Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 22

Peningamál - 01.05.2000, Blaðsíða 22
PENINGAMÁL 2000/2 21 Fyrir hönd stjórnar Seðlabanka Íslands býð ég ykkur öll velkomin á 39. ársfund bankans. Reikningar bankans fyrir árið 1999 hafa í dag verið staðfestir af forsætisráðherra. Þetta er í fyrsta sinn sem sá háttur er hafður á eftir að lögum um Seðlabankann var breytt um síðustu áramót og yfirstjórn hans færð til forsætisráðherra frá viðskiptaráðherra. Ársskýrsla bankans hefur jafnframt verið birt. Þar er að finna yfirlit um starfsemi hans og afkomu auk greinar- gerðar um stefnu og aðgerðir bankans í peninga- málum, fjármálakerfi og fjármálamarkaði, svo og það sem helst einkenndi efnahagsþróun síðastliðið ár. Ég mun nú gera grein fyrir nokkrum þáttum efna- hagsmála og horfum sem blasa við um þessar mundir. Mun ég einkum fjalla um það sem nánast tengist starfssviði Seðlabankans. Verðbólga Athygli Seðlabankans beindist í ríkum mæli að þeim ofþenslumerkjum sem einkenndu síðastliðið ár. Skýrar vísbendingar um ofþenslu komu reyndar fram árið áður og birtust fyrst og fremst í miklum við- skiptahalla og vaxandi spennu á vinnumarkaði. Á síðasta ári bættist svo við vaxandi verðbólga sem nú er mun meiri hér en í nokkru af helstu viðskipta- löndum okkar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 5,8% á árinu 1999. Það er mesta verðbólga á einu ári síðan 1991. Tæplega eitt prósentustig af verðbólgu ársins má rekja til hækkunar á bensínverði á erlend- um mörkuðum og tæpan þriðjung má rekja til hækk- unar húsnæðisverðs á höfuðborgarsvæðinu, en vísi- talan mælir ennþá aðeins hækkun á þessu svæði. Samanlagt skýrir hækkun bensín- og húsnæðisverðs tæpan helming af verðbólgu síðasta árs. Þegar þessar skýringar eru metnar verður þó að hafa í huga að hækkun húsnæðisverðs er fyrst og fremst vísbending um mikla innlenda eftirspurn og að aðrar þjóðir hafa einnig mátt þola mikla hækkun bensínverðs án veru- legrar verðbólgu af þeim sökum. Verðþróun innlendra og erlendra matvæla átti einnig þátt í því að verðbólga á Íslandi jókst. Innlend matvara hækkaði um 7,4% á síðasta ári ef búvara er undanskilin. Innflutt mat- og drykkjarvara hækkaði á sama tíma enn meira, eða um 7,8%, þrátt fyrir hækkun á gengi krónunnar. Hins vegar stóð verðlag matvæla í stað á evrusvæðinu. Í Bandaríkjunum og á Norðurlöndum fylgdu matvæli almennu verðlagi, en lækkuðu í Bretlandi. Þetta bendir allt til þess að mikil eftirspurn og þverrandi samkeppni skýri mikla hækkun matvælaverðs hér á landi. Seðlabankinn birtir verðbólguspá fjórum sinnum BIRGIR ÍSL. GUNNARSSON bankastjóri og formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands Ræða flutt á ársfundi Seðlabanka Íslands 29. mars 2000 Framlag undirþátta til hækkunar vísitölu neysluverðs 1999 (%) Búvörur án grænmetis Grænmeti Aðrar innl. mat- & drykkjarv. Aðrar innlendar vörur Innfl. mat- & drykkjarvörur Nýr bíll og varahlutir Bensín Aðrar innfluttar vörur Áfengi og tóbak Húsnæði Opinber þjónusta Önnur þjónusta 0 5 10 15 20 25 30 35-5 Mynd 1 %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.