Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 3

Peningamál - 01.05.2000, Qupperneq 3
stefnan verði áfram aðhaldssöm. Seðlabankinn spáir því nú miðað við óbreytt gengi að verðbólga verði um 5% frá upphafi til loka þessa árs en lækki í 4% frá upphafi til loka næsta árs. Eins og endranær er þessi spá háð töluverðri óvissu og má þar nefna sérstaklega þróun húsnæðisverðs á næstu mánuðum og launa- skrið. Viðskiptahalli reyndist meiri á síðasta ári en áður var talið, eða 6,7% af landsframleiðslu. Reyndar má að miklu leyti rekja það til breyttra uppgjörsaðferða sem miðuðu að því að færa uppgjörið til samræmis við alþjóðlega staðla. Það dregur þó ekki úr því að hallinn er alvörumál. Svo mikill halli er nánast eins- dæmi meðal þróaðra ríkja. Það sem gerir hann enn verri er að árið 1999 var annað árið í röð með svo mikinn halla og að hann átti fremur rætur að rekja til neyslu en fjárfestingar. Alvarlegast er þó að ekki er útlit fyrir, að mati Þjóðhagsstofnunar, að hallinn minnki á næstu árum að óbreyttu. Þvert á móti er tal- ið að hann muni aukast í rúm 7% í ár og stefna síðan í 8%. Það myndi leiða til þess að hreinar erlendar skuldir í hlutfalli við landsframleiðslu hækkuðu úr 64% í lok síðastliðins árs í um 85% árið 2004 og hrein erlend staða þjóðarbúsins versnaði á sama tíma úr því að vera neikvæð um 49% í 61% af landsfram- leiðslu. Ólíklegt er að svo mikið ójafnvægi í utanríkis- viðskiptum verði til lengdar án snöggra umskipta. Það ójafnvægi í þjóðarbúskapnum sem þessir fram- reikningar vitna um fela því í sér alvarlega ógnun við stöðugleika til frambúðar. Af þeim sökum er nauð- synlegt að grípa til frekari aðgerða til að tryggja hann. Í því efni er mikilvægast að stuðla að meiri þjóðhagslegum sparnaði, annaðhvort með beinum hætti í gegnum enn meiri afgang á rekstri hins opin- bera eða með aðgerðum sem með tryggum hætti stuðla að auknum sparnaði einkageirans. Reynslan sýnir hins vegar að vandfundnar eru aðgerðir í þeim efnum sem virka vel. Ójafnvægið í þjóðarbúskapnum og óviðunandi verðbólga kalla á að stefnan í peningamálum verði áfram aðhaldssöm. Verði sú hækkun, sem að undan- förnu hefur átt sér stað á verðtryggðum langtíma- vöxtum, viðvarandi mun hún vinna gegn ofþenslu- öflunum. Frekari aðhaldsaðgerðir í peningamálum eru þó einnig hugsanlegar en umfang og tímasetning þeirra myndi ráðast af mati á nýjustu upplýsingum um framvindu efnahagsmála. 2 PENINGAMÁL 2000/2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.