Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 7

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 7
fer enn lækkandi. Þegar atvinnuleysi er orðið svo lít- ið myndast flöskuhálsar á vinnumarkaði. Reynsla bendir einnig til þess að sambandið á milli atvinnu- leysis og spennu á vinnumarkaði sé ekki línulegt, heldur geti spenna á vinnumarkaði aukist mjög hratt falli atvinnuleysi niður fyrir ákveðinn þröskuld eða nálgist hann hratt. Hvar sá þröskuldur liggur nú er erfitt að segja, en meðfylgjandi mynd, sem sýnir samband atvinnuleysis og lausra starfa (svokallaða Beveridge-kúrfu), gefur til kynna að spenna á vinnu- markaði, mæld sem fjöldi lausra starfa, stigmagnist þegar atvinnuleysi fellur niður fyrir 1-1½%. At- vinnuleysi kann því að vera mjög nálægt þessum þröskuldi, einkum þar sem atvinnuleysi virðist enn vera á niðurleið. Draga verður þá ályktun að afar lítið þanþol sé til staðar á vinnumarkaði nú, þótt atvinnuþátttaka sé enn nokkru minni en þegar hún var mest á 9. áratugnum. Í því sambandi verður einnig að hafa í huga hve spurn eftir viðbótarvinnuafli er einskorðuð við þjón- ustugeirann á höfuðborgarsvæðinu. Einnig kann sérhæfing að hafa aukist á vinnumarkaði og hækkað þann þröskuld atvinnuleysis sem skiptir sköpum um spennu á markaði. Á hinn bóginn er vinnumarkað- urinn nú sennilega töluvert opnari, sem birtist meðal annars í tölum um veitingu atvinnuleyfa og flutninga fólks til og frá landinu. Á síðasta ári voru gefin út fleiri ný og endurnýjuð atvinnuleyfi en nokkru sinni áður eða ríflega 3.000. Það sem af er þessu ári hefur atvinnuleyfunum enn fjölgað miðað við fyrra ár og ef svo heldur fram sem horfir munu nettófólksflutn- ingar til landsins, sem í fyrra voru 1.100 einstakling- ar, verða enn meiri á yfirstandandi ári. Launavísitalan hækkaði um 2,7% milli fjórða árs- fjórðungs 1999 og fyrsta ársfjórðungs 2000. Megin- hluta þeirrar hækkunar má rekja til hækkunar launa opinberra starfsmanna og bankamanna í ársbyrjun. Umsamin hækkun launa á almennum vinnumarkaði kemur ekki fram fyrr en á öðrum ársfjórðungi. Í febrúar hækkaði launavísitalan um 1,3% og verður sú hækkun ekki skýrð með umsömdum hækkunum. Í mars hækkaði launavísitalan hins vegar hóflega eða um 0,2% og mælt launaskrið milli fyrsta ársfjórð- ungs 1999 og fyrsta fjórðungs þessa árs mælist svip- að og undanfarin tvö ár. Ekki eru því enn neinar traustar vísbendingar um að þáttaskil hafi nú þegar orðið að því er launaskrið áhrærir. Kjarasamningar hafa ekki aðeins bein áhrif á verðlag heldur má ætla að áhrifin séu einnig óbein vegna áhrifa þeirra á eftirspurn. Eftirspurnaráhrif kjarasamninga stafa bæði af launahækkunum og þeim ráðstöfunum sem ríkisstjórnin greip til í því skyni að liðka fyrir samningum, þ.m.t. hækkun per- sónuafsláttar. Í tengslum við samninga Flóabanda- lagsins og Samtaka atvinnulífsins gaf ríkisstjórnin út yfirlýsingu um hækkun persónuafsláttar. Skattleysis- mörk hækkuðu því um 2,5% 1. apríl til viðbótar 2,5% hækkun í janúar sl. Um næstu þrenn áramót munu skattleysismörk svo hækka sem svarar minnstu hækkun launa skv. samningi Flóabandalagsins, þ.e.a.s. töluvert minna en sem nemur hækkun meðal- launa. Að meðaltali hækka skattleysismörk á árinu 2000 um 4,3% frá fyrra ári. Einnig voru bætur al- mannatrygginga hækkaðar nokkuð og munu fylgja skattleysismörkum til ársins 2003. Þá voru boðaðar breytingar á barnabótakerfinu í því skyni að draga úr 6 PENINGAMÁL 2000/2 Launavísitala og áætlað launaskrið á vinnumarkaði 1996 1997 1998 1999 2000 0 2 4 6 8 10 12 14 % 0,8 1,0 1,2 1,4 1,6 1,8 2,0 2,2 % Launavísitala (12 mán. %-breyting) Launaskrið (sl. 12 mán.) Mynd 2 Mynd 3 Atvinnuleysi og laus störf 0 1 2 3 4 5 6 0 -1 4 1 -2 2 3 L au s st ö rf , % a f m an n af la Atvinnuleysi, % af vinnuframboði 87 89 90 91 92 94 98 97 96 99 88 86 85 93 95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.