspurður hvernig þeir hafi brugðist við að lesa það að þeir væru betri en Björk svarar Einar: „Þetta eru auðvitað mjög stór orð en þetta finnst honum kallinum." Noise var að koma heim úr vel heppnuðum Bretlandstúr en verið er að undirbúa dreifingu á Wicked þar í landi. „Túrinn okkar um Bretlandseyjar gekk bara rosalega vel. Við seldum dágóðan slatta af plötum og kynntumst nýju fólki." Einar segir að fram undan hjá sveitinni sé vinna að nýrri plötu sem væntanleg sé í haust. „Við erum að vinna í þriðju breiðskífunni okkar sem við vonumst tíl að komi út í október. Svo reynum við bara að spila með reglulegu millibili." Hægt er að lesa þennan stórgóða dóm um Wicked inni á myspace-síðu Noise, myspace. com/noisel. hista@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.